FL Group 3 hluti

Kæru fjölmiðlar, Myndböndin okkar um FL group  hafa fengið yfir 100.000 views á youtube, það var sett saman svona til gamans stíl enda þessar fréttir af FL Group undanfarin misseri reyfarakenndar og ekki batnar það með fréttum dagsins.  Féttir dagsins:  Stjórn Northern Travel Holding hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.  "FL Group þjófnaðurinn nær hámarki þegar tilkynnt er í dag að Northern Travel Holding félagið sem "keypti" Sterling af FL Group sé gjaldþrota.   Þar með eru ÖLL félögin sem tengjast þessum snillingum gjaldþrota.   Baugur, FL Group/Stoðir, Fons, Northern travel holding, Teymi, 365 o.sv.frv. og skilja eftir sig skuldir uppá hundruðir þúsundir milljónir.    Þeir ganga allir um bæinn eins og ekkert af þessu komi þeim við,  ætli  þeir fái virkilega að halda öllum villunum sínum, lúxusbílum, leiktækum sínum sem þjóðin situr uppi með að þurfa borga að lokum!  
En það eru fjölmargar spurningar sem eftir standa og því gerðum við part 3 sem er nú kominn inná youtube.  FL Group 3 myndbandið má sjá hér: http://www.youtube.com/watch?v=UVPp9rj3S4A  FL Group 4 hluti væntanlegur með haustinu. Hægt er að nálgst fyrri myndbönd á  www.baugsmalid.is    

 

Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.   

Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast

Jón Gerald Sullenberger.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Þetta er hræðilegt!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!   Ég skammast mín fyrir að einhverjir íslenskir einstaklingar geti hagað sér svona og eru enn að!!!!!!!!  ....  Bestu þakkir fyrir þessi myndbönd, en það er virkilega sorglegt að sjá hvernig þessir svokölluðu útrásarvíkingar höguðu sér ( og gera enn) PLÚS nokkrir aðrir sem hafa sloppið við umræðu hingað til .........

Katrín Linda Óskarsdóttir, 18.8.2009 kl. 20:35

2 identicon

Góð samantekt á mannamáli sem staðfestir hve fjarri öllum raunveruleika þessir "auðmenn" eru.

Margur verður af aurum api

"Ábyrgðarmaðurinn" (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 20:46

3 identicon

Æji Jón Gerald - get a life. Enn ertu að tyggja gömlu Jóns Ásgeirs og FL frasana. En þú ert auðvitað að fara opna búð og þarft að halda geislabaugnum við. Ég sé eftir þessum mínútum sem fóru í að horfa á þetta.

borgari (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 21:46

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir þetta Jón. Er eitthvað skrýtið að núverandi stjórn landsins hafi mótbyr miðað við svona auðjöfrapressu? Bið bara um að þessir sjálfstæðis-svikagæjar komist ekki aftur að við að svíkja meir út úr heiðarlegum íslendingum.

Gangi þér vel með verslunina  .

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.8.2009 kl. 21:55

5 identicon

Takk fyrir þetta Jón, mjög gaman að þessum myndböndum. Nú vonar maður bara að þessir menn verði sóttir til saka...en einhvern veginn efast ég um það.

Krummi (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 11:49

6 identicon

Hvernig eiga menn að ganga um bæinn svo sjá megi að þetta komi þeim við?

Gunnar (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 12:23

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Anna Sigríður:  Í öllum guðanna bænum ekki bendla þetta hyski við Sjálfstæðisflokkinn,  sennilega standa þeir nær Samfylkingunni - enda varðir af Ingibjörgu Sólrúnu í Borgarnesræðunni frægu.

Og það gæti verið nærri lagi að "borgari" vinni hjá Bónusfjölskyldunni miðað við færslu hans.

En þetta er gott hjá þér Jón Gerald - vonandi opnar verslunin fljótlega - ég mun að sjálfsögðu keyra úr Grafarvoginum í Kópavoginn - til þess að losna við að versla við þessa "fjölskyldu" sem á stærstan þátt í að koma landinu á hausinn.  Með von um að næsta verslunin þín opni í Grafarvoginum !!!

Sigurður Sigurðsson, 19.8.2009 kl. 16:00

8 identicon

Sæll Jón, ágætt hjá þér að vekja enn og aftur athygli á þessu. Ég þekki þig auðvitað ekki neitt en hef á tilfinningunni að þetta séu endalaus sárindi yfir því að fá ekki að vera með í sandkassaleiknum! Voru þessir kallar allir ekki "einu sinni" vinir þínir og þú að eiga viðskipti við þá og með þeim? Varð bara aðeins að tjá mig. Kveðja.

Ása Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 17:21

9 identicon

Jón.  Flott myndband, eins og öll hin.  Takk fyrir.

Anna Sigríður.  Hef það fyrir satt frá sömu aðilum og halda til haga X - merkingum auðróna í kosningum, að þeir hafa líka sýnt á óaðyggjandi hátt fram á að yfir 90% dæmdra sakamanna í alvarlegum ofbeldismálum, eins og td. morðum eru kjósendur Samspillingarinnar og Vinstri grænna.  Vona að þær upplýsingar gagnist þér vel.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 19:42

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur 2 Gunnarsson IP gægi! Þetta var of flókið fyrir mig enda ekki í sömu vídd og þú á Íslandi greinilega. Hvað ertu að meina? Ertu að gera kannanir á Litla Hrauni eða hjá læknamafíu Vogsbóndans? Eða sálfræðingsins bróður hans á Landspítalanum á Hringbraut? Á eiginlega ekki von á að sjá svar sem ég skil frá þér, þannig að þú skalt ekki ómaka þig við að reyna að svara mér.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.8.2009 kl. 23:01

11 identicon

Nei Anna Sigríður.  Einföldustu hlutir þvælast illilega fyrir þér.  Því miður fyrir okkur hin sem slysumst til að lesa "snilldina" frá þér.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 19:31

12 identicon

Hvenær opnar verslunin í Kópavoginum ?

 Gott myndband og sé ekki eftir mínútunum sem fór í að horfa ;)

ætla að kíkja á næsta..

Gangi þér rosalega vel með nýju verslunina.

Gudbjorg (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 00:00

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur 2. Gunnarsson! þú telur þig semsagt æðri? Líði þér bara vel með og óska þér góðs gengis með það. Einn góðan veðurdag skilur þú kanski að þú ert ekki æðri en aðrir, og þínar skoðanir hvorki réttari né rangari en annara.

Allra skoðanir eru jafn nauðsynlegar að mínu mati. Þínar líka þó ég skilji þær ekki. Ég þarf líka að læra. Biðst velvirðingar að vera að tuða þetta á síðunni þinni Jón Gerald. Hef aldrei haft á tilfinningunni að þú viljir ekki heyra allra skoðanir. Fyrir það virði ég þig .

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.8.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband