Stoðir/FL Group eru sem stendur til rannsóknar hjá embætti Skattrannsóknarstjóra

 ''Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var það þó eitt af þeim skilyrðum sem stærstu kröfuhafar félagsins settu fyrir samþykki á endurskipulagningu þess að allir rannsóknaraðilar sem sæktust eftir upplýsingum eða gögnum frá Stoðum/FL Group myndu fá þær á sama hátt og ef skiptastjóri hefði verið settur yfir félagið í gjaldþrotameðferð.

 

Stoðir/FL Group eru sem stendur til rannsóknar hjá embætti Skattrannsóknarstjóra vegna rökstudds gruns um skattalagabrot og framkvæmdi embættið húsleit í höfuðstöðvum félagsins 11. nóvember. Í henni voru tekin afrit af ýmsum bókhaldsgögnum frá árunum 2005 til 2007.

 

Rannsóknin átti sér um hálfs árs aðdraganda, eða frá því að Stoðir/FL Group birtu ársreikning sinn fyrir árið 2007. Í honum kemur meðal annars fram að heildarrekstrarkostnaður félagsins hefði verið rúmir sex milljarðar króna. Heimildir Morgunblaðsins herma að eitt þeirra atriða sem vakti sérstaka athygli skattyfirvalda hafi verið beinn útlagður félagsins vegna fyrirhugaðrar yfirtöku á breska félaginu Inspired Gaming Group (IGG) í ágúst 2007, en hann var 792 milljónir króna. Ekkert varð af þeirra yfirtöku. Þá þóttu greiðslur vegna aksturs, viðvika og annarrar þjónustu til félags í eigu Jóns Þórs Sigurðssonar, J-einnátta, upp á sex milljónir á mánuði og leiga á einkaþotu frá Awair Ltd. (óbeint í eigu Hannesar Smárasonar) grunsamlegar.,,

 

Stoðir/FL Group voru almenningshlutafélag á þeim árum sem rannsóknin beinist að.

 

Af Mbl.is

 

Græðgi þessara manna hefur eyðilaggt orðstír heillar þjóðar.

Heilbrigð skynsemi óskast


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er fínn fróðleikur Jón, þú stendur þig vel og ég tek undir það að heilbrigð skynsemi óskast.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.4.2009 kl. 03:13

2 Smámynd: Eygló

Maður er orðinn svo tortrygginn á allt og alla, en ég les þína pistla til að hafa "samanburð" og "víðari sjóndeildarhring" :)

Eygló, 11.4.2009 kl. 05:14

3 identicon

Án þess að það hvarli að mér að verja bankasölurnar á sínum tíma í hendur fárra aðila, þegar menn vilja meina að dreifð eignaraðild er trygging fyrir að lög og leikreglur samfélagsins eru virtar, þá er það spurningin um hvort slíkt standist nánari skoðun?

 Var Baugur ekki almenningshlutafélag og rekið sem einkabanki Jóns Ásgeirs og fjölskyldu, og ýmis myrkraverk framin sem standast ekki lög, nema lög hræðslusamfélags og einnota réttarfars?

Hverju hefði dreifð eignaraðild í raun skipt máli þegar aðilar eins og hann ætla sér og getað komist í oddaaðstöðu eins og hann gerði hjá Glitni, sem tók hann töluverðan tíma og allskonar fantabrögð til?

 Gaman væri að fá skoðun bloggarans og annara á þessum punkti.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband