Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur sagt af sér.

Til hamingju með þessar fréttir góða þjóð.  

Björgvin G. tilkynnti jafnframt að forstjóri Fjármálaeftirlitsins og stjórn stofnunarinnar hætti störfum. Þetta er góðar fréttir fyrir þjóðinna. Er ekki komin tími til að restin af ríkisstjórnini átti sig á því að hún er óhæf til að stjórna þessu landi.  Er ekki komin tími til að setja til hliðar það persónulegt Ego sem menn hafa á Alþingi og setja Íslensku þjóðinna í firsta sæti.  Eins tel ég ef  vinnufriður á að myndist hér heima þá þarf Davið að fara úr Seðlabankanum.

Nú þurfa allir að taka höndum saman og leggjast á eitt ÞAÐ ÞARF AÐ TAKA TIL HÉR HEIMA það þarf að kalla saman alla flokka leggja til hliðar þá flokks huggsun og setja eitt að markmiði RÉTTA VIÐ LANDIÐ OKKAR SEM ÍSLENDINGAR.  það þarf að fá menn úr viðskiptalífinu,verkfræðinga, hagfræðinga og aðra þá aðila sem geta lagt fram sína þekkingu til að  hjálpað til við að rétta landi okkar við. Það þarf að efla eftirlitstofnanir og ákæruvaldið í þessu landi ásamt því að endurskoða lög og reglur um bankastarfsemi í þessu landi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það þarf að efla eftirlitstofnanir og ákæruvaldið í þessu landi ásamt því að endurskoða lög og reglur um bankastarfsemi í þessu landi.

Lög og reglur eiga allavega ekki að vera [siðferðislega] slakari en í USA eða Great Britain.

Fjármálageirinn þarf að taka mið af þeim mörkuðum sem hann þjónar: er því alltof kostnaðarsamur [stór] fyrir markaði dvergefnahagssvæðisins Íslands. Niðurskurður á honum og skýrar gagnsæjar reglur minnka kostnaðarþörf fjármálaeftirlits sem ég kalla arðbæran styrk.

Ísland á að stýra/reka á Íslenskum efnahagsforsemdum það er að hámarka gróða allra í þágu þjóðarinnar.  Lönd sem þjást af auðlindaskorti og fólksfjölda hafi sínar efnahagsforsendur. Þjóðareinkarétturinn skapar forréttindi : gróðatækifærum þeirra sem verja hann. 

Sterk fyrirtæki [arðbær litið til langs tíma með raunverulegt eigið fé] á Íslandi með Dollar sem gjaldmiðil, geta á eigin forsemdum fengið lánað fé hjá Risabönkum viðskiptalanda sinna.

Við lifum ekki á gjaldmiðli heldur því sem hann tryggir[miðlar] okkur til neyslu og viðurværis.

Júlíus Björnsson, 25.1.2009 kl. 12:46

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála. Davíð átti að fara fyrir löngu en betra er seint en aldrei, nú fer hann ábyggilega bara í formannsslaginn hjá Sjálfstæðismönnum...

Vilborg Traustadóttir, 25.1.2009 kl. 12:54

3 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Kjarkur er að mistakast aftur, aftur og aftur , segja svo ég gat það þrátt fyrir allt og ég gerði ekkert rangt og segja svo af sér.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 25.1.2009 kl. 15:41

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mikið rétt. Við eigum nóg af góðu og hæfu fólki sem hingað til hefur ekki fengið tækifæri v/sérhagsmunagælsu flokkana.

Arinbjörn Kúld, 25.1.2009 kl. 20:30

5 Smámynd: Dexter Morgan

UTANÞINGSSTJÓRN. Enga samsuðu úr þessu flokkum sem nú eru á þingi. Nóg er til af hæfu fólki til að taka til hendinni fram að 9. maí.

Dexter Morgan, 25.1.2009 kl. 23:42

6 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Utanþingsstjórn???  Og hverjir eiga að vera í þeirri stjórn????

Katrín Linda Óskarsdóttir, 26.1.2009 kl. 08:00

7 identicon

utanþingsstjórn er bara eitt bullið hjá vinstri sauðunum,hvaða fólk á að vera þar? hvaða málefni ? hvaða lausnir? þetta kommalið er ekki með nein svör við neinu og hvað þá einhverjar lausnir. Getur einhver og ég skora á vinstri grama sérstaklega ,komið með lausnir á vandamálum líðandi stundar? Hvaða málefni hafið þið og hvernig verður vinnumálunum bjargað? Þeir eru froðusnakkar sem eiga íslandsmet í verðbólgu síðast( og vonadi í síðasta sinn)þegar þeir lugu sig til valda,verðbólgan var 130% og ekkert bankahrun eða útrásarvíkingar þá í gangi,bara hrein og bein kommastjórn og hennar rétta eðli.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband