Skyldulestning grein Einar Má á blaðsíðu 28 í Mbl í dag.

Þetta er frábær grein sem Einar Má Guðmundssonar skirfar í Morgunblaðið dag Sunnudaginn 25 Janúra á blaðsíðu 28 '' EKKERT ÓEÐLILEGT VIÐ ÞAÐ '' Rithöfundur svarar spurningum athafnamanns.

Þessi grein er algjör skyldulestning og fær mann til að brosa þó um mjög svo alvarlega hluti er að ræða.

Þjóðinn má ekki taka sjónar af þeim aðilum sem voru gerendur í þessu bankahruni og settu all hér á hliðina.  Er ekki nær að mótmælendur fari fyrir utan hús Hannesar Smárasonar, Jón Ásgeir Jóhannessonar, Hreiðar Már, Sigurðar Einarssonar, Bjarna Ármanssonar, Ólafs Ólafssonar, Sigurjóns Árnasonar og svo má lengi telja. 

Tjónið sem þjóðinn hefur orðið fyrir er nógu mikil að ekki er það bætandi að nú skuli fólkið í landinu farið að skemma sínar eigin eigur og ég tala nú ekki um allan þann kosnað sem verður við þau þrif sem þurfa að fara fram á hverjum degi á Stjórnarráðinu og Alþingishúsinu, allt er þetta greitt úr ríkissjóð  með skattpeningum okkar.      

Mæli með að við fáum uppgefið hvar þeim sem það vita hvar þessir fjárglæframenn búa og söfnumst þar saman til mótmæla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjáðu nú til jón,,það voru ekki þessir höfðingjar sem þú telur upp,sem sáðu í þessa hræðilegu uppskeru,þeir eru uppskeran,,þessir menn unnu eftir leikreglum,settum af vini þínum(þótt hann kannski muni ekki alveg alltaf hvað þú heitir)Davíð Oddsyni,reglurnar voru svo finpússaðar af ímsum Valhallar strákum,svo sem Hannesi Hólmsteini og Ragnari Árnasyni..En þótt þeir séu prófessorar þá fór sem fór,úr varð ógeðslegt,illstöðvandi skrímsli.Þú hefur ugglaust séð bíómyndir um hliðstæð atvik og þetta.Það er þegar, menn með takmarkað vit og þekingu hafa verið að fikta á rannsóknarstofum,gott ef h.r Framkinstain varð ekki til úr slíku.allavegana hafa orðið til mikl  illmenni sem erfitt hefur verið að stöðva,sem að upplagi voru bestu menn.Það eru þessir skrattar sem að voru að fikta,og hafa ekki sýnt neinn lit á að yðrast,sem þú ættir að grafa upp heimilisföng á og gauka að Herði Torfasyni

Julius kristjansson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 23:42

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Fjórfrelsið varð okkar banabiti og þessir sem ú telur upp kærðu yfirvöld fyrir að hækka bindiskyldu og þessháttar.

Menn gleyma hverjir ætluðu Íbúðalánasjóð dauðan.

Það var EKKI DAVÍÐ

Miðbæjarihaldið

Bjarni Kjartansson, 24.1.2009 kl. 23:54

3 identicon

Bíddubíddu, segðu mér eitt félagi. Þú ert nýbyrjaður að blogga hefur komið fram með örfáar færslur og ekki skapað neinar sérstakar umræður sem reyndur bloggari, svarar reyndar ekki einu sinni þeim sem beina til þín spurningum - og þú ert settur beint í forsæti hjá aðlinum á Moggabloggi??? Þú sem ert ekki einu sinni vel skrifandi (samanber nafn Einars í fyrirsögn t.d.). Ok, þú hefur kannski búið erlendis lengi og kannt ekki að beygja nöfn eða stafsetja rétt, en er það því ekki enn ríkari ástæða til að hafa þig ekki í aðalssæti?

Segðu mér, hver eru þín ítök á Moggamenn? Hvað gerir þig fremri harðari og velskrifaðri moggabloggurum svo þú megir eiga það skilið að vera í aðalsæti á blogginu? Er það nafnið Sullenberger? Tengist þú eða átt þú kannski hlut í Mogganum?

Gúndi (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 00:29

4 Smámynd: doddý

..sjáiði ekki spillinguna? það eru íhaldsmenn í röðum bloggvina þessa manns!

(baraðdjóka) kv d

doddý, 25.1.2009 kl. 00:59

5 Smámynd: doddý

.. en er þetta ekki sama færslan og er á síðu jonsullenberger? kv d

doddý, 25.1.2009 kl. 01:02

6 identicon

ég er sammála þér Jón og skítt með stafsetninguna.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 04:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband