Ungir og menntaðir (siðlausir) en án reynslu réðu í bönkunum nær öllu.

Þetta er ághugaverð grein sem birt var í Morgunblaðinu á blaðsíðu 12 í dag. Reynsluleysi, (siðleysi en það vantaði eða vonandi gleimdist í greinini) og áhættusækni hrjáðu bankana og flesta þá stjórnedur sem voru á ofurlaunum sem samrýmdist þeirra þekkingu og ábyrgð sem á þá var lagt. Það er allavega það sem þeir tjáðu þjóðinni og hún því miður tók þá trúanlega og það bókstaflega. Eitt vitum við allavega í dag að þetta var ekki allt rétt og það er þetta með ÁBYRGÐINA hún er eingin þeir eru allir farnir til London og búa þar á yfirdrættinum sem þjóðinn þarf nú að borga. Það er ótrúlegt að eitt fyrirtæki hér á Íslandi hafi tekist að ryksuga nánast allt lausafé úr öllum bönkum og lánastofnunum landsins og skiptir ekki máli hve stórir eða smáir þeir voru það er allt farið. Byr tómur, Sparisjóðurinn tómur, VBS tómur og svo má lengi telja. Var öll þjóðinn með glampa í augunum yfir Baugi og Jón Ásgeiri og öllu því bulli sem þeir stóðu fyrir á síðastliðinum 3 til 5 árum.  Hvað var eiginlega í gangi hér heima?  Ég bara spyr.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Megum síðan ekki gleyma stóru myndinni, krabbameinið er alþjóðlegt.

Georg P Sveinbjörnsson, 15.2.2009 kl. 17:44

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þegar ég kom með grein til birtingar í Mogga, líklega 2001 þá sagði Magnús Finnsson blaðamaður; "hversvegna þarf að vera með þessa andstöðu gegn Baugi".

Hann hefur fengið svörin undanfarnar vikur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.2.2009 kl. 18:53

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Nú þegar búið er að ormahreinsa Alþingi og unnið er að endurnýjun lýðræðis á Íslandi, virðist eitthvað eyra af óværunni í fjármálakerfinu.  Ljótt er frá því að segja að jakkafataklæddu, vatnsgreiddu Verslóstrákarnir á ofurdýru jeppunum sínum ráða enn fyrir fjármálaheiminum.  Þeir mynda lítinn hulduher sem fer sínu fram og leika sér með fjármuni fólksins. Ég á engin hlutabréf og hef aldrei átt. Mér lærðist snemma að það sem gildir er það sem klingir í vasanum þínu eða er í grautarskálinni. Í dag er ég skítfátækur nemi í útlöndum sem hef þurft að taka á mig fjármálaáfallið harðar en þeir sem áttu hlutabréf. Hlutbréf eru "peningar sem fólk á umfram" það sem er í veskinu og tilheyrir venjulegum lífeyrissparnaði. Slíkt hef ég ekki átt. En eftir efnahagshrunið hefi ég þurft að taka á mig afföl í gjaldeyrisskráningu, aukinn "kostnað" bankanna við millifærslu og fjármagnstekjuskatt (á bankareikningi mínum).  Lánasjóður íslenskra námsmanna LÍN neitar að verða við ósk minni á neyðarláni - telur í röksemdarfærslu sinni að ég hafi ekki fremur en aðrir nemar erlendis tekið á mig neina "skerðingu". 

Bak við allt þetta sitja svo jakkafataklæddur viðskiptafræðingarnir og híja á okkur. Þetta er ungir strákar sem hafa enga starfsþekkingu, lifa í fjármáladraumaheimi þar sem peningar eru leikmunir rétt eins og líf fólks. Þessir strákar (og stelpur) hafa enga starfsreynslu, enga forþekkingu, engan þekkingu á eðli markaða og viðskiptahefðum. Gömlum vísum starfsmönnum banka og fjármála kerfið var kastað út, úreldir. Þekkingin erfðist þannig ekki áfram til næstu kynslóða.

Ég veit ekki lengur hvernig ég á að komast í gegnum mánuðina fjárhagslega. Ég sé ekki nema mánuð fram í tímann í senn og langtímaplön er vonlaust við þetta ástand að gera. Þetta etur mann að innan.  Ég veit ekki hvert lengur maður á að biðja um styrki.

Það eru ekki til neinir lengur sem geta styrkt námsmenn!  Ertu til einhverjir sæmilega stæðir "partrónar" sem vilja styðja þakkláta námsmenn?  

Líklega ekki heldur neinir sem vilja styðja námsmenn einmitt yfir því hvernig námsmenn fyrri ára hafa hegðað sér! 

Baldur Gautur Baldursson, 16.2.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband