8.3.2009 | 19:32
Til hamingju með daginn Silfur Egill.
Silfrið hans Egills í dag var enn aftur magnaður og hápunkturinn var auðvitað viðtalið við Evu Joly, rannsóknardómara. Eva talaði um frystingu eigna og haldlagningu þeirra og það STRAX hún minntist ekki á að það væri brot á mannréttindum enda allta annað væri brjálæði. Síðan sagði hún að ef almenningur fengi ekki að vita sannleikann og réttlætinu væri ekki fullnægt væri útilokað að sáttmáli samfélagins héldist við verðum að fá SANNLEIKANN UPP Á BORÐIÐ OG ÞAÐ StRAX. Í Lokin sagði hún að réttlæti væri grundvallaratriði fyrir fólkið í landinu okkar og til að búa í sátt sem þjóð væri sannleikurinn nauðsynlegur, traustið byggðist á þessu tvennu '' réttlæti og sannleika'' ÉG tók eftir því að hún minntist ekki einu orði á Davíð Oddsson hefði einhvað með þetta að gera.
Góða Kvöldstund.
7.3.2009 | 11:22
Hallo hvar var fjármálaeftirlitið
Hvernig er hægt að láta þetta fara fram hjá sér við erum að tala um 500 þúsund milljónir 500.000.000.00 ég skil ekki svona tölur. Hér er verið að lána eigendum Kaupþings þessa peninga og maður bara spyr sig HVAR VAR FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ allan tímann.
''Helvítis fokking fokk''
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
7.3.2009 | 00:39
Krosseignatengsl skoðuð í hinni íslenskri spilaborg sem hrundi fyrir skemmstu. YouTube myndbandið Desember 2008
Er fólk hissa að allt sé hrunið hér heima? Það þarf ekki Dani eða Breta til að segja okkur að þetta var allt tóm Steypa og gat bara endað á einn veg.
Græðgi þessara manna hefur eyðileggi orðstír heillar þjóðar.
Góða kvöldstund.
6.3.2009 | 20:38
Lánuðu sjálfum sér milljarða "Græðgi er góð." sagði Hreiðar Már Sigurðsson ,forstjóri Kaupþings banka
Ekki ætti þetta að koma neinum á óvart bara ef þjóðinn hefði hlustað. Jónína Ben skrifaði grein í Morgunblaðið 19. mars 2005. '' Ef menn stunda bókhaldsglæp'' og önnur nokkuð góð sem birt var í Morgunblaðinu 01. júní 2005. '' Græðgin endalausa '' og svona má lengi telja, á þessum árum hlustaði eingin því það var svo gaman að taka þátt í þessu sukku og allt var túlkað sem öfund og hatur bara ef blessuð þjóðinn hefði hlustað einu sinni.
Græðgi þessara manna hefur eyðileggi orðstír heillar þjóðar.
![]() |
Lánuðu sjálfum sér milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
"Hagnaður kemur alltaf fyrst," sagði Hreiðar Már Sigurðsson ,forstjóri Kaupþings banka, á fundi í Kaupmannahöfn fyrir viku (byrjun júní 2005). Við sjáum hvaða árangur það hefur borið fyrir íslenskt atvinnulíf. Í ljósi þess er hægt að segja: "Græðgi er góð."
Þessi grein Björgvins Guðmundssonar var birt í Fréttablaðinu 10. júní 2005. Eina og allir vita þá er þetta málgagn í eigu Jón Ásgeir Jóhannessonar og fjölskyldu og niðurgreitt af Bónus og félögum tengdum honum í formi auglýsinga eins og sjá má í dag.
"Græðgi er góð," sagði Michael Douglas í frægu hlutverki sem bisnessmaðurinn Gordon Gekko í kvikmyndinni Wall Street árið 1987. Vísaði hann til þess að græðgin skildi hismið frá kjarnanum og fangaði undirstöðu framþróunar mannsandans. Græðgin væri ekki bara til góðs í viðskiptum heldur einnig í leitinni að betra lífi, ást eða þekkingu. Græðgin hefði markað framfarir í mannkynssögunni og myndi hjálpa fólki jafnt sem fyrirtækjum.
Vafalaust eru margir ósammála Gordon Gekko um að græðgin sé góð. Hins vegar má segja að sannleikskorn leynist í orðum hans að því gefnu að græðgi eins manns verði ekki til þess að brjóta á rétti annars. Græðgin leysir úr læðingi kraft sem getur drifið fólk áfram á sínu sviði. Við getum talað um græðgi til að ná árangri. Þótt orðið hafi yfir sér neikvæðan blæ má ekki sjálfkrafa afskrifa græðgina sem neikvæða í fari fólks. ''
Nú vitum við hvaða myndefni þessir útrásar eða öllu heldur hringrásar víkingar voru að horfa á þegar allt var keyrt hér í þrot.
Er ekki frekar hægt að segja að græðgi eyðileggi orðstír manna og kanski heillar þjóðar.
5.3.2009 | 22:51
Kastljós að standa sig, EKKI BENDA Á MIG.
Ég tek ofan fyrir kastljósi og því góða fólki sem þar starfar. Þátturinn í kvöld var frábær. Umræðan með forseta ykkar, hurðaopnara fjárglæframanna og klappstýra auðdónanna, Ólafi Ragnari Grímssyni. Hann situr enn á Bessastöðum með 32% atkvæði þjóðarinnar á bak við sig og sendir frá sér skilaboð sem allt er tómur misskilningur að hans eigin sögn. Það eina sem vantaði í þá umræðu var að Sigurður G Guðjónsson lögmaður er mikill vinur Óla og ef ég man rétt þá var hann kosningastjóri hans og bar ábyrgð á því að koma honum þar fyrir. Kaflinn sem kom á eftir með úrklippum af fjárglæframönnum og auðdónum EKKI BENDA Á MIG var stórkoslegur og sýnir hvað þessir menn vor sýktir af siðblindu ekkert af þessu kom þeim við. Ég mæli eindregið með að allir gefi sér tíma í að horfa á Kastljós í kvöld.
Góða kvöldstund.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.3.2009 | 02:10
Viðtalið við Kenneth Rogoff á Rúv í kvöld.
Í kvöld var vital við Kenneth Rogoff á Rúv. Bogi Ágústsson var með þennan flotta mann í frábært viðtal og mæli ég með að allir horfi á þennan þátt. Mr Rogoff er prófessor í hagfræði við Harvard háskóla eins vann hjá Seðlabanka Bandaríkjana og Alþjóðabankanum. Ég vona bara að nú hlusti loks þjóðinn og taki þeim ábendingum sem hann leggur þar fram, við ættum allavega að vera búinn að læra að betra er að hlusta á fagfólk sem komið hefur með ábendingar en stinga hausnum í sandinn eða öllu heldur snjóskaflinn eins og dagurinn í dag er búinn að vera. Við meigum ekki alltaf halda því fram að við séum best og kunnum allt best og að Ísland sé nafli alheimsins, það hefur alla vega ekki verið mjög farsælt eins og sagan hefur sýnt okkur.
3.3.2009 | 01:27
Endurreisnarnefnd flokkana
Maður les það og sér í fréttum að tveir flokkar á Íslandi eru að vinna að endurreisn eða öllu heldur einhverskonar naflaskoðun á flokknum sínum. Ekki er hægt að segja það sé að gerast hjá þeim flokki sem bar alla ábyrgð á bankahruni landsins og þeim náttúruhamförum sem yfir þessa þjóð hefur gengið. Hroki og yfirgangur forsætisráðherra er með eindæmum, nú kemur formaður Framsóknarmann fram, honum er nóg boðið. Segir að ríkisstjórnin hafi ekki uppfyllt þau skilyrði sem Framsókn setti til að verja stjórnina vantrausti. Of mikið ráðherraræði sé miðað við minnihlutastjórn, og stjórnin hafi dregið lappirnar í veigamestu málum. Og til að gera hlutina enn tortryggilegri eru stöllurnar tvær Jóhanna og Bónus Bogga búnar að senda út þau skilaboð hver sé skipstjórinn í þeirra flokki og hinn almenn flokksmaður hefur ekkert með það að segja. Er ekki komið nóg af þeim hroka sem gengið hefur yfir þessa blessuðu þjóð. Hvað þarf meira til að þetta fólk átti sig á því
NÚ SÉ KOMIÐ NÓG.
1.3.2009 | 16:29
Of seint að grípa um rassinn þegar kúkurinn er kominn í buxurnar.
Það er með ólíkindum að lesa Moggan í dag að Ingibjörg Sólrún eða eins og ég kalla hana Bónus Bogga skuli ekki finna það hjá sjálfri sér að stíga til hliðar og leyfa þá hreinsun sem nú stendur yfir hér heima.
Hún ber nefnilega mun meiri ábyrgð á málum en sumir vilja halda fram. Ég fór og hitti hana í byrjun 2006, lét hana fá öll gögnin í Baugsmálinu og bað hana að lesa þau og kynna sér vel því þar myndi hún sjá hvernig þessi menn vinna og huggsa því ef þessir menn verða ekki stoppaðir þá munu þeir setja þessa þjóð á hliðina. Það eina sem frá henni kom var að byðja mig að fara ekki með þennan fund okkar í fjölmiðla þar sem fram undan væru alþingiskosningar 2006.
Ég ætla að taka mér það bessa leifi að birta kafla sem skrifað var á eina af blogg færslum mínum.
'' Í efnahagsuppgangi elítunnar (ekki okkar) tóku fyrverandi og núverandi ráðamenn sér stöðu með útrásarvíkingunum og bankaræningjunum. Í efnahagshruninu tóku líka stöðu með þessu glæpahyski. Bæði Geir, Ingibjörg og fl. ásamt Pétri Blöndal (fóstra Bjarna Ármanns....stráksins með eldspíturnar), tóku sér stöðu með þessu glæpahyski. Þau gerðu það með því hafa það á orði að við skyldum ekki leita sökudólga í þessu mesta peningaráni íslensks samfélags fyrr og síðar.
Þannig voru það bæði Geir og Ingibjörg sem strax stigu fram í aðdraganda bankahrunsins og vörðu útrásarvíkingana með heimskulegu orðavali sínu. Það voru þau sem vildu ekki sakbenda þá en settu þá, þess í stað, alla þjóðina á sakamanabekk frami fyrir alþjóðasamfélaginu. Þetta er ástæða þess alþjóða samfélagið treystir okkur ekki lengur. Þetta er ástæða þess að reiði almennings hefur beinst gegn stjórnmálaleiðtogum okkar og fyrri ríkisstjórn en ekki útrásarvíkingunum. Þetta er dapurleg staðreynd, en svona er það nú samt. Staðreyndin er nefnilega sú að gullfiskaminni þjóðarinnar nær ekki lengra en dynjandi áróðurinn hverju sinni. ''
Það eina sem þjóðinn á eftir að gera er losa sig við forseta ykkar, hurðaopnara fjárglæframanna og klappstýru auðdónanna, Ólafi Ragnari Grímssyni. Hann situr enn á Bessastöðum með 32% atkvæði þjóðarinnar á bak við sig og sendir frá sér skilaboð sem allt er tómur misskilningur að hans eigin sögn.´
Þá first er hægt að búa til gott NÝTT ÍSLAND.
![]() |
Ingibjörg býður sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 3.3.2009 kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.3.2009 | 15:05
Conspiracy of fools. Sönn saga um Bónus á íslandi.
Í kvöld verður Rúv með heimildarmynd sem eingin má missa af ENRON OG ALLIR SNILLINGARNIR. En hún er byggð upp úr bók sem heitir CONSPIRACY OF FOOLS, Ég las þessa bók 2005 þegar hún kom út og átti ég erfitt með að sjá ekki sömu mynd sem í henni var og það sem var að gerast á þessum tíma hér heima. Þegar ég kom heim til Íslands út af Baugsmálinu 2005 þá tók ég eintak af þessari bók í hljóðdiskaformi og gaf Sveini Ingiberg Magnússyni lögreglufulltrúa hjá Ríkislögreglustjóra og sagði að hann ætti að hlustaðu á þetta þá skildi hann hverning þessir menn vinna og huggsa sem hann væri að ransaka.
Ég tel að hér heima þurfi að setja lög eins í Bandaríkjunum þar sem stjórnarmenn fyrirtækja skrifa undir yfirlýsingar þess eðlis að þeir persónulega samþykki uppgjör og um leið staðfesta lögmæti bókhaldsgagna fyrirtækja sem þeir reka og sjórna. Persónulegir hagsmunir stóru fyrirtækjana, bankamanna og endurskoðendanna hér á Íslandi eru gríðarlegir, þannig að það er mikið atriði að þeir sjálfir beri ábyrgð fyrir því að ekki sé verið að KOKKA bókhaldið og kynna þannig væntanlegum hluthöfum og þjóðinni upplognar og falsaða mynd af rekstri og stöðu fyrirtækja hér heima.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)