Endurreisnarnefnd flokkana

Maður les það og sér í fréttum að tveir flokkar á Íslandi eru að vinna að endurreisn eða öllu heldur einhverskonar naflaskoðun á flokknum sínum. Ekki er hægt að segja það sé að gerast hjá þeim flokki sem bar alla ábyrgð á bankahruni landsins og þeim náttúruhamförum sem yfir þessa þjóð hefur gengið.  Hroki og yfirgangur forsætisráðherra er með eindæmum, nú kemur formaður Framsóknarmann fram, honum er nóg boðið. Segir að ríkisstjórnin hafi ekki uppfyllt þau skilyrði sem Framsókn setti til að verja stjórnina vantrausti. Of mikið ráðherraræði sé miðað við minnihlutastjórn, og stjórnin hafi dregið lappirnar í veigamestu málum. Og til að gera hlutina enn tortryggilegri eru stöllurnar tvær Jóhanna og Bónus Bogga búnar að senda út þau skilaboð hver sé skipstjórinn í þeirra flokki og hinn almenn flokksmaður hefur ekkert með það að segja.  Er ekki komið nóg af þeim hroka sem gengið hefur yfir þessa blessuðu þjóð. Hvað þarf meira til að þetta fólk átti sig á því 

NÚ SÉ KOMIÐ NÓG.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hvernig heldurðu að hljóðið hefði verið í þeim stöllum ef einhverjir aðrir færu að eins og þær gera nú?  Það er eins og ég segi; það eru engin takmörk á sandkassaleik Sandfylkingarinnar!!!

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.3.2009 kl. 09:37

2 Smámynd: Davíð Löve.

Ábyrgð á bankahruninu??? Eru menn endanlega gengnir af göflunum. Hvurslags heilaþvottur er í gangi hjá íhaldinu? Eru menn kannske heiladauðir? Það útskýrir náttúrulega þessa rökleysu.

Davíð Löve., 3.3.2009 kl. 18:10

3 Smámynd: Jón Gerald Sullenberger

Sæll Davíð Löve hver var yfirmaður allra banka á Íslandi og bar ábyrgð á þeim og á þeim eftirlitsstofnun sem áttu að fylgjast með þessum bönkum?

Jón Gerald Sullenberger, 3.3.2009 kl. 18:30

4 identicon

qqq

aaa (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 18:35

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he gaman af yfirlýsingunum.. að grafa gröf.. skjóta sig í fótinn og ég veit ekki hvað.. málið er að allir flokkar eru sekir.. en sumir eru sekari en aðrir.. sjálfstektin og framsókn eru langsekust..

Óskar Þorkelsson, 3.3.2009 kl. 18:41

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Oft les maður vitleysu á bloggsíðum og hristir hausinn. Þessi síða setur nýtt met í galskap. En það er gaman að þetta sé svona. Einhversstaðar verður mesta vitleysan að eiga sér samastað. Carry on.

Hjálmtýr V Heiðdal, 3.3.2009 kl. 18:50

7 identicon

komid ykkur ur landi og leyfid mafiunni ad søkkva restinni i kaf

aaa (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 19:04

8 identicon

Eftir að hafa lesið bloggfærslur Jóns Bullumbergs, finst mér bloggfærslur Ástþórs Magnússonar og Vilhjálms Arnar bara þó nokkuð gáfulegar!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 20:19

9 Smámynd: DanTh

Jón,  pólitíkin er svo spillt hér á landi að það sér enginn sína sekt í þessum málum.  Geir er í algerri afneitun, enda álíka klikkaður og Davíð.  Ingibjörg er kvenkynsútgáfa af Davíð og ruglar eins og hann.  Svo eru hér bloggarar sem þjást af pólitískri uppdráttarsýki og skilja því ekki bloggið þitt.

Þegar litið er í spéspegilinn, þá sér maður að þjóin er fífl. 

DanTh, 3.3.2009 kl. 22:01

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samviskuspurning: Hvernig viltu sjá þetta nafni?  Ertu með hugmynd að stjórnarsamstarfi eða óskir? Hefur þú einhverja villta drauma um best case scenario aðgerðaráætlun og útkomu?  Gerðu það fyrir mig svaraðu þessu.  Það má vel vera að við gætum nýtt okkur það. Er Friedman eða Hayek málið  hjá þér eða áttu einhverja undraformúlu um það sem skiptir máli nú? As we speak.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 00:46

11 Smámynd: Jón Gerald Sullenberger

Sæll Jón Steinar eins og staðan er í dag þá á að setja á þjóðstjórn með öllum flokkum og öllu því færasta fólki sem völ er á, við eigum fullt af góðu fagfólki sumt af því er búsett erlendis þetta fólk þarf að kalla heim strax því hér er mikil vinna framundan. Þetta flokka þras hjá sumum er með ólíkindum og sýnir hversu sjúkt þetta er allt saman menn þrasa um þennan flokk og hinn flokkinn en skilja greinilega ekki að allir þessir flokkar eru jú bara fólk með einhverjar skoðanir og ego sem nú þarf að ýta til hliðar og setja þarfir Islands og fólkið í þessu landi í framsætið og það gerum við ekki eins og staðan er í dag. ENDURREISN ISLENDINGA gæti hann heitið ætti að vera í starfræktaður næstu 2 árin svo geta menn og flokkar komið fram og þrasað um málin og látið þjóinna kjósa sig. Ég vona að þetta skýrir einhvað mína skoðun á málum því hingað til hefur þetta ekki verið að virka og allt traust farið bæði hér heima og um víða veröld og ekki er Forsetin ykkar að bæta  þetta ástand með sínu gaspri.

 Kv Jón Gerald.

Jón Gerald Sullenberger, 4.3.2009 kl. 01:51

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er ekki bundinn neinu flokkskölti og er sammála þér í því að þetta trúarbragðastríð og þjónska við þessi apparöt á að heyra sögunni til. Þetta virðist ganga í erfðir meira að segja og það er sama hversu flokkslínan er gegn hagsmunum fólks. Ef það er flokksbundið í Framsóknar eða Sjálfstæðiskirkjunni, þá er það off limits að gagnrýna nokkuð né reyna að móta stefnu elítunnar. 

Þú lýsir þarna ágætum grunni, en ræðir ekki hugmyndir um aðgerðir, sem nauðsyn er að grípa til. Þú bendir jú á þennan hagfræðing í nýjasta blogginu. Best að maður kíki á hann. Ég er einnig svag fyrir Gunnari Tómassyni og Michael Hudson, sem eru nokkuð radical til vinstri á amerískan mælikvarða, sem ekki veitir af. Allavega gott mótvægi við hinar hrundu kenningar Friedman og Hayek.

Mér finnst einhvern vegin tímanum hafa verið sóað í gagnslaus þrætuefni og smáatrið í stað þess að líta á hið stóra samhengi og sameinast um fyrstu aðgerðir.  Stefnu sem er orðuð og útlistuð á áþreifanlegan og skiljanlegan hátt, en ekki innantómir frasar um opnara lýðræði markvissar aðgerðir án skýringa og bla bla. Lýðræðið kemur að innan og engin á að sjá um það fyrir fólk, eins og mér finnst margir halda. Ein leið að opnara lýðræði er óflokksbundin afstaða, sem mér sýnist helmingur þjóðarinnar hafa tekið nú, en er hundsuð með í skoðanakönnunum. Sá hluti er ekki með í prósentuútreikningunum.

Það þarf á sama tíma að fara að veita fjölmiðlum aðhald, því fólk mótar álit sitt á áróðri þeirra og því er frumskilyrði að þeir sýni hlutleysi og beri hlutina heiðarlega á borð.  Egill Helga er raunar sá eini sem ég hef traust til í allri þessari umræðu, því hann er virkilega að reyna að kryfja ástandið og finna útleið.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 04:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband