Setti ég Ísland á hausinn?“ Ekki spurning Jón Ásgeir Jóhannesson þú átt stóran þátt í því.

Ég tek þessa dóma nærri mér og er ekki sáttur við þá,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, í grein í Morgunblaðinu í dag sem ber yfirskriftina „Setti ég Ísland á hausinn?“.

Þar segist hann hafa verið kallaður óreiðumaður, glæpamaður, fjárglæframaður, „þúsundmilljarðamaðurinn“ og sagt hafi verið að hann hafi komið Íslandi á hausinn. „Þessa viðhorfs virðist gæta víða í þjóðfélaginu, meira að segja á Alþingi og í Seðlabankanum.

Þessi viðurnefni og upphrópanir byggjast ekki á mikilli yfirvegun eða ígrundun, en eru að einhverju leyti skiljanleg í andrúmslofti reiði og öryggisleysis,“ segir Jón Ásgeir og segist reiðubúinn að axla þá sanngjörnu ábyrgð sem honum beri.

12_staerstu_887928

Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.   

Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvers vegna geriru alltaf svona litid ur thinum hlut i thessu?

siggi (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Siggi minn: Hver er hlutur Jóns Geralds í þessum lántökum? Geturðu upplýst okku um það?

Jón Steinar Ragnarsson, 3.8.2009 kl. 00:44

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón Gerald.

Án þess að hafa lesið þessa hina sömu grein veit ég eigi að síður að Jón Ásgeir er ekki saklausari en þau hin sömu stjórnvöld sem settu skilyrði einokunarstarfssemi matvælafyrirtækja með fjölmiðlafyrirtæki innan sinna vébanda, með einokun í stað samkeppni orsakaði í íslensku efnahagslífi. en sápuóperan heldur áfram og nú undir náð nýrra stjórnarherra.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.8.2009 kl. 02:13

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Jón Gerald.

Þetta einelti taparans, sem þú stundar gagnvart Jóni Ásgeiri, virðist mér löngu komið út í þráhyggju hjá þér.  Ekki ætla ég að setja neinn geislabaug á Jón Ásgeir, en mér virðist fólk yfirleitt gleyma að taka tillit til umfangs þess rekstrar sem tengdur var orðinn nafni hans. Erfitt er að ná heildarmynd svo umfangsmikils rekstrar, en ef við reynum að skapa mynd út frá því að starfsmannafjöldi fyrirtækja hans var orðinn slíkur að jafngilti öðrum hverjum vinnandi manni á höfuðborgarsvæði okkar.

Þú ert rekstrarmaður, og segist vera að koma upp lágvöruverslun hér hjá okkur. Sú verslun mun þurfa fjárfestinga- og veltufjármagn.  Starfsmenn í þessari verslun vera kannski 15. Ef þú nú margfaldaðir fjármagnsþörf þína - til að koma upp þessari litlu verslun - með  t. d. starfsmannafjölda og ætluðu veltufjármagni allra fyrirtækja sem tengdust Jóni Ásgeiri, fyrir hrun, hver ætli útkoman yrði?

Gæti það verið að hlutfallslegar skuldir þínar væru ekki minni en Jóns Ásgeirs?

Það hefur vakið athygli mína í öllu því hruni sem orðið hefur - á  heimsmælikvarða - og ekki hvað minnst í verslunar- og þjónustuumhverfinu, hve samspilið milli Jóns Ásgeirs og lánveitenda hans, er með allt öðrum hætti en samskipti lánveitenda við aðra, svokallaða "útrásarvíkinga".

Vel má vera að í ljós komi eitthvað sem Jón Ásgeir hafi gert, sem skapi honum refsiábyrgð. Það getur einungis tíminn leitt í ljós, en enn virðast hann og lánveitendurnir berjast í sama liði, fyrir því að endurheimta sem mest af fjármunum úr heimshruni viðskiptaumhverfisins, ekki bara umhverfi Jóns Ásgeirs.

Vel má vera að þér takist að bjóða landsmönnum okkar góðar vörur á lægra verði en Bónus hefur gert undanfarna áratugi. Verði raunin sú, að þér takist til langs tíma (en ekki bara meðan keyptir eru upp fyrningarlagerar), að bjóða sambærilegt, eða lægra verð en Bónus, mun þjóðin áreiðanlega taka því með jákvæðum hætti. Ég held að henni sé sama hvaðan gott kemur, bara að það vari til lengri tíma, en verði ekki bara til þess að setja fyrirtæki í lágvöruverslun hér á landi á hausinn og þjóðin sitji svo uppi með skaðann.

Því verður ekki neitað, að enn hafa engir aðilar komið fram sem hafa getað selt vöru hér, til langs tíma, á lægra verði en Bónus.  Engum hefur verið bannað að spreyta sig í samkeppninni, en enn hefur enginn náð árangri eða fótfestu.

Ég óska þér alls góðs í framtíðinni, en bið þig um leið að gæta þess að þetta einelti þitt við Jón Ásgeir er farið að gefa frekar ljóta mynd af sálarástandi þínu, sem allt eins gæti virkað truflandi á samskipti þín við fjármálastofnanir og fjárfesta.

Það er að mörgu að hyggja, þegar farsæla framtíð skal byggja.

Með kveðju, G. J. 

Guðbjörn Jónsson, 3.8.2009 kl. 10:27

5 identicon

Guðbjörn. Endilega útskýrðu betur hvernig Jón Gerald getur verið "TAPARI" á því að hafað ekki tekið þátt í svínaríinu og væntalega stórafbrotum með Jóni Ásgeiri, sem og hvernig þeð flokkast undir "EINELTI" þegar almennir borgarar þora benda á óeðlileg og jafnvel ólögleg vinnubrögð aðila?

Hvað viltu kalla þá á DV og fleiri sem td. hafa verið að fletta ofan af Björgúlfsfeðgum og Landsbankaglæpastarfseminni?

Eða hvað með litla Kaupþingsmanninn sem lak glærunum og örugglega fleiru?

Er það líka "EINELTI TAPARA" sem er þér og hugsanlega þínum meðhlægjendum ekki að skapi?

Hugnast þér betur ÖLL ÞÖGGUN eins og þeim sem endalaust er verið að veiða upp úr skítahaugnum þessi misserin?

Jón Gerald á heiður skilið fyrir sitt dýrmæta framlag til þjóðfélagsins í þessum myrkramálum, sem er alltaf að koma betur í ljós. Segist hugur að það sama eigi ekki við þig og þína líka.

Guðmundur 2 Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 12:23

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Guðbjörn segir :

Því verður ekki neitað, að enn hafa engir aðilar komið fram sem hafa getað selt vöru hér, til langs tíma, á lægra verði en Bónus.  Engum hefur verið bannað að spreyta sig í samkeppninni, en enn hefur enginn náð árangri eða fótfestu.

Þetta lýsir algerri fákunnáttu á íslenskum matvælamarkaði og verslunarháttum.  Bónus hefur pressað niður verð til innlendra framleiðenda með hótunum um óheftan innflutning ef þeir lækki ekki verðið.. þeir hafa sett fleiri fyrirtæki á hausinn en nokkuð annað fyrirtæki á íslandi.. allt í þágu lágs vöruverðs !  Þetta er lágvöruverslun með smá skítabragði.. en sumir mæra þetta upp til skýjanna .. ég er ekki einn þeirra.

Ef þú ætlar í samkeppni við bónus þá hafa þeir , eða höfðu, fjármagn til þess að pressa niður sín verð og oft langt niður fyrir velæmismörk.. enda hafa þeir verið dæmdir fyrir slíka tilburði á markaðnum.. því þetta er jú mjólkurkýr Jóns Ásgeirs. Þeir drepa alla samkeppni niður í fæðingu og notuðu síðan bankana sér í hag þegar þurfa þótti.. en ég held samt að sem betur fer hafi bónus/hagar ekki lengur aðgengi að ótakmörkuðu fjármagni.

Óskar Þorkelsson, 3.8.2009 kl. 12:50

7 Smámynd: DanTh

Er Guðbjörn eins og ráðvilt þjóðarsálin? Setur alla rökfasta gagnrýni og upplýsingagjöf í neikvætt samhengi. Hví leggst Guðbjörn á sveif með spillingaröflum þjóðarinnar með orðræðu sinni? Jónína Ben hefur fengið yfir sig svona rugl eins og Guðbjörn nú eys yfir Jón Gerald. Hrannar, þetta erki fífl, réðist að Evu Joly fyrir að vera föst fyrir og hafa kynnt meðal þjóða staðreyndir IceSave. Hvaða hugsun, hvaða hugarfar er þarna á bakvið?

Guðbjörn, þetta er ekki einelti, það þarf að halda gagnrýninni og upplýsingagjöfinni um spillingu þessara manna á lofti uns múrar blekkingarinnar hrynja. Jón Gerald hefur þann slagkraft og það afl sem við þurfum til þess brjóta niður þá múra. Þín skrif, Guðbjörn, hlaða hinsvegar í þær sprungur sem þar eru komnar og það er réttlætinu ekki til framdráttar.

Ég vil þakka Jóni Gerald fyrir að hafa haft kjark og dug til að standa uppi í hárinu á því pakki sem hér fór um ræningjahendi. Þetta lið lét sem það starfaði í þágu almennings en í raun rændi það þjóðina afrakstri braustrits síns.

DanTh, 3.8.2009 kl. 13:04

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það verður að halda því til haga að Jón Gerald Sullenberger og Jónína Benediktsdóttir voru þau einu sem þorðu að takast á við Jón Ásgeir Jóhannesson og félaga.

Það eru nokkur ár síðan að þetta fólk benti okkur á hvað var að gerast og við tókum ekkert mark á því. Ríkislögreglustjóri rannsakaði viðskipti þessara manna og ákærði þá. Hæstiréttur taldi sér ekki stætt á því að dæma þá nema fyrir lítinn hluta þeirra afbrota sem þeir frömdu. Ekki ætla ég Hæstarétti Íslands að hafa verið hræddur við Jón Ásgeir og félaga, en fullkomlega ljóst er að einhliða áróður allra fjölmiðla gegn Ríkislögreglustjóra og rannsókn hans á þessum málum hefur haft áhrif á réttinn.

Íslenskir fjölmiðlar voru fullir af fréttum um að það, sem í raun voru hreinir og klárir glæpir, væru bara venjuleg viðskipti á Íslandi í dag! Það er ekki síst við fjölmiðla - sem nú hafa sett upp englaandlit - að allir þessir menn komust upp með að setja okkur á hausinn.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.8.2009 kl. 13:21

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Óskar hefur lög að mæla!

Júlíus Björnsson, 3.8.2009 kl. 15:09

10 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Jón Ásgeir er auðvitað ekkert annað en skúrkur og glæpamaður sem hefur með markvissum svikamillum og skipulagðri glæpastarfsemi komið skuldum yfir á almenning.

Jón Kristófer Arnarson, 3.8.2009 kl. 16:43

11 identicon

Guðbjörn, hvað hefur komið fyrir þig ??

Þú hefur alltaf verið einn af mínum uppáhaldsbloggurum, ekki vegna þess sem þú segir, heldur hvernig þú segir það. S.S kemur vel fyrir. Ég reyni alltaf að gæta mín á að lenda ekki í múgæsingu. Í þessu máli er sekt okkar fyrrum útrásar-greifa það augljós í mínu hjarta að ómögulegt er fyrir mig að vernda málstað þeirra.

Samkeppni á smávörumarkaði á Íslandi hefur verið ÓMÖGULEG fyrir alla sem viljað hafa "starta" verslun eftir 1994 !! Bónus er eins og kommúnisminn, tær, einlægur og fallegur á blaði, en í raunveruleikanum er hann óréttlátur, eigingjarn, skítugur og hrokafullur.

Bónus hefði ALDREI náð þessu gripi á markaðinum ef Hagkaup hefði afgreitt þá á sínum tíma líkt og Bónus afgreiðir sína mögulegu keppinauta í dag og undanfarin ár!!

Það er auðvelt að bjóða lægsta verðið þegar þú býður einnig verð númer 2,3,4 og 5.

Bónus hugmyndin í Skútuvogi er ímynd feðganna, þeir lifa á þessari ímynd, þeir þrífast á þessari ímynd, þeir vita vel hve sterk þessi ímynd er og nota hana því óspart.

Bónus var fallegt í byrjun, rétt eins og kommúnisminn. Bónus ímyndin í dag er jafn falleg og kommúnisminn var undir stjórn stalíns.

Þá var talað um að byltingin hafi étið börnin sín,  þessi málsháttur á jafn vel við í dag og hann átti við á sínum tíma !!!

Bónus er okkar kross að bera, jafnvel þótt verslunin hafi fæðst sem frelsari !!

runar (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 17:39

12 identicon

Jóhannes grét mikið og hátt í fjölmiðlum á sínum tíma yfir "risahlutdeild" Hagkaup á markaðinum, sem var heil 11%.  Hann fullyrti að einokunaraðstaða stórveldisins væri hrein og klár aðför að þjóðinni.

Sjálfsagt hefur ýmislegt verið satt því sem eigandi gullsvínsins sagði þá, en þess bera að geta fyrir Guðbjörn og fleiri, þegar að þjóðin áttaði sig á að Bónuskeisarinn var á adamsklæðunum einum þegar hrunið varð, þá var Baugur með 70% markaðshlutdeild á stór- Reykjarvíkur svæðinu, og 60% að landsvísu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 17:55

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Arnþór.  Það var engin dómsátt gerð.

Vegna hræðslu við fjölmiðla geislaBAUGSfeðga og múgæsingu sem þeir komu af stað um „Baugsmálið“ á sínum tíma, þá vísaði héraðsdómur lunganu af hinum vel rannsökuðu málum frá vegna formgalla. Þá voru flest þeirra lögð fram á ný með lagfæringum eftir leiðbeiningum sem menn töldu sig lesa úr frávísununum áður. Það dugði ekki til og málunum vísað á ný frá vegna formgalla á því hvernig ákærurnar voru orðaðar - ekki vegna ákærumálanna sjálfra. Slík var hræðsla manna við þetta ógnarveldi geislaBAUGSfeðganna, að þeir töldu vissara að vísa til formgalla heldur en verða að rétta yfir þeim því niðurstaðan virtist borðleggjandi = sekir ! Þess má geta að viðlíka mál, bara á aðra sakborninga, höfðu um áratugi verið lögð fram í héraðsdómi með nákvæmlega sama orðalagi um sams konar brot, án þess að þeim væri vísað frá þá. Skrítið ? ? ?

Þessi nokkru mál sem komust alla leið í Hæstarétt lyktaði með sakfellingu Baugsmanna með fangelsisdómi sem var þó skilorðsbundinn.

Þó naga nú geislaBAUGSfeðgarnir sig nú sennilega í handarbökin þegar þeir ætluðu að ná sér niður á Jóni Geraldi og draga hann fram sem sakborning í stað þess að hafa fengið að standa utan við það fram að þeim tíma. Þetta varð til þess að Jón Gerald öðlaðist réttarstöðu sakbornings. Þetta gerði það að verkum að Jón Gerald gat kallað eftir hverju einasta málskjali sem kom þessum málum við. Það varð til þess að þöggun sú sem var í gangi um hina glæpsamlegu starfsemi sem ákært var fyrir, gat Jón Geral birt og fengið fjölmiðlum í hendur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.8.2009 kl. 19:46

14 Smámynd: Huckabee

Sæll Jón

Er þetta ekki að verða gott hjá þér með baugarana ?Bíð spenntur að koma í viðskipti til þin í Sulla Kjör vonandi fær verzlunin notið krafta þinna óskipt.

Hafðu það gott í eilífri náðinni annars bugar nafni þig hjálparlaust

Huckabee, 3.8.2009 kl. 19:58

15 identicon

Þakka þér fyrir það sem þú hefur gert - eða öllu heldur reynt að gera fyrir okkur heyrnar- og sjónlausa þjóðina - Jón Gerald Sullenberger. 

Ég dáist að eldmóði þínum, ekki láta deigan síga.  Það er ekki enn kominn tími á vopnahlé gagnvart þessum nöðrum.

Sigrún G. (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 20:06

16 Smámynd: Huckabee

Þetta með Dómsátt þá skil ég ekki það orð?

Ef dómur er kveðin upp þá er það niðurstaða dóms

Ef  sátt  hagsmunaðila náðst áður en dómur fellur  þá er það samkomulag eða hvað ?

Menn skreyta sig oft með einhverjum lögfræðiálitum og furðu oft virkar það vel.

Lögmenn starfa oftast fyrir umbjóðendur og með þeirra hagsmuni í fyrirrúmi .

Hundurinn bítur ekki í hönd þess sem fæðir hann.

Á

Huckabee, 3.8.2009 kl. 20:08

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í gamla daga þá voru ekki tekin kredit kort og verð sögð ódýri vegna þess. En skýring er að þurrvörur með fimmdaga sölutíma  kosta lítið. Ávextir og grænmeti í 5 verðfl. vegna aldur sem eru merkir 1 verðflokkur áður en þeirra fóru í geymslu er líka ódýrir á mörkuðum erlendis. 10% markaðshópurinn til að byrja með átti engin kredit kort og flestir atvinnulausir. Allir sælgtisafgangar voru seldir með álagningu eins og matvara. Þetta fannst mér flottast. Hinsvegar var þetta allt gert með lánsviðskiptum við áhættuvaxtalánafyrirtæki  sem síðar fór hausinn af því það átt ekkert kass eintómar pappa eignir.  Alþjóða viðskipti verða ekki lærð í langskólanámi.  Annaðhvort eru genin í þeim eða ekki. Ég bíð ekki er upplýsingum frá hagspekingum í 12 mánuði. Maður fer bara á staðinn, það er nógu ef viðskipta greindin er í lagi. Það er það sem er bak við Frontinn.

Con man, shark, charlatan, bunco artist, gold brick, chiseller. Ef menn ætla að græða verða þeir að þekkja þá sem hægt er að vinna með.  Viðskipti ganga út á traust og heiðarleika eins og innan mafíunnar. Þú lýgur ekki nema einu sinni að samstarfsmönnum þar.  Það er hægt að fara í skóla og læra að plata sig þú átt bara vera áhættu sækinn. 

Júlíus Björnsson, 3.8.2009 kl. 21:18

18 Smámynd: ThoR-E

Jón Ásgeir er siðlaus glæpahundur.

Hann gefur okkur 1. krónu afslátt af mjólkurlítra ... en rænir og ruplar í öðrum fyrirtækjum sem við þurfum síðan að borga ... hundruði milljarða.

Þeir sem versla við Bónus í dag ... held ég að ættu að velta fyrir sér hvert þessir peningar fara.

Ég versla ekki við Bónus frekar en önnur fyrirtæki í eigu þessara ómenna .. borga frekar nokkrum krónum meira í vöru ... það geri ég með brosi á vör .. í stað þess að halda uppi og styðja við glæpaveldi þessara manna.

ThoR-E, 4.8.2009 kl. 12:13

19 identicon

Sammála AceR.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 12:42

20 identicon

Fínt að fá lágvöruverðsverslun, en heift þín á þessum mönnum á eftir að blinda þig skynsemi um aldur og ævi er ég ansi hrædd um.

Þú hlýtur að búa yfir einhverjum kostum sem þú getur komið á framfæri í stað þess að nota álit þitt á þeim sem ímyndaða tröppu við hvert tækifæri. Þetta er bara orðið pínlegt, burtséð frá áliti mínu á Jóni Ásgeiri.

Hilhal (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 14:19

21 Smámynd: ThoR-E

Hvaða hagsmuni ert þú að verja Hilhal ?

mig minnir að Jón Gerald hafi varað við þessum mönnum ... áður en kom í ljós að þeir voru að ryksuga banka og fyrirtæki að innan ...

hversu pínlegt sem þér finnst ... að þá deilir mest öll þjóðin áliti Jóns á nafna sínum Ásgeiri Jóhannessyni .. sem og restinni af þessum útrásarþjófum.

ThoR-E, 4.8.2009 kl. 17:25

22 Smámynd: ThoR-E

... áður en kom í ljós að þeir voru að ryksuga banka og fyrirtæki að innan ... sem lagði efnahagskerfi landsins í rúst.

átti að standa þarna.

ThoR-E, 4.8.2009 kl. 17:26

23 identicon

Voðalega er aumt að koma með að ég hljóti að vera að verja einhverja hagsmuni.

Reynsla mín af viðskiptum við Jón Ásgeir er ekki góð, síður en svo, svona ef þér líður betur að vita það. En það breytir ekki því áliti sem ég hef á Jóni Geraldi og þeim aðferðum sem hann notar til að spila sig einhvern engil sem flutti til Íslands nánast eins og frelsarinn sjálfur.

Þegar hann flöktar þessum risa vængjum þá fer bara um mig hrollur því það er alltof mikil gremja og reiði í kringum Jón Gerald til að hann sé trúverðugur til þess að gera eitthvað af heilum hug, ólitað.

Hvort sem það er Jón Gerald eða einhver annar þá kann ég aldrei við þessa aðferð sem hann hefur notað og það einungis.

Hann biður fólk að njóta lífsins, hann ætti kannski að taka eigin orð til fyrirmyndar og segja skilið við fortíðina.

En ég hlakka til að sjá þessa verslun, svo það sé á hreinu. Enda hlýtur hún að verða mun ódýrari en Bónus og hver fagnar ekki lækkandi matvöruverði á þessum tímum sérstaklega.

Hilhal (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 18:30

24 Smámynd: Ómar Ingi

Það er nú sérkennilegt að sjá fólk taka upp hanskann fyrir JÁJ en ok ekki málið, skil samt ekki af hverju Jón Gerald má ekki viðra sínar skoðanir , er virkilega ekki batnandi fólki best að lifa , er alveg bannað að hætta að fara villu vegar í lífinu !!.

Ætli þið væruð líka ekki frekar illa við þann mann sem komið hefur illa og reynt að eyðileggja orðstír og líf ykkar.

Hugsið ykkur nær.

Ómar Ingi, 4.8.2009 kl. 19:13

25 identicon

Ég veit ekki hvort þessum orðum er beint til mín Ómar en svo ég svari því nú samt, þá er ekkert samasemmerki milli þess að verja Jón Ásgeir og að finnast Jón Gerald keyra áfram á biturleika.

Mér getur þótt báðir ódýrir karakterar.

Hilhal (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 19:19

26 Smámynd: Brattur

Flott athugasemd nr. 6 hjá Óskari... og mikið vildi ég að fleiri væru eins og AceR í athugasemd nr. 19 ... ég skil ekki hvernig fólk getur enn verslað í Bónus eins og þessir menn eru búnir að fara með okkur... er ekki vöruverðið í Bónus orðið svolítið hátt með þeim reikningi sem þeir eru nú að senda íslensku þjóðinni ?

Brattur, 4.8.2009 kl. 20:29

27 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

AceR og Brattur: Það eru bara ekki allir sem hafa efni á að "borga nokkrum krónum meira". Ég veit um marga sem myndu frekar vilja versla annarsstaðar, en hreinlega geta það ekki - varla að peningarnir dugi í Bónus, hvað þá annarsstaðar.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.8.2009 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband