Framlög og styrkir til Samfylkingarinnar árið 2006 fimmfölduðust frá árinu 2005

Í mars 2006 fór ég á fund til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þar fór ég yfir Baugsmálið og vinnubrögð þessara manna, og færði ég henni öll gögnin í málinu. Það síðasta sem ég bað hana var að hún og hennar fólk yrðu að lesa gögnin í málinu því þá myndu þau sjá hvernig Baugsmenn vinna og hugsa. Ég tjáði henni að ef Baugsmenn yrðu ekki stoppaðir mundu þeir setja allt hér heima á hliðina.

Það eina sem hún bað mig um var að ég myndi ekki fara með þennan fund okkar í fjölmiðla og tjáði ég henni að ég hefði engan áhuga á því enda gerði ég það ekki. Það eina sem vakti fyrir mér var að fræða hana og sýna henni vinnubrögð þessara manna því mér var nóg boðið og þar að auki þótti mér vænt um landið okkar og vildi ekki sjá það sem nú hefur skeð.

Nú er skýringin komin á því af hverju Ingibjörg hafðist ekkert var við.  Samfylkingin var keypt af Baugi Group.  

Menn sem þekkja vel til innan Samfylkingarinnar fullyrða við fréttastofu að milljóna styrkir hefðu ekki komið til án milligöngu eða vitneskju Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar höfðu forgöngu eða vitneskju um marga milljónastyrki sem flokkurinn fékk frá bönkum og eigendum þeirra árið 2006.

Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006sem voru hærri en kr. 500.000,-

     
Baugur Group hf.                                                         3.000.000        
FL Group hf.                                                                 3.000.000        
Glitnir                                                                           3.500.000                
Teymi ehf.                                                                    1.500.000

 

En ef við lítum á öll þau 48 félög sem voru skráð á Túngötu 6, en þar eru til húsa höfuðstöðvar Baugs Group á Íslandi þá veltir maður fyrir sér: Hafa einhver af þessum fyrirtækjum gefið styrk til Samfylkingarinnar og ef svo er hversu hár var hann? 

 

Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.

Heilbrigð skynsemi óskast


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sárnar sérlega 3 millj. frá FL group eins og þessi óskapnaður hét...............  Á aldraða ættingja sem keyptu reglulega hlutabréf í Eimskip, sem var þa´"gullegg þjóðarinnar" og hafði erft Eimskipafélagsbréf frá foreldrum sínum.

Allt er nú =0

PS; Þetta svokallaða FL gupp hefur stoið 2 til 3 kynslóða arfi! Hvernig getur það svo "stutt" stjórnmálaflokk (ekki bara xD um 30 millj) árið 2007?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 18:51

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er nokkuð viss um að þú höggvir nærri með það að styrkurinn frá Baugsveldinu var stærri og dreifður á þær fjölmörgu kennitölur, sem þeir höfðu undir sínum hatti. Það kemur væntanlega í ljós ef þeir opna bókhaldið fyrir styrkjum frá 400.000 eða jafnvel neðar. Það að þetta hafi komið svona upp við að opna aðeins á bókhaldið ætti að vekja kröfu um að allt verði opnað. Ef allt hefði verið normal og komið hafi í ljós að styrkir voru frá tiltölulega hlutlausum einstaklingum, þá hefði málið verið búið. Nú kemur annað í ljós og þessvegna skal hulan alveg af.

Þetta er gott dæmi um bananalýðveldið. Jafnvel í bandaríkjunum eru strangar takmarkanir á framlögum til flokka. Framhjá því er farið á þann máta m.a. að dreyfa styrknum á margar kennitölur. Hví ekki hér?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2009 kl. 22:56

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Mér finnst það vissulega óæskilegt að þessir fjármunir hafi komið frá þesum fyrirtækjum. Hinsvegar er það auðvitað enginn innistæða fyrir því að Samfylkingin gangi erinda Baugs eða hafi verið "keypt af Baugi Group".

Þú endurtekur sömu rulluna og Jónína Ben vinkona þín. Ykkur var þó allavega betur tekið hjá Styrmi Gunnarssyni, Kjartani Gunnarssyni og Jóni Steinari. Það er gott fyrir smáfuglana að hafa í einhver hús að venda.

Þar sem að allt á að vera upp á borðinu á þessum uppgjörstímum þá gætir þú upplýst um það hvort að "ónefndi maðurinn" sem vísað  var til í tölvupóstum hafi ekki verið Davíð Oddsson eins og alla grunaði.

Þannig átti Borgarnesræðan fyllilega rétt á sér að Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson skiptu fyrirtækjum upp í tvo hópa, góð og slæm, eftir því hvort þau væru í eigu "góðra" eða "vondra" kapítalista.

Þú varst nothæfur af því að þeir áttu harma að hefna, þar sem að Bónusverslanirnar höfðu rústað heildsalaveldinu, sem var fjárhagslegt bakland flokksins. En það hafði lík tryggt 40% lægri matvöru til neytenda. Það ber að þakka.

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.4.2009 kl. 23:28

4 Smámynd: Jón Gerald Sullenberger

Fyrirgefðu Gunnlaugur B. þú ert á miklum villigötum með þessar athugasemdir þínar. Ég hef oft sagt það hér að ég hef aldrei hitt Davíð Oddsson og aldrei hef ég kosið einn né neinn flokk, hættu að blanda mér saman við þetta ágæta fólk sem þú nefnir í athugasemd þinni. Borgarnesræðan átti ekki rétt á sér og allir þeir sem halda því fram ættu að hlusta á hana aftur þvílík skekja. Það skiptir reyndar ekki máli máli í dag skaðinn er skeður þökk sé meðal annars  Ingibjörgur Sólrúnu.  Svo skalt þú kynna þér málið áður en þú bullar svona steypu og ef þú heldur að 40% lægra matvöruverð sé hér á íslandi þá bið ég þig vel að lifa því þér er ekki viðbjargandi.  

Jón Gerald Sullenberger, 14.4.2009 kl. 23:48

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Blanda þér ekki saman við þetta fólk? Styrmir sagðist hafa verið að hjálpa þessum unga manni og útvegað honum lögmann, en það kom Baugsmálinu af stað. Jónína kom á tengslum þínum við Styrmir og lögmanninn. Síðan er nefndur maður sem beðin er að kippa í spotta og þetta hefur fólk álitið að væri Davíð Oddsson. Það vantaði herslumun að það tækist að upplýsa eitt stærsta pólitíska spillingarmál í sögu landsins. Samfylkingin talaði um nauðsyn þess að setja upp rannsóknarnefnd, en því miður varð ekki af því.

Ég var ekki að spyrja hvort þú hafir hitt Davíð Oddsson, heldur að spyrja hvort að þú gætir ekki staðfest að hinn valdamikli maður sem Styrmir nefnir til sögunnar hafi verið þáverandi forsætisráðherra. Það væru auðvitað stórtíðindi ef að það fengist að lokum staðfest að forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ritstjóri Sjálfstæðisflokksins og lögmaður Sjálfstæðisflokksins hefðu aðstoðað ykkur Jónínu að koma Baugsmálinu af stað. Slíkt hefði sannað mikilvægi Borgarnesræðunnar.

Varðandi matvælaverðið þá er ég að tala um lækkun matvælaverðs með tilkomu bónus verslanana. Álagning heildverslunar sem að þeir komust oft framhjá eða gátu krafist magnlækkunar er ekki undir 30-40%. Bónus er enn með lægsta vöruverðið og fyrir það geta neytendur vissulega verið þakklátir. Þeir þurfa ekkert að setja sig inn í það hvor er "verri" kapítalisti Jón Ásgeir eða Björgúlfur Þór. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.4.2009 kl. 00:13

6 Smámynd: Rauða Ljónið

Alls safnaði flokkurinn 45 milljónum króna árið 2006

Sumir meiga sukka aðrir ekki, sumir meiga segja ósatt aðrir ekki.

Allir eru þeir að sukka.

Frjáls framlög og styrkir til Samfylkingarinnar:

2001: 6.009.592

2002: 2.368.392

2003: 1.672.386

2004: 3.327.140

2005: 9.144.641

2006: 44.998.898

2007: 10.756.715 rétta tal er hér 38.725.421 http://www.rikisendurskodun.is/files/skyrslur_2009/samfylkingin.pdf

Þeir gefa þessa upp Sjá ársreikninga Samfylkingarinnar: rétta tal er hér´

Munurinn er. Ef ég legg saman Framlög einstaklinga og Framlög lögaðila á blaðsíðu 3, þá fæ ég út 38.725.421 . ekki 10.756.715

Hver segir satt eru það þeir sem vinna fyrir flokkinn ?

Ekki eftir þessu að dæma kanski er það RES.

Samfylkinginn er í djúpum skít,

skarni upp að eyrum.

Hvar er þessi heildar hít

falinn fyrir augum.

Spilling mikla stóra sé

sem fyrir sjónum falið.

Allt er komið í stóra steik,

samviskan töpuð týnd enda ónotuð.

Rauða Ljónið, 15.4.2009 kl. 00:31

7 identicon

Takk fyrir þetta. Sammála þér og Jóni Steinari hér ofan. Enn einn millusteinninn um háls Ingibjargar og Samspillingar.

Maður sér það kristaltært í dag, af hverju hún og Geir  göptu þegar Icesave og bankamálin komu upp. Og í staðin fyrir það að taka fyrstu vél út og biðja Breta og Hollendinga og umheiminn um að, í guðanna bænum að hjálpa okkur að ná þessum glæponum og peningunum. Þá reyndu þau að þegja það í hel. Sennilega vissu Bretar þegar um tengingar stjórnar D og S við bankana. Er það furða að þeir hafi sett á okkur hryðjuverkalög. Það er jú gert við stjórnir landa sem stela og styrkja glæpastarfsemi!

P/S. Vertu ekkert að elta ólar við Gulla hann er svo forfallinn Samspillingarmaður að hann heldur enn, að Imba sé hrein mey. Og flokkurinn með.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 03:37

8 identicon

Svaraðu SPURNINGUNNI hjà Gunnlaugi ef þù þorir Jòn ,kanski ekki alveg hreint mjöl ì pokanum??????

Sannleikurinn er sagna bestur (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 07:45

9 identicon

Ekkert svar:: Hum.

Jòhann àsgeir jònsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:26

10 Smámynd: Jón Gerald Sullenberger

Ekki svaravert Jóhann Ásgeir þar sem menn eru ekki málefnalegir því miður

Kveðja Jón Gerald

Jón Gerald Sullenberger, 15.4.2009 kl. 15:22

11 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Og hvað með auglýsingareikningana sem voru felldir niður hjá 365 og Fréttablaðinu? Ætli það losi ekki einhverjar milljónir ef ekki tugmilljónir? Ekki einkennilegt þótt sumir hafi sett sig meira upp á móti margumtöluðu fjölmiðlafrumvarpi en aðrir.

Ef einhver skipti fyrirtækjum í 2 hópa þá var það ISG. Lesið bara Borgarnesræðuna.

Emil Örn Kristjánsson, 15.4.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband