21.11.2009 | 20:56
Nýtt Myndband - Hagar Baráttan.
Kæru landar,
Nú er verið að ganga frá Icesave málum þannig það er ljóst að Íslenska þjóðin þarf að borga næstu áratugina ævintýragang Landsbankamanna uppá hundruði milljarða.
Skuldir Baugsmanna slaga vel upp í Icesave ævintýrið eins og eftirfarandi myndband sýnir, en um helgina mun Kaupþings banki funda m.a. um framtíð Haga og þá hvort þessir herramenn fái að halda stærsta verslunarveldi íslandssögunnar og fá um leið tugi milljarða afskriftir.
Einföld stærðfræði segir manni að Hagar standa ekki undir 50-70 milljarða skuldum.
í fréttum RÚV, 22.september 2009, kom fram að um 50% af þessu fræga 30 milljarða láni Kaupþingsmanna til Baugsmanna stuttu fyrir hrun Íslands, hafi verið notað til að LOSA Baugsmenn við hlutabréf sín í Baug , þ.e. Baugsmenn létu Baug kaupa af sér hlutabréfin í Baug "korteri" fyrir hrun Islands og "hálftíma" fyrir hrun Baugs.
Baugsmenn náðu því að selja EIGIN hlutabréf í gjaldþrota Baugi fyrir 15 milljarða með LÁNSFÉ úr Kaupþing banka.
Baugsmenn höfðu því talsverða fjármuni í vösunum þegar 365 miðlar fóru í gjaldþrot og loksins kominn skýring á því hvernig þeir fóru að borga 1.5 milljarð í nýtt hlutafé inn í það félag, það var ekki nema 10% af því fé sem þeir fengu þegar þeir seldu eigin hlutabréf í Baug með lánsfé frá Kaupþing banka.
Ég hvet alla fjölmiðla til að horfa á þetta video og spyrja sig einnar spurningar:
Eftir allt sem á undan er gengið - er eðlilegt að þessir herramenn fái að halda bæði stærsta fjölmiðlaveldi íslandssögunnar sem og stærsta verslunarveldi islandssögunnar og hundraða þúsunda milljóna skuldir hverfi vegna "hókus pókus" lögfræði- og endurskoðunar kunnáttu þeirra að ekki sé talað um vildarvini þeirra í stjórnmála- og bankarkerfinu ?
Er mögulegt að leyfa þeim að halda Bónus svo framarlega sem þeir komi með nýtt hlutafé en afgangurinn af veldinu verði skipt upp ?
Á heimasíðu Haga er þessu stærsta verslunarveldi íslandssögunnar svo lýst:
"Fyrirtæki Haga eru öll rekin sem sjálfstæð fyrirtæki og hafa þess vegna ólík rekstrarform og ólíka menningu".
ER EKKI KOMINN TÍMI Á NÝTT ÍSLAND ÞAR SEM HEILBRIGÐ SAMKEPPNI ÞRÍFST OG EÐLILEGIR VIÐSKIPTAHÆTTIR ? http://www.youtube.com/watch?v=RIzZelotLY4 Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.
Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast
Jon Gerald Sullenberger
jon.g.sullenberger@gmail.com
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:11 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jón, til hamingju með Kost. Á heimasíðunni www.hvitbok.vg má sjá stærsta uppflettirit Miklahvells. Kv. SRÁ
Sveinbjörn Árnason (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 21:55
Haltu áfram ég styð þig í þessari baráttu sem er ótrúlegt að skuli þurfa að berjast í. Það sér það hvert mannsbarn að þessir glæpamenn eiga að missa all sitt þar til þeir sitja eftir á beru rassgatinu og sitja síðan inni fyrir stórkostlega fjárglæpi og landráð.
Bara spurning um að þú stefnir á Akureyri næst og ég mun versla við þig.
ragnar bjarni (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 22:46
Jón.
Til hamingju með nýju verslunina. Vonandi verður þetta góður kostur fyrir neytendur.
Gangi þér sem best!
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 22:54
Ég held að í samkeppninni skipti vöruverð, vörugæði og þjónusta mestu máli. Hatursmyndbönd um samkeppnisaðilann held ég að fæli fólk frá þinni kannski ágætu búð.
Bjarni Kristjánsson, 21.11.2009 kl. 23:28
Jón, mæli með að þú lánir fréttastofu ríkisútvarpsins myndbandið þitt.
Við þurfum að losna við glæpahundana út úr Íslensku þjóðfélagi.
þór (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 00:47
Blessaður jón.
Ég er dyggur stuðningsmaður þinn hvað varðar þessa verslun þína ,en ég verð að taka undir með Bjarna Kjartanssyni að það er ekki klókt að af þér að etja allt of marga gegn sér.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 01:48
Ups!
Auðvitað ætlaði ég skrifa Bjarna Kristjánssyni. Puttarnir mínir eiga það til að lenda í smá stríði við lyklaborðið!!
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 02:02
Aronskan lifir á nýjum kúm. Ég spái Aríon ekki miklu lánstrausti í framtíðinni.
Ísland er örhagkerfi til þess að halda yfirbyggingar kostnaðinum innlands þarf hann að vera í lágmarki.
Hlutföll um [ekki stærð þátttakenda] fjölda verða að ráða á samkeppni mörkuðum. Skýr skil verða að vera öllum stigum hráefna til neytenda. Öll verð eiga vera opinber. Öll viðskipta eiga fara gegnum lánastofnanir sem ekki eru staðgreitt. Með öðrum orðum sami aðili má ekki semja við sjálfan sig. Eða engin má lána nema löggilt lánastofnum. Staðgreiðslur afsláttur út úr myndinni milli fyrirtækja.
Allar magnafsláttar reglur opinberar.
Í alvöru framleiðslu fyrirtækjum erlendis er framleiðslueiningar reiknað á föstu verði t.d. bretti.
[vegna best fyrir dags sem var settur á til að koma í veg fyrir of framboð sínum tíma erlendis: Almennar reglur eru ef gæði rýna um 1% eftir x daga þá er sölu tíminn helmingur af þeim tíma. Ef x er 3 ár þá má selja vörun sem nýja 1 og 1/2 ár. Hinsvegar merkir síðast sölu dagur að vara sé skemmd ef eftir x daga. Framleiðsla gerir stundum mistök og framleiðir of mikið þá liggur hún með vörur fara á vitlausa staði þá styttist þessi sölu tími long live og er það metið til af sláttar]
Svo kemur sölukostnaður framleiðslu: afgreiðslu gjald á bretti: sem er nú ekki mikill 100 kr. á bretti.
Fjármagnskostnaður lendir á kaupenda. Þá fær sá sem staðgreiðir bestu verðin.
Flutningskostnaður lendir á kaupenda þá fær sá sem gerir hagsýnustu innkaupin bestu verðin.
Þetta er nú andi Samkeppnilaga í tekjum hærri Ríkjum EU.
Það þarf að hreinsa grunninn til að uppræta spillinguna og skera burt of vöxtinn.
Torfið eða grunnþekking er nútíma vandamál á Íslandi.
Júlíus Björnsson, 22.11.2009 kl. 04:15
Mikilvægast finnst mér að góð þjónusta, gæðavara og hagstætt vöruverð sé til staðar. Það er sjaldan góður kostur að höggva hausa af samkeppnisaðilum til eigin frama. Slíkt fælir fólk frekar frá nema að sá sem heggur geti sannfært oss um eigið ágæti. Það er stórkostlegt þegar menn eins þú sem greinilega hefur bolmagn og fjármagn (sem er frekar fátítt nú á tímum ) stígur svo sterkur inná samkeppnismarkaðinn. Allir vilja verða stórir strákar !!
Fjóla Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 15:28
Sæll Jón, styð þig heils hugar í því sem þú hefur verið og ert að standa í.
Ég verð að segja varðandi ummæli Bjarna, Svavars og Fjólu að þarna sést kannski best af hverju svona er komið fyrir samfélagi okkar. Ef vitsmunir þessa fólks endurspegla almenning þá erum við í hræðilegum málum.
Sverrir (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 15:47
Sæll Jón!
Takk fyrir að halda okkur upplýstum um gang mála hjá svikahyskinu.
Til hamingju með búðina, hún er flott.
Kolla (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 16:32
Sverrir ! Spegill, spegill herm þú mér.... Frábært hjá Jóni að opna þessa verslun. Mér finnst hann ætti samt að beina orku sinni í að huga að KOSTI og láta af upplýsingaflæði um hyskið lönd og leið. Við höfum verið upplýst um það nú þegar ...öll sem eitt.
Fjóla Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 16:51
Sæll Jón, vil byrja á því að óska þér til hamingju með nýju búðina þína, Kost. Þangað mun ég fara þótt ég þurfi að keyra ofan úr Grafarvogi, en vonandi mun þér vegna það vel að þú getir opnað fleiri verslanir sem fyrst.
Styð þig heilshugar í baráttu þinni við þessa menn hér eftir sem hingað til. Og því skal ég lofa þér að ef Arion banki mun afskrifa á þessa fugla svo mikið sem 1 krónu, en ekki á okkur almúgann sem höfum í blindni trúað á þessa svikahrappa og verslað hjá þeim, þá skal ég verða fyrstur manna til að færa ÖLL mín viðskipti yfir í annan banka, eins og skot. Þessir menn, ásamt fleirum, eru sannarlega stærstu gerendurnir í hruninu.
Sigurður Sigurðsson, 22.11.2009 kl. 17:59
Eitthvað virðist Sverrir hafa misskilið athugasemd mína og tveggja annarra hérna.
Jón á í höggi við geisivolduga og óprúttna fjárglæpona, sem svífast einskis í misnotkun á stöðu sinni gagnvart birgjum, og reyna þannig að koma í veg fyrir eðlilega samkeppni.
Jón ætti að einbeita sér að rekstri verslunar sinnar. Ef vel tekst til og þessi rekstur gengur vel, getur Jón náð ásættanlegri hlutdeild í matvöruverslun hér á Reykjavíkursvæðinu og jafnvel á landsvísu.
Þannig stæði hann uppi sem sigurvegari.
Það sem ég meinti í fyrra kommenti mínu, var að Jón ætti ekki að dreifa starfskröfum sínum á of mörgum vígstöðvum.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 18:43
Til hamingju með nýju verslunina!
Ég stið þig heilshugar í þeirri baráttu sem þú hefur háð við þessa gjörspilltu athafnamenn. Ég held fólk ætti að standa við bakið á þér í þessari viðleitni þinni að upplýsa okkur um sorann sem viðgengst í þessu þjóðfélagi ekki bara hjá Baugsveldinu heldur víðar.
Ef fólk myndi þjappa sér saman í baráttunni við þessa spillingarpésa þá kanski myndu stjórnvöld takavið sér og dæma þessa menn í útlegð eða ævilangt fangelsi, í stað þess að leggja endalausar álögur á almenning.
Steinar Þór Þórisson (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 19:19
Hamingjuóskir með verzlunina, og frábært er þetta myndband.........
reykas (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 21:14
Eg kugadist yfir thessu myndbandi.... sorglegt... virkilega sorglegt hvernig thetta er og hefur verid...
Blahh (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 06:42
Innilega til hamingju með búðina þína Kost. Hef komið nokkrum sinnum og er mjög ánægð með þær vörur sem þú ert að selja. Það var kominn tími til að fá vörur frá Bandaríkjunum. Ég tel Jón Ásgeir einn mesta klækjaref Íslandssögunnar en með fjölmiðlum sínum hefur honum tekist að heilaþvo marga, því miður. Gleymum ekki réttarhöldunum gagnvart þeim feðgum og hvernig spilltur hæstiréttur dæmdi þar. Ákærur saksóknara hefðu átt að vera auðunnið mál. Hver var vondi maðurinn þar, jú að áliti margra Davíð Oddson Gaman væri að heyra álit þeirra í dag. Margt fólk er blint af hatri í garð Davíðs sem eru afleiðingar heilaþvættis Baugsfeðga í gegnum árin. Baugsfeðgar ættu best heima bak við lás og slá.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.11.2009 kl. 11:02
Sæll Jón,
Þakka þér fyrir myndbönd og hamingjuóskir með verslunina.
Út frá faglegu sjónarmiði, þá er það rétt að Bónus og því Hagar hafa beitt markaðmisnotkun. Nefnilega það sem þú nefnir réttilega að verð frá heildsölum er mismunandi eftir kaupendum. Þetta atriði er lykilatriði varðandi brot á viðskiptaháttum. Það er mjög mikilvægt að gera greinarmun á því og skattamalum Baugs.
hægt er að senda mér póst: erlingurt@gmail.com
Þegar skattrannsókn stóð yfir gagnvart Baugi, þá er það svo að brotalamir í bókhaldi voru c.a. 0,01% af heildarveltu félagsins. Þannig vill til að ég vann á Skattstofunni í Reykjavík. Á þeim tíma var þumalfingursregla, sem var eftirfarandi: ef mistök (rangfærslur)í bókhaldi eru meiri en 1% af heildarveltu félags þá fer viðkomandi félag í sérstaka rannsókn. Það er ekki ósvipað og þegar fólk keyrir t.d. á 95 en löglegur hraði er 90. Fólk er ekki tekið fyrr en fólk fer talsvert yfir löglegan hraða t.d. yfir 100 km á klst þá er fólk tekið fyrir of hraðan akstur.
Ég hef spurt bæði fv. og núverandi starfsmenn Skattstofunnar. Allir aðilar eru sammála um að málatilbúnaður gagnvart Baugi teljist vera "pólitískar ofsóknir" Davíðsklíkunnar.
Hins vegar kemur aftur að þínum ágætu myndböndum, sem sýna ljóslega að t.d. Jón Ásgeir og Hannes Smárason og fleiri hafa gerst brotlegir varðandi sín viðskipti á ýmsan hátt.
Það eru brot sem eru viðskiptalegs eðlis, ekki skattaleg (þó að um skattalegt brot geti verið að ræða en innan 1% reglunnar.
Mér skilst að þessi þumalfingursregla sé ennþá í gangi.
Erlingur Þ (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 16:50
Í ljósi afleiðinga er óheyranlegt að ekki skuli vera búið uppfæra laga lagaramma til að tryggja virka samkeppni sér í lagi arðbæra m.t.t. skatta til að koma í veg fyrir sömu afleiðingar í framtíðinni. Bestu reknu fyrir tækin eru þau þar sem eigandinn er á staðnum 24 tíma á sólarhring svo minnkar ábyrgðin í réttu hlutfalli við minni bein afskipti, 24 tímar á ári er ekki mikil afskipti.
Júlíus Björnsson, 23.11.2009 kl. 17:35
Til hamingju með Kost. Ég lagði leið mína þangað og komst að því að góður andi ríkti í versluninni, þú hefur farið þá farsælu leið að hafa viskunnar eldriborgara með í versluninni og það mun gera þetta farsælt hjá þér. Betur að fleiri bæru virðingu fyrir foreldrum þessarar þjóðar sem eru þeir sem byggðu hér upp velferðarkerfi með gríðarlegu striti. Verst að við kunnum ekki að meta það mörg hver.
Vorkenni hins vegar Jóhannesi Jónssyni gamla fyrir að þurfa að horfa uppá son sinn klúðra fjármálum heillar þjóðar og vita kanski minnst sjálfur um það sem hefur gengið á. Sumir gera lítið úr myndrænum útskýringum þínum á blogginu en ég tel að þetta sé einmitt það sem allt of fáir hafa þorað að orða. Sannleikurinn verður að þola dagsins ljós.
Gangi þér sem allra best með Kost. Ég mun versla þar sem oftast.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.11.2009 kl. 08:16
Mjög skemmtileg lávörubúð og ég tók ekki eftir neinu drasli hins vegar ríkt bjartsýni þarna á staðnum í stað þunglyndisins sem almennt ríkir á landi.
Ég vill sjá marga jafn góða kosti í framtíðinni eða sjálfstæða atvinnurekendur.
Júlíus Björnsson, 27.11.2009 kl. 17:34
Júlíus. Sjálfstæðið byggjum við öll út frá okkar eigin sannfæringu með rökum í því sem við skiljum, þekkjum og segjum. Ef rökin fyrir réttlæti fyrir alla vantar í málflutnigi okkar eru orðin hol að innan og þýða í raun ekki neitt. Þú stendur þig nú ágætlega í röksemdar-færslu finnst mér. En réttlætið á sér margar hliðar og allar jafn nauðsynlegar til að heildin þrífist.
Svo er það skilyrði Íslensku þjóðarinnar að rökin séu réttlætanleg fyrir alla Íslendinga en ekki bara suma. Annars eru þau einskis verð fyrir Ísland í heild sinni. Ég vil hafa Ísland eitt kjördæmi því þá útrýmum við sérhagsmunum og styðjum við hagsmuni heildarinnar. Við höfum í raun ekkert með innanhúss-stríð að gera í þessari vandasömu stöðu sem landið og heimurinn er í.
Ef þetta er röng ályktun hjá mér þarf ég svo sannarlega á réttlátri leiðréttingu að halda. Og með réttlátum rökum fyrir alla Íslendinga. Tek á móti þannig kennslu með ánægju og þakklæti.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.11.2009 kl. 18:22
Kjördæma skipting byggðist á sjálfbærni hugmyndum fyrri tíma átt að ríkja efnahagslegt jafnvægi í öllu landshlutum og þingmenn fóru svo til gæta fjárhagslegra hagsmuna síns landsvæðis.
Erlendis er stærri dæmi: Mörg héröð sjálfráð leggja í pott til sameiginlegra mál og mál kalla þau saman undirríki og velja sér miðborg. Nokkur slík ríki mynda svo pott til sameiginlegra framkvæmda og kallast þau þjóðaríki og þeirra borg höfuðborg. Hér mun hugsun forfeðranna að hafa hér nokkurskonar smækkað þjóðríki.
Gömlu hugmyndirnar voru að hafa sömu skiptingar [valdreifingu] og í Frakklandi, Ítalíu t.d. núna miðast allt við að breyta í Íslandi í dæmigert EU hérað.
Ég tel aðalatriðið að auka vald allra einstakling með því að hækka hlutflestra í heilaraþjóðartekjum og það merki jöfnum launa eða tekna. Kjósa sér til framkvæmda valds til sameiginlegra framkvæmda alls landsins býður upp eitt kjördæmi. Skilgreiningin hvað eru sameiginlegar framkvæmdir alls landsins verður að vera vel skilgreind með lögum. Svo sem tekjur henni ætlaðar. Þær tekjur ættu að vera föst prósenta 5- 10% af heildartekjum hvers undirkjördæmis sem um ræðir þau gætu verið 5 til 6 eða 10 til 12.
Meirihlutinn ræður grunnskiptingu í samsameiningu. Valdamálið hér er ekki atkvæði heldur hlutfalslega of mikið að fjármálaleguvaldi hjá Miðstýringu sameiginlegra verkefna sem virðist hafa þróast í sérhagsmuna hóp eða þjóð innan þjóðar. Sú þróun er eðlileg að þar sem fjármagnið er þangað sækir fólkið eins flugur að mykjuskán.
Ísland er ekki að taka flest öll ríki EU sér til fyrir myndar hvað varðar innri skiplagningu fjölda sjálfstæðra eininga og stjórnarstiga. Við erum að breyta Íslandi í eitt af hinum fjölmörgu lægstu grunneiningum innan EU eða örhagkerfanna. Það kallast hér einföldun og hagræðing en það gleymist að hagnaðurinn að mestu óskiptur rennur til nýju miðstýringar í EU með gjörólíka heildarhagsmuni, hagsmuni Ríkja marga héraða [Ísland eitt stykki eftir regluverk], svo hernaðarlegra uppbyggingar, útvegun hráefna, 1. vinnslustig þeirra, t.d. partar úr dýrum: flök, læri.
Stjórnmálmenn hér virðast ekki skilja að regluverk EU hefur gert þá óþarfa og þetta svæði í augum EU er með alltof stóran yfirbyggingarstjórnsýslukostnað. Eina liðið sem er nauðsynlegt í augum EU heildarinnar er þeir sem vinna við öflun hráefna og 1 stigstig vinnslu á þeim. Hinu liðinu stendur til boða að sækja um vinnu að 500 milljóna atvinnusvæði á fordóma til þjóðar og það á að vera gagnkvæmt.
Þjónustugeirarnir hér eru í samkeppni um tekjur af fullvinnslu hráefna eins og aðrir í EU. Þegar allt er orðið svona einfalt og hagstætt hér er öll rök horfin sem réttlæta miklar heildar þjóðartekjur. Það á að lækka þær um 30 til 40%. Skuldsetning er einn liður í því að mínu mati. Vegna þess að það hentar heildarhagmunum hæfs meirihluta EU sem fær meira úr að spila.
Mér finnst skemmtilegast að búa í dvergríki eða smækkaðri mynd af stór stóríki. Stór einstaklingar í litlu Ríki geta verið margra lítilla einstaklinga makar í stóru Ríki.
Það er málið af skynsemi ástæðum. Réttlætið mótast að ég tel af ríkjandi lögum [regluverkið þar á meðal eða túlkunin á því]
Júlíus Björnsson, 27.11.2009 kl. 22:27
Takk fyrir þetta Júlíus. Ég velti fyrir mér hvar siðfræðin kemur inn í lögin eða hvort ekki sé neinn lagabókstafur sem virkjar siðfræðina. Hvernig á maður að skilja lögin og réttlátu notagildi laga ef siðfræðina vantar pláss þar. Bara hugleiðing mín sem er kanski nauðsynlegt að velta fyrir sér. Með kveðju Anna.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.11.2009 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.