Lánuðu sjálfum sér milljarða "Græðgi er góð." sagði Hreiðar Már Sigurðsson ,forstjóri Kaupþings banka

Ekki ætti þetta að koma neinum á óvart bara ef þjóðinn hefði hlustað. Jónína Ben skrifaði grein í Morgunblaðið 19. mars 2005. '' Ef menn stunda bókhaldsglæp'' og önnur nokkuð góð sem birt var í Morgunblaðinu 01. júní 2005. '' Græðgin endalausa '' og svona má lengi telja, á þessum árum hlustaði eingin því það var svo gaman að taka þátt í þessu sukku og allt var túlkað sem öfund og hatur bara ef blessuð þjóðinn hefði hlustað einu sinni.

Græðgi þessara manna hefur eyðileggi orðstír heillar þjóðar.


mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Þannig að ef einhver sakar tiltekna menn um eitthvað, þá tekur þú það gott og gilt? Þarf bara að sanna sekt sumra, aðrir eru bara sekir no matter what?

Og í guðanna bænum, síðan hvenær hefur Jónína Ben verið marktæk?

Hvernig er annars með búðina sem þú ætlaðir að opna hér á landi? Var það bara froða hjá þér?

Liberal, 6.3.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvernig tengist þú þessum athafnamönnum Jón?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.3.2009 kl. 20:51

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Liberal:  Það er nú bara staðreynd að ákveðnir einstaklingar vöruðu við þessu viðskiptasiðferði mánuðum og árum saman.  Margir töldu þetta stafa af öfund og afbrýðisemi en nú hefur annað komið á daginn. 

Þú verður að viðurkenna að Jónína Ben, Jón Gerald, Villi Bjarna, Styrmir, Davíð og fleiri höfðu einfaldlega rétt fyrir sér í þessari gagnrýni.

Persónulega finnst mér eins og þessi græðgisvæðing og allur þessi blekkingarleikur undanfarinna ára hafi haft þau áhrif á almenning að "rétt og satt" virðist engu máli skipta lengur.  Að mínu áliti má það að mestu leyti þakka afar lélegri og ógagnrýnni fréttamennsku.  Þar hafa, því miður, flestir frétta- og blaðamenn brugðist, þó með fáum undantekningum.

Sigurður Sigurðsson, 6.3.2009 kl. 20:55

4 Smámynd: Aliber

Hvaða seðlabankastjóri sem er í heiminum getur sett hvaða banka sem er í sínu umdæmi á hausinn á skömmum tíma og látið eins og hann hafi varað við öllu saman.

Gagnrýni Davíðs, Jónínu og Styrmis hafa verið hjákátleg í besta falli. Jón ég hef ekki kynt mér þína ádeilu nógu vel til að leggja mat á hana. 

Án þess að leggja mat á viðskiptasiðferði bankanna eða einstaka auðmanna þá tel ég persónulega að stjórnmálamenn landsins og embættismenn hafi lagt meira af mörkum í gereyðingu orðstýrs þjóðarinnar, t.d. með neyðarlögum, sólarhrings "festingu" krónunnar, sjónvarpsviðtala, símtala og fleira og fleira.

óska þér ánægjulegs kvölds Jón,

kv,

Aliber, 6.3.2009 kl. 21:13

5 identicon

Tja, ég man nú mætavel þegar þau voru að vara við þessu, og svo kom þetta bara á daginn að það var rétt hjá þeim. Það var ekkert verið að "láta eins og", en það var ýmist hlegið að þessum varnaðarorðum, eða þá þau túlkuð sem persónulegar ofsóknir.

Hver má svo sem líta sínum augum silfrið, en ég fæ það ekki séð að seðlabankinn hafi sett bankana á hausinn, heldur þeirra eigin skammsýni, græðgi, og innhverfa bankarán, hverra gróska var reyndar vel áborin af seðlabankanum. Ekkert nýtt í þessu...

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:25

6 identicon

já, tví midur er tad graedgin og glaepa mennskan sem hefur haft völdin of lengi, en stadreyndin er jú sú ad fólk er í pólitík og vidskiptum fyrir eigin hag og sinna nánustu. Kanski lítil von ad bót verdi á medan flestir trúa á pólitíkusa og kaupmenn sem hálfgera gudi

krókur (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:31

7 identicon

Alltaf hefur mér fundist það mikill aumingjaskapur hjá fólki að kommenta og rífa kjaft á netinu án þess að tilgreina eigið nafn. Það ber vott um heigulshátt og að viðkomandi hafi ekki hreint borð.

Siðleysið og grægðin hjá þessu bankapakki er með hreinum ólíkindum og ÞAÐ BER að sækja þá til saka, af fullum krafti!  Mér finnst aðdáunarvert hvað Íslendingar eru þolinmóðir og ná að halda aftur að sér reiðinni hvað þessi mál varðar. Trúlega mun þó stíflan sú bresta fljótlega.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:43

8 Smámynd: Binni H.

Já Jón þú ert heppinn að hafa lent útaf borðinu hjá þeim. En ein samviskuspurning, langaði þig ekki að spila með þeim um tíma?

Binni H., 6.3.2009 kl. 21:45

9 identicon

Ætli Gunnar Páll haldi þessu áfram hjá VR?

Guðrún (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:46

10 identicon

Það er nú ekki langt síðan þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason,sagði að Sjálfstæðismenn grilluðu á dagin en græddu á kvöldin.Fattar þetta einhver.?Ekki ég.

Númi (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 22:11

11 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Jón þú segir allir tóku þátt í þessu sukki..... það mátti ekkert segja neitt, þetta pakk var gersamlega ósnertanlegt, ef einhver vogaði sér að tala um hverslags vitleysu þeir væru að gera, þá væri sá sami eitthvað stórbilaður, og ætti bara að halda sér saman, vegna þess að sá sami hefði ekkert vit á neinu.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 6.3.2009 kl. 22:16

12 Smámynd: Aliber

Númi, var það ekki öfugt vinur?

Græddu á daginn og grilluðu á kvöldin - það er ekki nema von ef þú ert ringlaður ef þú ert að snúa þessu á haus. Án þess að verja nokkurn málflutning Hannesar.

kv,

Aliber, 6.3.2009 kl. 22:27

13 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Rétt hjá þér Jón. Ég vil nota tækifærið og koma á framfæri þakklæti til fólks eins og þín sem vöruðu okkur hin við. Því miður hlustuðum við ekki og því fór sem fór.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 22:30

14 identicon

Hilmar, ég hlustaði mikið á þetta á sínum tíma og hef lengi haft óbeit á starfssemi bankanna. Sérstaklega þeirri fákeppni eða jafnvel einokun sem við Íslendingar höfum þurft að búa við á bankamarkaðinum. Eina keppnin þeirra á milli var í formi auglýsingagerðar þ.e.a.s. pissukeppni.

EN það var nú ekki mikið sem maður gat gert.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 22:54

15 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Rétt Svavar. Kerfið fór því miður úr böndunum.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 23:00

16 Smámynd: Jón Gerald Sullenberger

Sæll Guðjón Sigþór, ég get stafest það við þig að ég tengist ekkert þessum mönnum annað enn á árunum 1989 til 2001 vann ég hörðum höndum við að finna og senda ódýrar matvörur til íslands og voru það Bónus menn sem seldu þær síðan til neytanda hér heima. Eftir 2001 hafa einu samskipti mín við þessa menn verið í réttarsölum eins og þú kanski hefur heyrt af. Ég vona að þetta svari þinni spurningu.

Hafðu góðann dag. Jón Gerald Sullenberger.

Jón Gerald Sullenberger, 7.3.2009 kl. 10:58

17 identicon

Ef þetta er ekki landráð hvað er það þá?

Maður situr hér við tölvuna og les hér dag eftir dag um það hvernig þessar liðleskjur hafa farið með landa sína og veltir því fyrir sér hvað er hægt að gera við svona menn.

Ég held að margir séu á þeirri skoðun að það þurfi að gera eitthvað rótækt í þessu.

ÁJ (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband