Conspiracy of fools. Sönn saga um Bónus á íslandi.

Í kvöld verður Rúv með heimildarmynd sem eingin má missa af ENRON OG ALLIR SNILLINGARNIR. En hún er byggð upp úr bók sem heitir CONSPIRACY OF FOOLS, Ég las þessa bók 2005 þegar hún kom út og átti ég erfitt með að sjá ekki sömu mynd sem í henni var og það sem var að gerast á þessum tíma hér heima. Þegar ég kom heim til Íslands út af Baugsmálinu 2005 þá tók ég eintak af þessari bók í hljóðdiskaformi og gaf Sveini Ingiberg Magnússyni lögreglufulltrúa hjá Ríkislögreglustjóra og sagði  að hann ætti að hlustaðu á þetta þá skildi hann hverning þessir menn vinna og huggsa sem hann væri að ransaka.

Ég tel að hér heima þurfi að setja lög eins í Bandaríkjunum þar sem stjórnarmenn fyrirtækja skrifa undir yfirlýsingar þess eðlis að þeir persónulega samþykki uppgjör og um leið staðfesta lögmæti bókhaldsgagna fyrirtækja sem þeir reka og sjórna. Persónulegir hagsmunir stóru fyrirtækjana, bankamanna og endurskoðendanna hér á Íslandi eru gríðarlegir, þannig að það er mikið atriði að þeir sjálfir beri ábyrgð fyrir því að ekki sé verið að KOKKA bókhaldið og kynna þannig væntanlegum hluthöfum og þjóðinni upplognar og falsaða mynd af rekstri og stöðu fyrirtækja hér heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sá eimitt heimildamynd um þetta fyrir um 2 árum, sem hét Smartest Guys in the Room og benti fólki á að verða sér út um hana, því það var margt hróplega líkt í tíðarandanum hér. Ætli þetta sé sama myndin.  Merkilegt þá að RÚV skyldi ekki hafa tekið fyrr við sér.  Tel víst að Dabbi hafi séð þá mynd, því honum var tamt að nefna ENRON í sambandi við bóluna hér.  Hon er ekki alls varnað.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2009 kl. 15:34

2 Smámynd: Ómar Ingi

Þetta er Must See kvikmynd

Ómar Ingi, 1.3.2009 kl. 16:00

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ætli Kleptocracy  eða Þjófræði sé ekki það stjórnskipulag, sem fellur best að íslenskri stjórnskipan síðustu ára. Við lestur á skilgreiningu á því á Wikipedia, virðist það falla eins og flís við rass.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband