Opið bréf til Pálma Haraldssonar í Fons Ehf.

Sæll Pálmi, Var að lesa fréttir af þessu svokallaða Sterlings máli sem nú fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar virðist Hannes Smárason hafa verið ákærður fyrir algeran ''misskilning'' það kannast enginn við að hafa gefið leyfi fyrir þessari milljarða millifærslu inn á reikning eignarhaldsfélags þíns Fons Ehf. í Luxemborg. Og svo virðist sem enginn millifærsla hafi átt sér stað sbr. framburður þinn og Hannesar. Það er mjög alvaregt að sjá hvernig ''starfsmenn á plani'' hjá Kaupþing banka í Luxemborg hafa hagað sér í gegnum árin og algerlega uppá eigin spýtur, millifærandi þúsundir milljónir króna yfir á allskyns reikninga og útbúandi pappíra fram og tilbaka sem enginn kannast við að hafa heimilað eða vitað um. Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson lentu í þessum sömu óbreyttu starfsmönnum þarna í Luxemborg sem virðast hafa samið við Al Tani sjeikinn algerlega án heimildar, og útbjuggu alls kyns pappíra og gerninga sem hvorki Sigurður Einars eða Hreiðar Már vissu um eða heimiluðu sbr. framburður þeirra um daginn fyrir Hæstarétti í Al tani málinu. Nú kemur í ljós að starfsmenn Kaupþings Luxemborg hafi í algeru heimildarleysi, millifært 2.870.000.000 krónur af reikningi FL Group, yfir á reikning félags þins Fons ehf. Stuttu seinna er svo þessum peningum skipt yfir í danskar krónur skv.ákæruskjalinu og greitt fyrir sem hluti af kaupverði Sterling flugfélagsins sem Fons Ehf var að versla sér. Stuttu seinna kaupir FL group svo sterling af þér fyrir 15.000.000.000 krónur eins og frægt er nú. Það sem merkilegast er í þessu er að Hannes Smárason segir engir peninga hafa verið millifærða. Og skv. Vefmiðlum landssins kannast þú ekki við að hafa fengið neinn peninga millifærða frá FL Group! Til að þeir þúsundir íslendinga ásamt þeim lífeyrissjóðum sem áttu hlutabréf í almenningshlutafélaginu FL Group árið 2005 skilji þetta, þá væri sanngjart af þér að upplýsa landsmenn um allann sannleikann, ekki síst vegna þess að í viðtali við þig 5, mars 2010 í DV sem bar fyrirsögnina '' ég iðrast'' , þá lagðir þú fram góða afsökunarbeiðni fyrir þátttöku þinni í þessu rugli og baðst um stuðning samborgara þinna og gefa þér annað tækifæri. Því langar mig að biðja þig að svara þessum einföldu spurningum: 1. Ef engir peningar voru millifærðir inn á reikning Fons ehf. Eins og þú segir , af hverju er þá Fons ehf. að taka lán upp á 2.870.000.000 krónur til að borga FL Group til baka eins og kemur fram í ákæruskjalinu ? Var einhver að plata þig Pálmi minn til að taka þetta lán og leggja þá inn á FL Group ? Það er ljótt að plata fólk ég hvet þig Pálmi til að leita réttar þíns ef þessir ''starfsmenn á plani'' hjá Kaupþing banka í Luxemborg voru að plata þig. 2. Ef enginn peningur var millifærður inn á reikning Fons ehf af hverju er þá Hannes Smárason, sem átti engin hlutabréf í félagi þínu Fons ehf. og sat ekki í stjórn þíns félags Fons Ehf, að taka á sig persónulega ábyrgð fyrir þetta risa láni til þíns félags Fons ehf. sem síðar var svo notað til að endurgreiða Fl group þessar 2.870.000.000 krónur? Og ekki má gleyma vini þínum Jón Ásgeir Jóhannessson hann tók líka á sig persónulega ábyrgð á þessu risa láni skv.ákæruskjalinu t (stjórnarmenn FL Group og Ragnhildur Geirsdóttir nefnilega hótuðu að kæra þetta til lögreglu eins og þú manst þegar millifærslan uppgötvaðist). Sé haft í huga Pálmi Haraldsson hvernig ''starfsmenn á plani'' hjá Kaupþing banka í Luxemborg plötuðu Sjeik AL tani og plötuðu líka Sigurð Einarsson og Hreiðar Már sem hafa nú verið dæmdir fyrir eitthvað sem þeir vissu ekkert um eða heimiluðu í Al Tani málinu hvet ég þig eindregið til að leita réttar þíns ásamt Hannesi Smárasyni og Jón Ásgeir Jóhannessyni það er ólíðandi að sjá hvernig þessir ''starfsmenn á plani'' hjá Kaupþing banka í Luxemborg hafa misnotað vald sitt og platað ykkur félagana í svona gerninga. 3. Hvernig fór þetta annars með þessar þúsundir milljóna króna sem Fons lánaði einhverjum huldumanni hjá Pace Associates félaginu í Panama ? Hefur þér tekist að finna þessar þúsundir milljóna króna sem hurfu þangað ? Og hvað með eiganda af Pace félaginu á Panama er hann fundinn ? Það er ljótt að stela frá grandalausu fólki, og legg ég til að þið þremenningar leitið réttar ykkar STRAX. Síminn hjá lögregluni er : 444-1000 Kveðja í bili. Jon Gerald Sullenberger


mbl.is Sakar ákæruvaldið um að leka gögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úr ræðu forseta ræfilsins í London, 3. maí 2005.

One of the crucial elements behind the Iceland's success story:

The sixth element. This is the formation of small groups of operators who work closely and strategically together, creating a fast-moving network of key decision makers who can close a deal quicker than those who are used to working within larger and more bureaucratic corporate structures.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2015 kl. 20:24

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Óvandaðir bankamenn gerðu allt hvað þeir gátu til að sverta mannorð Pálma, Jósn Ásgeirs og fleiri sómamanna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.1.2015 kl. 16:28

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Flottur pistill!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.1.2015 kl. 18:07

4 identicon

Góður pistill. Stendur þig vel í því að minna fólk á

hversu saklausir og góðir drengir þetta voru og eru.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 31.1.2015 kl. 12:44

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Pálmi hefur einhverra hluta vegna týnst í öllu fárviðri sökudólgaleitarinnar. Eitthvað er drengurinn Pálmi ótraustvekjandi, svo ekki sé meira sagt.

Það er ekkert til sem er alveg rétt eða alveg rangt. Það eru bara mismunandi sjónarhorn þeirra sem segja frá.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.1.2015 kl. 21:29

6 identicon

leitið

´´´´´´´´´´´´´´oli (IP-tala skráð) 1.2.2015 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband