Sigurjón ákvað einn 25 milljóna styrk. Virðist hafa vitað um framlag FL Group til Sjálfstæðisflokks

Sigurjón Þ Árnason er gamall vinur Hannesar Smáraog Co, svo þetta ætti ekki að koma neinum á óvart.

Það sem vantar í þessa frétt er með hverjum eru þessi aðilar að vinna og plotta bak við tjöldin.

 

Það væri gaman að sjá blaðamenn skoða þetta betur.

 

Hér eru nokkur nöfn sem hægt er að byrja á svo mega aðrir bæta á listann ef þeir þekkja til.

 

Hannes Smárason er maður ársins 2006 í viðskiptalífinu á Íslandi.

Jón Ásgeir Jóhannesson

Ari Edwald forstjóri 365 ljósvakamiðli  og fyrr um framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Þorsteinn Jónsson( Steini í Coke) fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis hf. við stofnun Teymis hf. var Þorsteinn kjörinn í stjórn félagsins. Þorsteinn er stjórnarformaður Vífilfells og situr m.a. í stjórnum FL Group og 365.

Þórsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins  og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins

Hreiðar Már

Magnús Árman situr í stjórn Byrs eins sat hann í stjórn FL Group 2007, og í Dagsbrún hf 2006,

Pálmi Haraldsson Fons er eigandi að ýmsum félögum. Átti meðal annars FS37 ehf. sem síðar var breytt í Stím ehf. og FS38 ehf. sem lánaði FS37 ehf. 2,5 milljarða króna í október eða nóvember 2007, til þess eins að afskrifa lánið í ársreikningi fyrir árið 2007. Félagið Stím sem stofnað í fyrra og keypti stóra hluti í Glitni og FL Group.  Svo er það Norðurljós sem er Baugur Group, sem á rúmlega 30% hlut. Eignarhaldsfélagið Fons á 11,6%, en það félag tengist Pálma Haraldssyni í dag er þetta 365 Rauðsól. Pámi Haraldsson var í stjórn og hluthafi í Högum hf 2006.

Tryggvi Jónsson fyrr um endurskoðandi KPMG og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs eins starfaði hann sem sérfræðingur við “erfið útlán” fyrirtækja hjá Landsbankanum. Tryggvi sat í stjórn Kaupþings banka árið 2003.

Atli Atlason framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsbankans.

Hreinn Loftsson fyrr um aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, aðstoðarmaður samgönguráðherra og aðstoðarmaður forsætisráðherra, stjórnarmaður í Baugi en er í dag skráður aðaleigandi Birtings sem gefur út DV.

Stefán Hilmarssonfjármálastjóri Baugs og fyrr um endurskoðandi KPMG.

Guðfinna Bjarnadóttir er þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður og fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík. Hún sat í stjórn Baugs á árunum 1998-2003, þar af sem varamaður á árunum 1999-2000. En hún missti minnið í Baugsmálinu og gat ekki svarað þar sem hún myndi ekki nákvæmlega hvernig hlutum hefði verið háttað innan stjórnar Baugs Group.

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og fyrr um framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Búnaðarbanka Íslands hf.

Guðlaugur Þór Þórðarson  Forstöðumaður hjá tryggingadeild Búnaðarbanka Íslands 2001-2003. hann var með Sigurjóni Þ í því söluferli þegar Landsbanki Íslands hf. keypti Swiss Life plc. af Búnaðarbanka Íslands hf. Þar fékk Landsbankinn einkarétt á sölu líf- og sjúkdómatrygginga frá fyrirtækinu Swiss Life plc. á Englandi. Talið er að þessi kaup hafi ekki verið fjárhagslegur vinningur fyrir Landsbankann, spurningin er hvort hún hafi verið það fyrir Sigurjóna Þ og Guðlaug Þór.

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, var kjörinn formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og í varastjórn voru kjörin Björn Ársæll Pétursson forstöðumaður útibús Landsbanka Íslandsí Hong Kong.

Björns Ársæls Péturssonar forstöðumaður útibús Landsbanka Íslands í Hong Kong hann hefur verið lykilmaður í víðfrægri kosningamaskínu Guðlaugs Þór. Björn Ársæll varð fyrsti stjórnarformaður REI, skipaður á stjórnarfundi í Orkuveitunnar í mars 2007.

Hér eru ágætar síður sem hægt er að skoða og fræða sig á ef menn nenna að lesa (ég skora á ykkur að gera það því ekki veitir af að fræða sig á því hvernig hægt var að setja heilt land á hausinn)

 

http://lthg.synthasite.com/

 

http://www.tidarandinn.is/

 

Heilbrigð skynsemi óskast

Gleðilega páska


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Takk fyrir þetta, holl lesning fyrir þá sem ekkert skilja í krosstengslum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.4.2009 kl. 12:05

2 identicon

Viðbjóðurinn er þvílíkur að manni verður óglatt.

Aðgerðir óskast hið snarasta!

Fyrst FME getur eytt púðri í að höfða mál gegn blaðamönnum þá er nú varla mikið að gera hjá þeim.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband