17.6.2009 | 11:22
Samkeppni um nafn á nýrri lágverðsverslun
Ég hef undanfarna mánuði unnið að því að undirbúa að setja á laggirnar nýja lágverðsverslun hér á landi.
Nú styttist í að ég get kynnt hvenær verslunin yrði opnuð. Allur undirbúningur er kominn vel á veg og vona ég til þess á næstu vikum að geta sagt ykkur til um hvenær við ætlum að opna og hvar.
Þar sem undirbúningur er kominn svona vel á veg er að því komið að velja barninu nafn. Því höfum við ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um nafn á nýrri lágverðsverslun okkar.
Margar tillögur hafa nú þegar borist um nafn, en engu að síður vill ég fá neytendur í lið með okkur og ætla að verðlauna vinningshafann með 50 þúsund króna vöruúttekt þegar verslunin verður opnuð.
Ef þú telur þig búa yfir góðu íslensku nafni á lágvöruverðsverslun þá sendu okkur endilega póst fyrir 01 júlí 2009.
Nú bið ég ykkur sem viljið leggja okkur lið í nafnaleitinni að senda tillögu á smartkaup@gmail.com
Spörum og njótum lífsins.
Jón Gerald Sullenberger.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:16 | Facebook
Athugasemdir
Skýrðu hana 'Góður' sem er íslenskun á latneska orðinu 'Bonus'.
Steinarr Kr. , 17.6.2009 kl. 12:04
Hvernig væri að stigbreyta góður á spönsku þ.e.a.s. góður <> betri <> bestur þannig :
Bueno (bon fr.) <> mejor <> el mejor ?, en auðvitað koma fleiri mál til og viljum við halda okkur við hið
ylhýra gæti þetta orðið niðurstaðan ; Sú góða <>sú betri <>sú besta (sugoða <>SuGoða <>sú betri <>
SuBetri (Subetri) <> SuBesta (Subesta) .
Datt þetta bara í hug,
Kveðja, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 17.6.2009 kl. 15:41
Ég ætla að skreppa í Kjarakaup hljómar vel, en kannski er bara best að skreppa í Viðbót
(IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 19:07
En,,,með fullri virðingu fyrir manni, með viðskiptavit,,,þurfum við ekki frekar á, að athafnasamt fólk, finni upp á einhverju sniðugu - sem skapar gjaldeyri?
Eftir allt saman, þá sé ég ekki, að lágvöruverlsun - tengist með nokkrum hætti, gjaldeyrissköpun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.6.2009 kl. 21:00
KPG : Bonus á latínu þýðir á íslensku góður.
Astra er stjarna
Pastor bonus er Góði Hirðirinn
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.6.2009 kl. 22:34
Skýrðu hana "Opið" þá spararðu eitt skilti.
50.000 króna vöruútekt hljómar nú svolítið snautlega fyrir jafn stóran þát. Helgarinnkaup fyrir 4ra manna fjölskyldu eða svo. Kíktu á gengið og þá sérðu hvað ég meina.
Mér dettur helst í hug ALLT, sem kemur ábætlega út í typografíunni og auglýsingamenn ættu að eiga gott með að finna góða frasa. Sé að menn eru uppteknir af latínunni og í því samhengi þá þýðir VILIS ódýrt. Hlutlaust nafn. "Kaup" og "kjör" eru algeng viðhengi í svona nöfnum hér, en ég býst við að þú viljir vera meira original. SUNOB er bónus afturábak, ef þú vilt snúa faðirvorinu upp á fjandann.
Eru verðlaunin verðtryggð?
Jón Steinar Ragnarsson, 18.6.2009 kl. 01:31
Forðastu nöfn með kauðslegum og óreglulegum fallbeygingum. Hagkaup er einmitt þannig klúður. Varastu líka að velja nafn, sem auðvelt er að snúa út úr og setja í vont samhengi af illkvittnum.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.6.2009 kl. 01:38
„Búðin“.
Ég er að fara út í Búð.
Ég er að fara í Búðina.
Ertu búinn að fara út í Búð í dag ?
Er Búðin opin í dag ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.6.2009 kl. 02:27
Ég hef nokkrar tillögur fyrir þig:
Kostakaup
Verzla (Ég ætla að skreppa í Verzlu að kaupa mjólk)
Klakinn
Búrið
Er inneignin sem ég fæ 50 þús fyrir vsk? ; )
Kv,
Bjarki
Bjarki Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 10:19
FRÀBÆRT
Jòn loksins eitthvað jàkvætt .Einn talar um að skapa gjaldeyrir ok það er ì lagi en það sem er mjøg mikilvægt er að ìslendingar versli ìslenskar vørur (styðjum ìslenskt ) hljòmar vel .By sjàlfur ì Noregi þar eru hàir tollar à innfluttum vørum. til ad vernda innlenda frammleyðslu.Ìsland hefur besta hràefnið ì heimi ekki spurning. Verslunnin ætti ad heita mìn bùd: okkar verslun.Styðjum þà sem vilja breytingu og betri land,enn og aftur mafìunna burtu, støndum saman um breytt og betra Ìsland.
Svo skal èg reyna að koma oftar til Ìsland med gjaldeyrir
.
esjus (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 07:37
Ég vil tengja nýju verslunina hans Jóns Gerald Sullenberger við hans ágæta nafn og persónu. STJÖRNUBERG. :O) (Hann er og verður okkar nýja stjarna þessa lands) :) Hann sem Stjarna og nafn hans endar berger. Vel því nafnið STJÖRNUBERG :O)
inga eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 13:40
Hvernig væri að skýra hana ICESAVE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Valur Júlíusson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 16:08
Mæli með Ísbjörgu.
Kolla (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 00:25
Krónus.
Billi bilaði, 27.6.2009 kl. 09:15
allavega ekki smartkaup.
þurfum íslenskt nafn á búðina á nýja íslandi.
gunnar (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 04:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.