Lítum einnig á þau fyrirtæki sem eru skrásett á Túngötu 6, 101 Reykjavík sem jafnframt eru höfuðstöðvar Baugs Group á Íslandi.

Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006 sem voru hærri en kr. 500.000,-

     
Baugur Group hf.                                                         3.000.000        
FL Group hf.                                                                 3.000.000        
Glitnir                                                                           3.500.000                
Teymi ehf.                                                                    1.500.000        

Eftir 2006 voru sett lög að ekki mætti taka við hærri styrk en 300.000,- frá fyrirtækjum

En ef við lítum á öll þau félög sem voru skráð á Túngötu 6, en þar er til húsa höfuðstöðvar Baugs Group á Íslandi þá kemur þetta fram.

 

Maður veltur því fyrir sér hafa einhver að þessum fyrirtækjum gefið styrk til stjórnmálaflokka og ef svo hversu hár var hann? 

  Baugs Group á Íslandi 2007....

   Teymi
• 365 miðlar
• Hagar hf.
• Stoðir Invest
• Styrkur invest
• Gaumur
471099-2289  3650 ehf
561006-0750  A-Holding ehf 
440507-2200  Al-Coda ehf 
520207-0230  Arctic Holding ehf
551299-2019  Arctic Investment ehf
520607-0990  Arena Holding
490206-0940  Arpeggio ehf 
480798-2289  Baugur Group hf
640406-0540  BG Aviation ehf 
631007-1040  BG Bondholders ehf 
680201-2260  BG Equity 1 ehf 
520603-4330  BG Holding ehf 
631007-1550  BG Newco 2 ehf 
641007-0800  BG Newco 4 ehf 
480408-0390  BG Newco 5 ehf
560908-0910  BG Newco 6 ehf
590907-0810  BG Ventures ehf
661103-3450  BGE Eignarhaldsfélag ehf
630407-0440  BJF ehf
690405-0160  DBH Holding ehf 
481007-0890  Dial Square Holdings
660307-1920  F-Capital ehf 
630600-2270  Hrafnabjörg ehf
600906-0460  Hugverkasjóður Íslands ehf
680607-1410  Hvítárbakkablómi ehf
450697-2229  Ís-rokk ehf
630407-0520  J.Ól ehf
500107-1620  Jötunn Holding ehf
420597-3639  Maccus ehf
621104-2760  M-Holding ehf 
700307-1820  Milton ehf 
421106-1180  M-Invest ehf
470207-1830  Nelson ehf
520698-2729  Norðurljós hf
530707-1640  Popplín ehf
590907-1890  Retail solutions ehf
430507-1090  Skuggar ehf  
550507-2420  Sólin skín ehf
551007-0300  Sports Investments ehf 
501201-2940  STP Toys
610993-3469  Styrkur Invest ehf 
690506-2380  Unity Investments ehf
590207-0550  Unity One ehf

 

48 X 300.000 =  14.400.000.00

 

Spyr sá sem ekki veit.

 

Græðgi þessara manna hefur eyðilaggt orðstír heillar þjóðar.

Heilbrigð skynsemi óskast

Gleðilega páska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kallpungur

Það er bara ekki nóg að birta bókhald flokkanna eitt eða tvö ár aftur í tímann. Fara verður aftur um sex ár hið minnsta. Einnig ætti forseti lýðveldisins að birta kosningabókhald sitt frá upphafi. Það er deginum ljósara að allir hafa þegið eitthvað af þessum mönnum og öðrum. Flokkarnir eru allir meira eða minna spilltir ef það að þyggja fjárframlög er mælikvarði á spillingu. Góður punktur þetta með eignadreifinguna þetta auðveldar náttúrulega mönnum að fela peningagjafir. Þó er einn flokkur sem sker sig úr og það er VG, reyndar dettur engum heilvita fjármálamanni í hug að fóðra þann óskapnað skattheimsku og draumórapjatts. Jú þeir fengu milljón hjá einhverju tryggingafélagi.Var þapð að tryggja sig? Þessi annars ágæti kosningaskrípaleikur Hefur hinsvegar geysilega alvarlegar afleiðingar fyrir fólkið í landinu. Á meðan þetta þetta sandkassaþras um hver fékk hvað og hver sé minnst skítugur stefna heimilin og einstaklingarnir hraðbyri í glötun skuldafens, atvinnuleysis og kaupmáttarþrots. Farið að velta fyrir ykkur lausnum og leggið frá ykkur hengingarólarnar, tjöruna og fiðrið. Uppgjörið getur beðið.

kallpungur, 11.4.2009 kl. 13:38

2 Smámynd: ThoR-E

Ég var að ræða þessi mál, og orðaði þetta einmitt svona: Þeir hafa eyðilagt orðstír heillar þjóðar með græðgi sinni.

landráðamenn!!

ThoR-E, 11.4.2009 kl. 19:50

3 identicon

Tek undir með  AceR,  Ekkert annað en Landráðamenn,mætti ég frekar biðja um annan Jörund hundadagakonung,en á þessu ári eru liðin 200,ár frá því að  hann var hér örstutt í hásæti.

Númi (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 21:19

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Svona verða kjaftasögurnar til.  Fólk gefur sér eittihvað, næsti tekur það upp, segist hafa heyrt það og sá þriðji staðfestir það.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.4.2009 kl. 21:43

5 Smámynd: ThoR-E

Kjaftasögur??

Þetta eru ekki kjaftasögur Ingibjörg mín, þetta eru staðreyndir.

ThoR-E, 11.4.2009 kl. 21:44

6 identicon

Þú hefur semsagt engar athugasemdir við 30 mill. styrk FL til StjálfstæðisFLokksins.

Bobbi (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 22:16

7 identicon

48 X 300.000 =  14,4000.000

Spyr sá sem ekki veit.

Ég á við þegga AceR.   Svona vangaveltur finnst mér ósmekklegar, sérstaklega þegar verið er að gefa því skóna að einn stjórnmálaflokkur og sá eini sem nefndur er í pistlinum hafi fengið 14,4 millur frá fyrirtækjunum sem nefnd eru.

Þetta er háttur kjaftasksins.

Ingibjörg Friðrikdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 22:20

8 identicon

Hvernig finnst þér nýji BaugsFLokkurinn (sjáLfstæðisFLokkurinn) koma út úr þessu rosalega mútuhneyksli ?

HG (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 22:47

9 Smámynd: ThoR-E

Þetta lítur síðan enn verr út því þessi sömu fyrirtæki áttu þátt í því að efnahagur Íslands hrundi. Og að stærstu stjórnmálaflokkarnir hafi fengið háar greiðslur frá þessum sömu fyrirtækjum ... að það er flokkunum til skammar.

Kannski í lagi að taka fram að Frjálslyndiflokkurinn tók ekki við neinum óeðlilegum styrkjum frá útrásarvíkingunum. Enda bókhaldið opið á heimasíðu flokksins og sundurliðað.

ThoR-E, 11.4.2009 kl. 22:55

10 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Þetta er nákvæmlega málið Jón, það sér engin athugavert við þessa styrki. Menn eru að reyna með öllum mögulegu leiðum að koma einum flokki fyrir kattarnef, svo gleymast aðrir flokkar í múgæsingnum.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 12.4.2009 kl. 00:10

11 identicon

Þetta samsærisraus í þér drengur er algjörlega komið í nokkra hringi.

Þú hefur sjálfur verið á kostaður af mogganum og FLokknum. Mogginn er kostaður af ríkisbanka og FLokkurinn af Baugi.

Craig (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 09:20

12 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Fólk ætti að lesa doktorsritgerð Gunnars Thoroddsen en hún heitir einmitt Fjölmæli. Þetta myndi væntanlega flokkast undir fjölmæli og er refsivert samkvæmt hegningarlögum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.4.2009 kl. 09:43

13 Smámynd: Jón Gerald Sullenberger

Það er frekar undarlegt að sjá þessas athugasemd '' SAMSÆRISRAUS'' og ''FJÖLMÆLI'' ekki vissi ég Þorsteinn að á Íslandi væri bannað að velta upp spurningum og væri gott ef þú gæti útskýrt mál þitt betur.

Þar sem Craig er ekki að skrifa undir sínu rétta nafni þá er hans athugasemd ekki svaravert.

 Kv Jón Gerald.

Jón Gerald Sullenberger, 12.4.2009 kl. 11:01

14 Smámynd: Soffía

Hvað er að því að velta hlutunum fyrir sér segi ég nú bara.  Er það ekki einmitt tilgangur bloggs; að viðra hugleiðingar og skoðanir.  Þetta kjaftæði í kringum Sjálfstæðisflokkinn með þessa háu styrki er ekkert annað en fjaðrafok vegna kosninga því flestir flokkar hafa jú verið að þiggja styrki frá fyrirtækjum.  Ég tek það fram að ég mun ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn en hví er hann verri fyrir að hafa verið duglegri að afla sér fé með frjálsum framlögum heldur en hinir flokkarnir?  Ekki sé ég bein línuleg tengsl á milli þess að styrkir hafi verið háir og að flokkurinn sé "verri" heldur en hinir flokkarnir. 

Soffía, 12.4.2009 kl. 11:14

15 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ef hægt er að byggja upp heilt fjölmiðlaveldi til að tala máli sínu, þá er frekar ódýrt að halda út einum Stjórnmálaflokki í leiðinni. Sérlega heppilegt þegar þarfir mætast svona á miðri leið...einn aðili vill halda uppi ímynd sinni og annar er á höttunum eftir Silfurpeningum. Hjónabönd sem þessi eru svo falleg...baðir fá eitthvað. Auðvitað er það leiðinlegt að þetta hafi kostað eitt stykki samfélag, en færa þarf fórnir þegar hagsmunir fárra ganga fyrir.

Haraldur Baldursson, 12.4.2009 kl. 11:30

16 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þú verður að lesa þessa doktorsritgerð eftir fv. forsætisráðherra og virtan lagaprófessor hún er 470 bls. Það er nauðsynlegt fyrir þá sem eru mikið í málaferlum.

Í stjórnarskránni okkar segir:

Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.

Ég hef væntanlega sama rétt og þú, Jón, til að koma með athugasemdir eða hvað?

Í umfjöllun minni sagði ég ;væntanlega, það er ekki fullyrðing.  Ég sagði ekki að það væri bannað að velta upp spurningum, það eru þín orð.

Ég var aðeins að velta vöngum yfir þessari færslu þinni og vitnaði í höfuðrit íslendinga varðandi fjölmæli. Ég var nú að eins að taka þátt í almennri umræðu hér á blogginu. Það var nú allt og sumt. Þú þarft ekki að stökkva upp á nef þér yfir því.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.4.2009 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband