15.2.2009 | 22:56
Að lána þrjá milljarða í íbúða kaup.
Maður spyr sig á hvaða lyfjum voru þessir stjórnendur Landsbankans þegar þetta lán var afgreitt. Það fer ekki mikið fyrir þessari frétt í blöðum landsmanna en þetta er náttúrlega algjör geggun. Er fólk að átta sig á því þetta er þrír milljarðar það eru 3000 milljónir ef þetta er ekki siðblinda á hæsta stigi þá veit ég ekki hvað annað það gæti verið. Hvað var Sigurjón Árnason bankastjóri Landsbankans að huggsa, ég er enn að reyna skilja þetta. Það er ótrúlegt að lesa svo Baugsblöðin það eina sem í þeim er, er Davíð Oddsson þetta og Davíð Oddsson hitt er ekki meira vit í því að spyrja tildæmis Sigurjón hvað gekk eiginlega á í bankanum undir hans stjórn. Nú er verið að tala um að spara í Heilbrigðiskerfinu einhverja milljarða það er dropi í hafi miða við þá tugi eða hundruð milljarða sem munu tapast á útlánastarfsemi íslensku bankana til Baugs fyrirtækjana '' Project Sunrise" sem er víst sérstakt félag (eitt í viðbót við öll hin) er ekki komið nóg af félögum en það félag á víst að sjá um endurreistnar Baugs. Nú segi ég bara ''Hlevítis fokking fokk''
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:11 | Facebook
Athugasemdir
Þeir voru á kókaíni. Og á " flottum stelpum" líka. Vissirðu það ekki? Nema þú hafir ástæðu til að þora/vilja ekki að segja það..
Hafðu alla mína virðingu fyrir að "sprengja" þessa Baugsmenn í loft upp..þó því hafi fylgt óþægindi fyrir þig sjálfan.
Er með smá infó... oskar.evropa@gmail.com
Óskar Arnórsson, 16.2.2009 kl. 02:55
Það er allt bara svo með ólíkindum hvernig fámennur hópur hefur getað mjólkað bankana og stofna allskyns félög um ekki neitt. Þetta eru skuggalegar tölur. Já, heilbrigðiskerfið mun blæða fyrir þetta eins og allt samfélagið. Heilbrigiðiskerfið er þó sá hluti sem má ekki svelta undir neinum kringumstæðum. Nú mun aldrei sem áður verða sótt til þess vegna ástandsins. Það er sannað að aukinn heilsubrestur fylgir auknu atvinnuleysi. Það sjá stéttarfélög í gegnum árin með auknum greiðslum úr sjúkrasjóðum félaganna. Svo koma svona frjálshyggjupostular eins og Guðlaugur Þór og vill einkavæða heilbrigðiskerfið og vill samvinnu við Bandaríkin!!!! Ha, ha, ha, þetta er það aumasta sem ég hef heyrt. Bandaríkjamenn eru með heilbrigðiskerfi sem er í molum, þeir eru að reyna að snúa því til betri vegar. Hvað eigum við að læra af þeim????? VIÐ MEGUM ALDREI FARA SVO MIKIÐ SEM EITT SKREF Í ÁTT AÐ ÞEIRRI FIRRINGU! Faðir hefur búið í USA í tæp 30 ár. Hann heldur út bloggsíðu hér á mbl. og reynir að vekja athygli almennings á því hvað það þýðir, slóðin er www.leitandinn.blog.is . Vonandi verðum við aldrei svo vitlaust að feta í fótspor Bandaríkjamanna í skipulagningu heilbrigðiskerfisins.
Sigurlaug B. Gröndal, 16.2.2009 kl. 10:25
Það er faðir minn Páll Gröndal tónlistarkennari sem hefur búið úti í USA í 30 ár. Það vantaði inn í textann.
Sigurlaug B. Gröndal, 16.2.2009 kl. 10:27
Jón Gerald - ég veit þú hatar Jón Ásgeir - en það gefur þér ekki rétt til að ljúga endalaust upp á hann. Hér ertu bara að vitna í eitthvað slúður sem hvergi hefur verið staðfest. Project Sunrise er ekki nýtt félag heldur verkefnaheiti. Baugsmiðlar eru ekkert meira að velta sér upp úr Davíð Oddsyni en aðrir miðlar. Eins og til dæmis Time sem setti Dabba í topp 25 lista yfir skúrka hrunsins. Svo ættirðu að sýna sóma þinn í að fjarlægja skítakomment eins og þetta frá Óskari hér fyrir ofan.
fyrrverandi bankamaður (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 10:36
Nei, fólk er ekki að fatta upphæðirnar enda eru þær allar orðnar svo geggjaðar að maður er hættur skynja þessar tölur. Einn aðili er með 105 milljarða í yfirdrátt, auk þess með hundruði milljarða í lán. Annar fær 3 milljarða í lán til að versla íbúð, starfsmenn banka fá 50 milljarða í lán sem stóð til að afskrifa og fella niður ábyrgðir, bankar lána tugi milljarða án veða til að kaupa í sjálfum sér, bankar svíkja út úr saklausum almenningi erlendis hundruði milljarða sem hverfa, auk þess er talið að bankarnir hafi stungið undan 7-9 þúsund milljörðum út úr hagkerfinu og það segja hagfræðingar. Er furða þó almenningur á íslandi sé dofin?
Arinbjörn Kúld, 16.2.2009 kl. 10:58
fyrrverandi bankamaður! Af hverju ertu fyrrverandi? Etu kanski einn af þeim sem var mútað? ;)
Jón Gerald er EKKI að ljúga upp á neinn og ekki þekktur fyrir að hata neinn heldur.
Aftur á móti hikar Jón Ásgeir ekki við að ljúga ef það passar honum og hann græðir eitthvað á því..
Skrifaðu síðan undir nafni heigull!
Óskar Arnórsson, 16.2.2009 kl. 14:08
Arinbjörn Kúld!
Þú hefur algjörlega rétt fyrir þér. Ég var reyndar bara með staðfestingu á 5 - 6 þúsund milljarða svik, enn þín tala getur alveg passað líka.
Hrifin af þessu kommenti hjá Sigurlaugu. Ætla að skoða þess a síðu www.leitandinn.blog.is. Þetta er áhugavert..Takk fyrir tipsið Sigurlaug!
Óskar Arnórsson, 16.2.2009 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.