FL Group # 4 myndbandið.

 Kæru bloggvinir.

Hér kemur FL Group #4 myndbandið á Youtube. Myndböndin okkar um FL Group  hafa fengið yfir 100.000 views á youtube, það var sett saman svona til gamans stíl enda þessar fréttir af FL Group undanfarin misseri reyfarakenndar og ekki batnar það með fréttum dagsins.   Heildarskuldbindingar Baugs við innlenda kröfuhafa voru 1.100 milljónir punda í janúar á þessu ári, eða um 233 milljarðar króna á núverandi gengi. Allar erlendar eignir Baugs eru meira og minna veðsettar í botn.

"FL Group þjófnaðurinn nær hámarki þegar tilkynnt var í vikuni að Northern Travel Holding félagið sem "keypti" Sterling af FL Group sé gjaldþrota.   

Þar með eru ÖLL félögin sem tengjast þessum snillingum gjaldþrota. 

Baugur, FL Group/Stoðir, Fons, Northern travel holding, Teymi, 365 o.sv.frv. og skilja eftir sig skuldir uppá hundruðir þúsundir milljónir.    Þeir ganga allir um bæinn eins og ekkert af þessu komi þeim við,  ætli  þeir fái virkilega að halda öllum villunum sínum, lúxusbílum, leiktækum sínum sem þjóðin situr uppi með að þurfa borga að lokum! 
 En það eru fjölmargar spurningar sem eftir standa og því gerðum við FL Group Part 4.  FL Group 4 myndbandið má sjá hér: 

 

 

http://www.youtube.com/watch?v=FtOUNtgCG3I

  

Hægt er að nálgst fyrri myndbönd á  www.baugsmalid.is   

Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.   

Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast.

Jón Gerald Sullenberger


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn einn ágætur minnisvarði yfir meintri "snilld" Jóns Náskers og bófafélagsins hans.  Takk fyrir myndirnar og baráttuþrekið. Eitt er athyglisvert að Náskerið hefur aldrei lagt í að gera neinar athugasemdir við myndböndin, (amk. sem manni er kunnugt um) eða hinir gangsterarnir.  Frekar en allar þær upplýsingar sem koma fram á vefnum Baugsmalid.is  Ekki reynt að ljúga því til um skilningsleysi á "viðskiptasnilldinni" eða um grófar lygar og rangfærslur er að ræða, eins og stöðluð Baugsmiðlasvörin hafa verið þegar eitthvað óþverralegt flýtur upp úr Baugsklóakinu.  Hélt að það nægði að flissa af mulletgreiðslu gullgrísins til að hann sendi her lagafauta til að lemja á viðkomandi. 

Mikið djöfull hefur öflugt hreðjatak á ræflinum.  :O)

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 19:47

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

flott framtak hjá þér Jón.. keep it up. Raddir þeirra sem vita um spillinguna mega ekki þagna.

Óskar Þorkelsson, 22.8.2009 kl. 10:47

3 identicon

Neglum þessa glæpamenn á hurðirnar í fjármálaeftirlitinu,ásamt nokkrum stjórnmálamönnum.

magnús steinar (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 15:26

4 identicon

Takk, Jón   fyrir öll þín innlegg í baráttu okkar allra fyrir réttlætinu.

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 00:34

5 Smámynd: ThoR-E

ætli  þeir fái virkilega að halda öllum villunum sínum, lúxusbílum, leiktækum sínum sem þjóðin situr uppi með að þurfa borga að lokum! 

Fréttir bárust af því fyrir einhverjum vikum að einn útrásarvíkingurinn flutti erlendis í gámum lúxusbifreiðar og önnur leiktæki, tugmilljónavirði. Án efa svo ekki sé hægt að taka þetta upp í skuldir þeirra, sem jú, við endum á að borga.

Þetta kvittuðu yfirvöld upp á, án athugasemda... flutt út með Eimskip... kannski til Tortola..? svona svo þeir geti keyrt í bankana þar og tekið út peningana okkar.

Þú og þið eigið heiður skilinn fyrir ykkar tilraunir til að fletta ofan af þessum glæpahundum.

ThoR-E, 31.8.2009 kl. 19:30

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta fellur undir efnahagsleg hryðjuverk samkvæmt EU stjórnlagaramnnun það er glæpurinn felst í afleiðingu athafnanna óháð greindarvísitölu fyrirfólksins þar sem þetta olli skaða á reikingsjöfnuði hins opinbera fulltúa almennings. 

Setjandi ríkistjórn undir Forseta fyrirfólksins kastaði steinum úr glerhúsi þegar hún var í stjórnarandstöðu. 

Júlíus Björnsson, 1.9.2009 kl. 03:17

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl kæri Jón.

Viltu vera svo vænn, ef þú getur,að segja mér hvort myndin sem ég læt fylgja með sé af höll geislaBAUGSfeðganna í Lake Nona í Florída. Ef svo er veistu hvar hægt er að nálgast fleiri myndir af höllinni dýru ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.9.2009 kl. 21:37

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Haga hlutum af sinni henti stefni og brjóta öllu lög og hefðir um heilbrigða viðskiptahætti með 700 milljarða loka þjóðarálagningu er snilld í í augum hálfvita. Afleiðingar allrar háttsemi sem skaða 3 aðila eru andfélagslegar og kolólöglegar að skilning flestra sem hafa snefil af skilning á lögum réttarríkisins. Stærð skaðans gefur ekki tilefni til Bónusafsláttar af hálfu löggjafans. Blinda má dómgreind með gjafmildi og lánafyrirgreiðslum.

Haga sér langvarandi í þágu heildarhagsmunar markaðarins er það sem gildir um þátttöku rétt þótt sumir líti á það sem aukaatriði. 

Efnahagshryðjuverk eru velskilgreind í stjórnskipunarlögum Meðlima-Ríkja EU. Ótrúlegt að neyða Breta til að beita þeim. Gott að eiga fjölmiðla og rugla þessu við hryðjuverkalög sem er beitt geng vopnuðum einstaklingum eða samtökum.  

Það er ekki glæpur Íslensk almennings að treysta hinu opinbera og ekki skylda að gruna það um siðspillingu. Heldur eiga fórnarlömb glæpsamlegra athafna ekki að bera ábyrgð á skaðanum sem það olli þeim eða almenningi annarra þjóða. Skilja ber hafranna frá sauðunum.

Maður sem á hús sem má sprengja það í loft upp en ber ábyrgð á því að sprenging valdi ekki tjóni á eigum annarra.  Þetta kallast virðingarverður dómara skilningur á samhengi lagarammanna. Víðsýni áttvísi sem er mjög ábótavanti hjá þröngsýnu eiginhagsmuna einstefnumörkunnar farvegi fyrir-fólks Íslands.  Samhengið er aðalatriðið í málum af þessum toga skipulagðrar glæpastarfsemi en ekki eitt og löglegt atriði að því er virðist.

Bretar eru búnir að vera græða efnahagslega á Íslenskum gjaldmiðla útflutningi örugglega síðan 1986. Alþjóðsamfélag mun öruggleg opinberalega um 2004 vera búið að gera sér sér grein fyrir hvert stefndi og vara aðila við að allt væri að fara úr böndunum. 

Júlíus Björnsson, 1.9.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband