Tilfærslur eigna úr búi Baugs. Er LOGOS lögmannsstofan hæf til að taka á þessu?

Strax eftir að þær fréttir bárust að LOGOS lögmannstofan hafi tekið að sér þetta vandasama verkefni þá setti ég þessa bloggfærslu inn hér fyrir neðan.

Var það gert til að vara við þeim vinnubrögðum sem ég þekki til innan höfuðstöðva Baugs Group. Þessir aðilar eru siðlausir og munu gera allt til að komast undan því að þurfa að bera ábyrgð og greiða til baka þær fjárhæðir sem þeir skulda íslensku þjóðinni.

Nú er það að koma fram sem ég hafði miklar áhyggjur af og þess vegna er það svo mikilvægt að sá skiptastjóri sem tekur að sér það verkefni að gæta eignir búsins sé algjörlega hlutlaus öllum málsaðilum en því miður þá er ekki hægt að segja það með Lögmannsstofuna LOGOS.

Ég skora á lögmenn og aðra þá aðila sem geta komið að þessu máli fá þessu rift og nýir aðilar sem ekki eru tengdir til að taka þetta stóra þrotabú að sér.

Orðið á götunnier að tengsl lögmannsstofunnar Logos við Baug og önnur félög Jóns Ásgeirs Jóhannessonar séu nánari en fram hefur komið. Þessi tengsl vekja spurningar um hæfi starfsmanns á lögmannsstofunni til að fjalla á óhlutdrægan hátt um þá gífurlegu fjárhagslegu hagsmuni sem í húfi eru þegar Baugur er tekinn til skipta.

 

Eftirfarandi má lesa (enn) á heimasíðu Baugs Group:  http://www.baugurgroup.is/Um-Baug-Group/Starfsfolk

Kristín Þorsteinsdóttir starfar sem verkefnastjóri á Kynningarsviði Baugs. Kristín hóf starf hjá Baugi í október 2007 og sér um verkefni tengd samfélagslegri ábyrgð Baugs.  Kristín hefur undanfarið starfað sem fjölmiðlafulltrúi Baugs Group.

 

Kristín Þorsteinsdóttir er eiginkona Skafta Jónssonar.  Skafti Jónsson er bróðir Gests Jónssonar .. en Gestur Jónsson er lögmaður Jóns Ásgeirs.  Skafti Jónsson og kona hans eiga son,  hann heitir Jón Skaftason.

http://www.logos.is/Index/Starfsfolk/Sjananar//115

Hjá LOGOS starfar Jón Skaftason, laganemi sbr. eftirfarandi uppl. af heimasíðu LOGOS, en ekki skal sagt neitt um það hvursu algent það er að laganemar séu ráðnir hjá stofum eins og LOGOS.

(faðir Skafta og Gests var Jón Skaftason fyrv. sýslum.).

 

Græðgi þessara manna hefur eyðilaggt orðstír heillar þjóðar.

Heilbrigð skynsemi óskast


mbl.is Tilfærslur eigna úr búi Baugs rannsakaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna tek ég undir með þér,allstaðar sem nafn Gests Jónssonar kemur við , að þá er vafamál á ferðinni.Las það einhverstaðar í blaði sennilega DV,að sá sem fyrir skilanefnd Baugs fer,er nýbúinn að færa allar eignir sínar yfir á konu sína.Hann var einmitt spurður hversvegna hann hafi gert þetta ,en hann svaraði að engum kæmi það við hans persónulegu mál.  Svoldið gruggugt er það ekki?  Það er velsjáalnleg vanhæfni þessarar stofu LOGOS að sjá um uppgjör á eignum Baugs,víða má lesa um vanhæfni þessara aðila sem nú sitja þar í Baugsbúinu.Veit ég vel að Gestur Jónsson er ekki að mínu viti í skilanefndinni,,,en,,en,,en  fingraför hans eru víða.

Númi (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 13:39

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Alltaf verið AUGLJÓST að LOGOS átti aldrei að fá að koma nálægt málefnum Baugs, en "hei - þetta er Ísland - ótrúlegt samfélag - siðblinda & hræsni allstaðar", enda erum við sem þjóð rúin trausti á alþjóðlega leiksviðinu.

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 13.4.2009 kl. 13:55

3 Smámynd: ThoR-E

Er þetta ekki bara sama með bankana. Þegar kom í ljós að bankinn væri að fara á hausinn ... að fluttu eigendurnir ekki milljarða úr bankanum yfir á einkareikninga í skattaskjólum.

Siðlausir glæpamenn!

ThoR-E, 13.4.2009 kl. 14:32

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

og hver skipaði svo skiptarstjóra í þessu máli.....???

Ómar Bjarki Smárason, 13.4.2009 kl. 17:06

5 Smámynd: Jón Gerald Sullenberger

Sæll Ómar Bjarki sá sem skipaði skiptarstóra í þrotabú Baugs er eingin annar er sérstakur Baugs dómar Arngrímur Ísberg.

Jón Gerald Sullenberger, 13.4.2009 kl. 17:36

6 Smámynd: Hörður Einarsson

Það lá að, að svo væri.

Hörður Einarsson, 13.4.2009 kl. 17:58

7 identicon

Hvað finnst mönnum um það að Gaumur sé kröfuhafi í þrotabú Baugs (hugsanlega fleiri félaga). Hvernig eignaðist Gaumur sínar eignir ??? Voru þetta ekki allt saman gjafir (eignatilfærlsa fasteigna) frá Baugi ???

MM (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 22:12

8 identicon

Það er í raun hneyksli og ekkert annað, að lögmannsstofunni Logos leyfist að fara með þetta vand með farna verkefni.

Stefán (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 10:26

9 identicon

Æji Jón Gerald nú finnst mér þú farinn að líkjast Oliver Stone helst til of mikið með samsæriskenningarnar. Þó að Jón Skaftason hafi unnið sér það til miska að vilja verða lögmaður, þá er algjör óþarfi að ásaka þann unga mann um að hafa eitthvað óhreint í pokahorninu. Aumingja drengurinn velur sér varla foreldra, og ég tel að samsærið sé ekki svo útpælt að láta son fjölmiðlafulltrúans fara að vinna hjá Logos ef ske skildi að einhver á þeirri stofu skildi gerður skiptastjóri Baugs. Sem nota bene Baugsmenn voru að vonast til að myndi lifa af fram á síðustu stundu.

Held að þú ættir að fara varlega í að efast um heiðarleika og mannorðs Jóns Skaftasonar vegna fjölskyldutengsla hans, ef að það er viðmiðið þá eru allir íslendingar vanhæfir enda þjóðin svo nátengd.

Vilhelm (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 11:01

10 Smámynd: ThoR-E

Tengsl við Baug... í svona stóru máli .. að þetta ætti að endurskoða.

Spurning um vanhæfi.

ThoR-E, 14.4.2009 kl. 13:00

11 Smámynd: Jón Gerald Sullenberger

Sæll Vilhelm ekki er ég að ásaka Jón Skaftason um eitt né neitt enda þekki ég ekki manninn neitt. Það sem ég er að benda á er að LOGOS er ekki hlutlaus Baugi Group og þar að leiðandi ekki rétt að þeir taki að sér svona  stórt og alvarlegt mál sem þetta þrotabú er.

Kv Jón Gerald

Jón Gerald Sullenberger, 14.4.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband