"Græðgi er góð." sagði Hreiðar Már Sigurðsson ,forstjóri Kaupþings banka

"Hagnaður kemur alltaf fyrst," sagði Hreiðar Már Sigurðsson ,forstjóri Kaupþings banka, á fundi í Kaupmannahöfn fyrir viku (byrjun júní 2005). Við sjáum hvaða árangur það hefur borið fyrir íslenskt atvinnulíf. Í ljósi þess er hægt að segja: "Græðgi er góð."

Þessi grein Björgvins Guðmundssonar var birt í Fréttablaðinu 10. júní 2005. Eina og allir vita þá er þetta málgagn í eigu Jón Ásgeir Jóhannessonar og fjölskyldu og niðurgreitt af Bónus og félögum tengdum honum í formi auglýsinga eins og sjá má í dag.

"Græðgi er góð," sagði Michael Douglas í frægu hlutverki sem bisnessmaðurinn Gordon Gekko í kvikmyndinni Wall Street árið 1987. Vísaði hann til þess að græðgin skildi hismið frá kjarnanum og fangaði undirstöðu framþróunar mannsandans. Græðgin væri ekki bara til góðs í viðskiptum heldur einnig í leitinni að betra lífi, ást eða þekkingu. Græðgin hefði markað framfarir í mannkynssögunni og myndi hjálpa fólki jafnt sem fyrirtækjum.
Vafalaust eru margir ósammála Gordon Gekko um að græðgin sé góð. Hins vegar má segja að sannleikskorn leynist í orðum hans að því gefnu að græðgi eins manns verði ekki til þess að brjóta á rétti annars. Græðgin leysir úr læðingi kraft sem getur drifið fólk áfram á sínu sviði. Við getum talað um græðgi til að ná árangri. Þótt orðið hafi yfir sér neikvæðan blæ má ekki sjálfkrafa afskrifa græðgina sem neikvæða í fari fólks. ''

Nú vitum við hvaða myndefni þessir útrásar eða öllu heldur hringrásar víkingar voru að horfa á þegar allt var keyrt hér í þrot. 

 Er ekki frekar hægt að segja að græðgi eyðileggi orðstír manna og kanski heillar þjóðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Þarna þekkja menn ekki muninn á græðgi og metnaði... Þó sömu hvatir geti e.t.v. stýrt þessu tvennu er eðlismunur þarna á. Græðgi spyr ekki um velferð annarra, hún er sprottin af sjúklegri eigingirni. Metnaðarfullt fólk getur vel tekið tillit til annarra en það gerir gráðugt fólk ekki.

Aðalheiður Ámundadóttir, 6.3.2009 kl. 11:10

2 identicon

Græðgin er ein af höfuðsyndunum 7!

barn (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 13:30

3 identicon

Græðgin er ein af höfusyndunum, já - gildir samt ekki í bananalýðveldum eins og Íslandi, eða hvað ? Hvar sætu t.d. Hreiðar Már, Sigurður Einars. Jón Ásgeir og fleiri í dag ef menn myndu vinna vinnuna sína hér eins og bandaríkjamenn gerðu varðandi forsvarsmenn Enron ? Ef einstaklingur hér stelur t.d. kjötlæri í bónus fær viðkomandi dóm, en um þá sem reka Baug og þá sem stjórnuðu bönkunum með ( nú heimsfrægu ) arðráni gilda allt önnur lög - reyndar virðast engin lög ná yfir þá.    

Stefán (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 14:55

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Græðgi er góð ef óttinn er nærri.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.3.2009 kl. 15:01

5 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Og einnig í þessari mynd Wallstreet er ansi góð setning þegar gordon Gekko heldur þessa snilldarræðu, þar segir hann meðal annars..

"I have spent the last two months analyzing what all these guys do, and I still can't figure it out. One thing I do know is that our paper company lost 110 million dollars last year, and I'll bet that half of that was spent in all the paperwork going back and forth between all these vice presidents."

The point is, ladies and gentleman, that greed, for lack of a better word, is good. Greed is right, greed works. Greed clarifies, cuts through, and captures the essence of the evolutionary spirit. Greed, in all of its forms; greed for life, for money, for love, knowledge has marked the upward surge of mankind.

En það sem gerðist með þessa stjórnendur hér, var ekki bara græðgi, heldur líka xxxxxmennska.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 6.3.2009 kl. 17:58

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Manni verður endalaust óglatt af þessum fréttum aftur og aftur.  Og stundum verður maður svo vonlítill um að einhverntímann muni lög og réttur ná yfir þessa gerninga.

Vonandi mun sannleikurinn og réttlætið líta dagsins ljós - einn góðan veðurdag !!

Sigurður Sigurðsson, 6.3.2009 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband