Logos og Baugur taka 2.

Orðið á götunni er að tengsl lögmannsstofunnar Logos við Baug og önnur félög Jóns Ásgeirs Jóhannessonar séu nánari en fram hefur komið. Þessi tengsl vekja spurningar um hæfi starfsmanns á lögmannsstofunni til að fjalla á óhlutdrægan hátt um þá gífurlegu fjárhagslegu hagsmuni sem í húfi eru þegar Baugur er tekinn til skipta.

 

Eftirfarandi má lesa (enn) á heimasíðu Baugs Group:  http://www.baugurgroup.is/Um-Baug-Group/Starfsfolk

Kristín Þorsteinsdóttir starfar sem verkefnastjóri á Kynningarsviði Baugs. Kristín hóf starf hjá Baugi í október 2007 og sér um verkefni tengd samfélagslegri ábyrgð Baugs.  Kristín hefur undanfarið starfað sem fjölmiðlafulltrúi Baugs Group.

 

Kristín Þorsteinsdóttir er eiginkona Skafta Jónssonar.  Skafti Jónsson er bróðir Gests Jónssonar .. en Gestur Jónsson er lögmaður Jóns Ásgeirs.  Skafti Jónsson og kona hans eiga son,  hann heitir Jón Skaftason.

http://www.logos.is/Index/Starfsfolk/Sjananar//115

Hjá LOGOS starfar Jón Skaftason, laganemi sbr. eftirfarandi uppl. af heimasíðu LOGOS, en ekki skal sagt neitt um það hvursu algent það er að laganemar séu ráðnir hjá stofum eins og LOGOS.

(faðir Skafta og Gests var Jón Skaftason fyrv. sýslum.).

Heilbrigð skynsemi óskast.

Njótið dagsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svona er þetta á Íslandi allir eru einhvernveginn tengdir,þeir eru nágrannar mínir til margra ára, vinir vina minna,ég er að burðast við sem ég ætti á mínum aldri ekki að gera,að pæla í "hvað er að". Annars sting ég upp á að þið sættist, þjóðin þarf á því að halda.  ´<<<<<<<<<<Islandi allt.

Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2009 kl. 04:03

2 identicon

Nákvæmlega það sem ég var búinn að heyra enda eru þessi tengsl altöluð í dag. Þarf ekki að koma neinum á óvart þar sem ég endurtek það sem ég hef áður skrifað, að Baugsfjölskyldan virðist hafa lögfræðinga og dómara landsins í vösunum, auk stjórnmálamanna og vissra fjölmiðla auðvitað. Við íslendingar erum sauðheimsk þjóð og búum í ómerkilegu og rotnu bananalýðveldi.

Stefán (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 09:27

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Stundum þykja manni orð eins og að hinn eða þessi atvinnurekandinn sé með bankana og/eða dómstólana í vasanum vera örgustu sleggjudómar.

Og svo heyrir maður grandvara menn, innan úr kerfinu, öngla upp úr sér orðum eins og "ég held að Fjármálaeftirlitið hafi hreinleg skort burði til að takast á við ..." og eru þá að tala um framferði stórra og öflugra fyrirtækja eins og bankanna og títtnefnds fyrirtækis úr matvörubransanum.

Flosi Kristjánsson, 17.3.2009 kl. 11:06

4 identicon

Heyrði það í fréttunum í hádeginu,að Erlendur Gíslason sem á að stýra þrotabúi Baugs,hafi fært eign sína yfir á nafn konu sinnar núna í janúar(hús sem var á nafni þeirra beggja)Hvað skyldi þetta fyrirstilla.?Hvað hefur hann að fela.?

Númi (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 12:44

5 identicon

Sumt þolir ekki dagsljósið, það á t.d. við um Silfurskottur, Erlend Gíslason og Sigurð Einarsson hinn atvinnulausa.

Stefán (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 13:15

6 identicon

Ætli Erlendur Sveinsson sé líka búinn að ánafna frúnni stóra dýra Marcedis Benz jeppanum ?

Stefán (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 15:29

7 identicon

Erlendur Gíslason ( Logos ) átti það að vera.

Stefán (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 15:30

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Skrýtið að Fréttablaðið skuli ekki hræra í þessum potti.  Nóg var nú talað um frænda Davíð, hinn góða dreng Ólaf Börk, þegar hann var skipaður hæstaréttardómari. 

Nei, nú gegnir allt öðru máli og við sjáum alltaf betur og betur hver tilgangur Baugsmiðlanna er og hvar spillingin liggur.  Það er augljóst öllum sem hafa opin augu og mælast með 30+ í greindarvísitölu.

Sigurður Sigurðsson, 19.3.2009 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband