Loks góðar fréttir frá Bretlandi, breska efnahagsbrotastofan býður aðstoð við rannsókn bankahrunsins

Efnahagsbrotastofnunin breska (Serious Fraud Office) hefur boðið þeim sem rannsaka bankahrunið á Íslandi aðstoð sína og samstarf eftir að hafa kynnt sér lánaskýrslu Kaupþings sem lekið var á netið.

Þá vilja sérfræðingar SFO koma á fundi með Evu Joly, ráðgjafa saksóknara bankahrunsins, og ráðgast við hana um rannsóknina og starfshætti íslensku bankanna.

Þiggjum alla aðstoð sem okkur býðst því ekki veitir okkur af !

Svo er Jón Ásgeir í vinnu hjá  skilanefnd Landsbankans í London, þeir ættu kanski að fá fund með honum líka hann er nú einu sinni í vinnu hjá hinu opinbera allavega greiðir þjóðin launin hans í dag það er fyrir víst.

Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.   

Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hvað er ða gerast með búðina....við bíðum öll!!!!

Haraldur Haraldsson, 7.8.2009 kl. 23:51

2 identicon

Hvernig getur það skeð að Jón Ásgeir sitji i skilanefnd á launum hja Rikinu ??? og liklega husnæði með !  er þetta ekki að verða komið nóg , hvernig getur folk látið bjóða ser þetta og aðhafst ekki neitt   ????   Hvergi nema á Islandi gætu svona hlutir gerst !!!!

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 01:04

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef gevi-einkabankarni hefðu verið settir á hausin með tilsvarndi uppboðum þá  telja að einginfjárstaða Íslenskraheimila og Ríkisins væri allt önnur en hún er í dag. Fjárfestar hefðu mætt þá og því aðeins þeir teldu skuldlausn eiginlega rekstrarstarfsemi  arðbæra, ekki síst hefði EU bankarnir boðið í til að tryggja sjálfan sig.  Aðalatrið er að nýir eigendur eru fjársterkari og sætti sig við að hámarka arðsemi með tilliti til heimamarkaðar. Þessi uppboð hefðu gertað tekið tvo ár og verið skipulögð þannig að ylli heimilunum sem minnstum skaða. Stórhluti af rekstrinum sem málið varðar mun ekki binda mikið fé í yfirbyggingu hvað varða eignir til að byrja með. 

Júlíus Björnsson, 8.8.2009 kl. 15:17

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Heilbrigð skynsemi er ekki til í orðaforða Íslendinga og mun ekki verða. Þess vegna á Ísland enga framtíð.

Finnur Bárðarson, 8.8.2009 kl. 19:43

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Heeemmmm...

Eru bretarnir ekki hinu meginn við borðið þessa dagana?? Væri mögulegt að fá Kanann að málinu? Ef hverju er ekki hægt að horfa út fyrir fjóshauginn??

Það tók þá á Veggstræti ekki nema örfáa mánuði að setja Maddoff í 150 ára fangelsi... Þeir eru í betri æfingu og gætu jafnvel átt löggjöf sem væri marktækari en sú sem samin er í Brussel. Við sjáum hvernig það gekk hjá dírektívinu.

Sindri Karl Sigurðsson, 8.8.2009 kl. 20:20

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Gerald! Einmitt það sem ég held. þiggjum með þökkum alla hjálp, ekki veitir af.

Gömlu gæjarnir eru ennþá í valdastöðum, held ég, og þess vegna vil ég ekki afgreiða nein mál núna eins og td. icesave. Skil ekki þann ógnarhraða sem þetta mál á að afgreiðast á. Staðan er nú ekki þannig að við getum verið kærulaus í að afgreiða svona mál í flýti. það er algert ábyrgðarleysi og ef stjórnvöld í öðrum löndum skilja það ekki er það að mínu mati ósanngjarnt og ábyrgðarlaust. Og ekki fáum við mikla virðingu fyrir slík vinnubrögð. Dáist samt að ríkisstjórninni fyrir þann gífurlega þugnað sem þau hafa sýnt í að leysa þessi mál. Dugnaður og vinnusemi er mikil dyggð. Verum gagnrýnin á okkur sem þjóð en gleymum ekki að vera gagnrýnin á aðrar þjóðir líka innan sanngjarnra marka.

Eva Joly er í vinnu við að upplýsa svik og svindl. þökk sé henni. Maður á alltaf að lesa samning áður en maður skrifar undir. Og maður verður að vita hvað málið snýst um ef maður skrifar undir. Allir íslendingar eru ábyrgir fyrir sinni sjálfstæðu skoðun og afstöðu ef þeir hafa kosningarétt. það er almúgans ábyrgð. Ég er að reyna að taka mína ábyrgð alvarlega. Gengur kanski misvel! þess vegna blogga ég til að reyna að læra og skilja sem flest sjónarmið til að geta tekið sanngjarna afstöðu.

Finnur. Ísland á framtíð ef fólk stendur saman sem þjóð. Annars ekki. Stöndum með þeim sem eru að reyna að vinna að sanngjörnum lausnum! Allir gera mistök og ber að virða það ef mistökin eru gerð óvart. En mistök sem eru plönuð og gerð viljandi eru ekki í náðinni hjá mér. (Svolítill indíáni í mér þar.) Er samt að reyna að temja mér kærleiksríkt umburðarlyndi. það kemur ekki af sjálfu sér og er ég alveg viss um að þú skilur hvað ég meina.

Við skulum vona að Jón Gerald geti skapað aðeins réttlátara viðskiptalíf hér á landi. Einhvernveginn trúi ég því. Veit ekki alveg af hverju, en það er bara tilfinning. Augu fólks ljúga ekki svo létt.

Gefum öllum séns sem ekki hafa svikið okkur. Hef ég kanski rangt fyrir mér? Enginn hefur alltaf rétt fyrir sér. Besta leiðin til að læra er að hlusta á aðra og læra af því. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.8.2009 kl. 20:44

7 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Hvaða Jón Ásgeir áttu við: "Svo er Jón Ásgeir í vinnu hjá  skilanefnd Landsbankans í London" - KVEÐJA Inga

Ingibjörg Magnúsdóttir, 8.8.2009 kl. 22:59

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ingibjörg :  Jón Ásgeir Jóhannesson, annar geislaBAUGSfeðganna, er í stjórnum allmargra fyrirtækja að beiðni skilanefndarinnar í fyrirtækjum sem Landsbankinn fékk í hausinn frá þeim feðgum með alkunnum skelli á bossa þjóðarinnar. Fyrir þetta viðvik, nokkrum sinnum á ári, þiggur hann ófáar milljónir í laun mánaðarlega.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.8.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband