Þjófnaður Jón Ásgeir Jóhannessonar

Íslensk afþreying hf., sem áður starfaði undir nafninu 365 hf., hefur ákveðið að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Engar eignir eru í búinu en allar rekstrareiningar félagsins hafa verið seldar á undanförnum mánuðum.

Á hluthafafundi 20. nóvember á liðnu ári var samþykkt að breyta nafni 365 hf. í Íslenska afþreyingu, en þá hafði fjölmiðlahluti félagsins [m.a. Stöð 2, Fréttablaðið, Bylgjan og visir.is] verði seldur til Nýrrar Sýnar, sem er að stærstum hluta í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Hann á enn Fréttablaðið og Stöð 2 en skuldin upp á 5000 milljónir var skilin eftir fyrir þjóðina að borga.

Kv Jón Gerald Sullenberger.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já þetta er íslensk viðskiptasnilld... sigh !

Óskar Þorkelsson, 2.8.2009 kl. 12:00

2 Smámynd: Davíð Pálsson

Þarf ekki að loka þessum fyrirtækjum strax svo þjóðin fái ekki stærri tapreikning í bakið. Sjálfsagt vil einhver sem á í alvöru til þess pening, t.d. starfsfólkið, kaupa Bylgjuna.

Davíð Pálsson, 2.8.2009 kl. 12:44

3 identicon

Þetta eru áhugaverðar upplýsingar, en það virðast mjög fáir þora að nefna Jón Ásgeir Jóhannessonar á nafn og fjalla um hann. Hef tekið sértaklega eftir því í umræðu síðustu daga.  Hann er hvergi.  M.a. beinist öll reiðin að Kaupþingi.  Ég sá að Jón Ásgeir er með mestar lántökur í bankanum. Það er mjög líklega ekki tilviljun ein.

Það sem fer afskaplega mikið í pirrurnar á mér er þöggunin sem hér er beitt.  Mér er misboðið.  Henni er beitt nú sem fyrr - og grímulaust að þessu sinni. "Kaup" Jóns Ásgeirs  á Stöð2 og fleiri fjölmiðlum er eingöngu til þess gerð að ná þöggunnar-valdi. Stjórnun. Ég hef áður fjallað um það hvernig þjóðinni er haldið í heljargreipum óreiðumanna. Hér.

Hrokinn og mannfirirlitning þeirra auðmannanna sem blóðmjólkuðu einfeldningana í Kaupþingi er yfirgengilegur. Listinn liggur nú fyrri - að hluta til allavega.

Nú ætla óreiðumennirnir að láta sverfa til stáls og láta almenning greiða enn einn reikninginn. Icesave er aðeins hluti þessa.

Ég tel þetta verið komið á endastöð. Innlegg þitt er lóð á vogarskálarnar.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 12:45

4 identicon

Það er alveg merkilegt með þetta umburðarlyndi gagnvart stærsta þjófnum af þeim öllum. Jóni Ásgeiri. Það verður hvellur þegar hann fellur og skuldirnar falla á okkur ásamt öllu hinu. Vitið þið hvað hann kallar íslenska þjóð í Bretlandi. Mjólkurkýr. Ég skora enn og aftur á ykkur öll. Hættið að versla við svínið.

Arndís (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 13:30

5 identicon

Sæll Jón Gerald, þú ert ein af fáum fjölmiðlum sem þorir að nefna baugsfeðga á nafn. Það er aldrei, eða sjaldan minnst á görðir þessarar fjölskyldu, allavega ekki á baugsmiðlunum, Bylgjunni, Stöð 2, Fréttablaðinu, DV, Vísir.is og semi baugsmiðlinum Útvarp Saga. Halltu ótrauður áfram Jón, þjóðin stendur með þér!

Hættum að versla í Baugsbúðum!!!

Lúðvík (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 16:27

6 identicon

Drífa sig að opna þessa búð Jón !!!!skápurinn er að verða tómur

gaurinn með svínaflensuna fer hamförum í heimi blekkinga og glæpa

SS (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 17:42

7 identicon

Já, fólk á að hætta að verzla við þessa auðpunga. Ég er hættur að verzla í Bónus og líka í apótekum Karls Wernerssonar, Lyf og heilsu, Apótekaranum og Skipholtsapóteki. Ég skil ekki fólk, sem getur lagt sig svo lágt, að verzla enn við þessa auðróna. Það getur varla verið hugsandi fólk.

Robbi (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 19:05

8 identicon

Her er talað um mafíutengsl Björgólfa. http://icelandtalks.net

Hvað er að frétta af mafíutengslum Jóns Ásgeirs? 

chosan (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 19:26

9 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Mikið er ég sammála þér Jón.

Og þessir fuglar halda enn áfram í boði forseta lýðveldisins, sem veitti JÁJ útflutningsverðlaunin hér um árið !!!  Var það útflutningur á peningum í skattaskjól sem nautið á Bessastöðum veitti verðlaunin fyrir ??

Ekki má heldur gleyma því hver stöðvaði fjölmiðlafrumvarpið á sínum tíma !!!

Sigurður Sigurðsson, 2.8.2009 kl. 22:04

10 identicon

Hættið að fóðra svínin !

Hættið að versla við þetta glæpahyski !

Fólk mótmælir þessum útrásaraumingjum, og fer svo og kaupir í matinn af svínabúinu ?  HALLÓ ! Bauger ER meinsemdin, þar byrjaði ALLT !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 22:20

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er með allan útlánalista Kaupþings á PDF. Fékk hann á Wikileaks. Ljót lesning og nánast hlægilegt að lesa áhættumat bankans á lánum, sem voru svo há að engin leið var fyrir að lántakendur hefðu veð fyrir þeim. Þetta skjal er ljósasta hugmyndin um hverslags hálvitar þetta voru, sem stýrðu bönkunum. Ég get sent þér skjalið, ef þú sendir mér póst. ´(sjá á mínu bloggi undir höf) 

Jón Steinar Ragnarsson, 2.8.2009 kl. 23:03

12 identicon

Held að allir séu sammála um hvaða karkterar bónusfeðgar eru Jón Gerald. Maður reynir aðversla ekki við neitt sem tengist þessu en það getur verið flókið.

Það sem ég vil vita er hvernig við, væntanlegir kúnnar þínir getum vitað að þú sért ekki nákvæmlega eins. Þeir voru jú "frelsishetjur" einu sinni , og þú á vissan hátt núna, mótvægi.

Spá mín um þá gekk eftir. Um leið og þeir gátu byrjuðu þeir að kúga smákaupmennina og jarða alla samkeppni.

Munt þú gera það og getum við fylgst með þér?

Svar óskast.

Örn.

Örn JOhnson ´67 (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband