Er hægt að segja sannleikann ? LOGOS stýrir einu stærsta þrotabúi Íslandssögunnar.

Ætlar þjóðinn virkilaga að láta þetta yfir sig ganga ?  Ég skora á lögmannastéttina og almenning að mótmæla þessari ákvörðun og það STRAX. Erlendur Gíslason, lögmaður hjá lögmannsstofunni Logos, hefur verið skipaður skiptastjóri þrotabús Baugs Group, en félagið var lýst gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Gera má ráð fyrir að gjaldþrot Baugs sé með stærstu gjaldþrotaskiptum Íslandssögunnar. Aðspurður segist Erlendur ekki hafa verið skiptastjóri þrotabúa undanfarin ár, en hann hafi komið að skiptum sem fulltrúi kröfuhafa og unnið að öðrum hliðum gjaldþrotamála.

 Völd og verkefni skiptastjóra

Þrotabú tekur við öllum réttindum og skyldum félags þegar það er tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti fer skiptastjóri einn með forræði þrotabús og er einn bær til að ráðstafa hagsmunum og svara fyrir skyldur þess meðan á gjaldþrotaskiptum stendur.  

 

Skiptastjóri kemur fram af hálfu búsins fyrir dómi og gerir samninga í nafni þess. Skiptastjóri tekur ákvarðanir um hvernig eignum og réttindum þrotabúsins er ráðstafað, þar á meðal hvernig og hverjum þær eru seldar og á hvaða verði. Hann starfar samt í umboði kröfuhafanna. Ef þeir eru ósáttir við meðferð skipta geta þeir leitað réttar síns í samræmi við það. Skiptastjóri heldur fundi með kröfuhöfum þar sem farið er yfir ráðstöfun eigna þrotabúsins.

 

Þá kemur fram hjá LOGOS, að Jakob R Möller, aðstoðarmaður í greiðslustöðvun Stoða hf., þar sem Baugur og tengdir aðilar hafa verið stærstir hluthafar sé sjálfstætt starfandi lögmaður í samstarfi við LOGOS, auk þess séu Stoðir ekki Baugur og þau mál tengist ekki neitt.

Þessi mynd fylgdi frétt á Visir.is í lok árs 2007.  

 

LOGOS

 

 

Æðstu menn FL Group voru í þungum þönkum á fundinum í gærkvöld. Hér má sjá Jón Ásgeir Jóhannesson, Þorsteinn M. Jónsson og Hannes Smárason ræða við lögfræðinginn Gunnar Sturluson, einn eiganda Logos, en fundurinn fór fram á lögmannsstofu þeirra.

 http://www.baugurgroup.is/Pages/350?NewsID=495 

03.7.2005

 ,,Aðalfundur félagsins, sem haldinn var 11. mars sl., komst að þeirri niðurstöðu að rannsókn lögreglu væri ekki í þágu félagsins sjálfs, hluthafa þess, starfsmanna né lánardrottna. Á grundvelli ályktunarinnar og í ljósi afdráttarlausrar niðurstöðu í lögfræðilegri álitsgerð Jónatans hefur stjórn Baugs Group hf. ákveðið að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna þess tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir af völdum lögreglunnar.  Hefur Hákoni Árnasyni, hrl., og samstarfsmönnum hans hjá lögfræðifirmanu LOGOS verið falið að annast um þann málarekstur fyrir hönd félagsins og er undirbúningur málshöfðunar þegar hafinn.” 

Heilbrigð skynsemi óskast.

Njótið dagsins. 

 

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Baugsfjölskyldan virðist að mörgu leiti stjórna þessu þjóðfélagi frá A-Ö og hafa dómara og lögfræðistéttir landsins í vösunum, sem og stjórnmálamenn. Á okkar volaða bananaskeri virðist vera hægt að stjórna öllu með peningum.

Stefán (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 09:11

2 identicon

Hann hlýtur að vera greindarskertur dómarinn sem etur Logos yfir þetta mál. Útbúðu undirskriftarlista og hvettu fólk til að skrifa undir. Lögmenn þessa lands eru rolur - þora ENGU að mótmæla !

bjarni (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 13:18

3 identicon

Ìsland er styrt af mafìu komid ykkur ùr landi ef pid getid. verra verdur tad By sjàlfur erlendis sorglegt ad sjà hvernig allt ( rèttar ) kefid er gegnumsyrt af svikum og lygi `(èg klòra pèr og pù klòrar mèr) Margur verdur af aurum api. Flyt kanski tilbaka eftir 10.20 àr gott ad komast ì burtu og sjà heiminn ì rèttu ljòsi.Megi GUD og gæfa vera med ykkur øllum saman.

esjus (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 16:56

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Er Baugur ekki dautt félag? Gjaldþota? Þýðir það ekki að félagið er fallit, eigendur hafa misst það og nú þarf að skipta því sem eftir er á milli kröfuhafa?

Skil ekki alveg þetta moldviðri, ef LOGOS hefur einhvern tímann eitthvað unnið fyrir Baug, hvernig eru þeir þá óhæfir til að skipta þrotabúinu?

Ekki er bústjóri dánarbús óhæfur þó svo hann hafi unnið fyrir hinn látna...

Skeggi Skaftason, 16.3.2009 kl. 22:33

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Íslandi er því miður ekki stýrt af MAFÍUNNI...!  Ef Mafían væri hérna þá væri bara verið að ruka okkur um 10% vexti, því Mafían veit að ENGINN ræður við 18-25% vexti..!  Mafían vil nefnilega ná í pening og tekst það næstum ávalt, þó svo hún taki OKURVEXTI (10% eða svo) - en því miður hefur þessi skeri verið stýrt af RÁNFUGLINUM í rúm 18 ár eða svo með góðri hjálp Framsóknar madömunnar sem ávalt sá til þess að "helminga skipta reglan virkaði".  Ef við hefðu verið svo heppinn að hafa hér Mafíuna, þá væri staðan örugglega mun betri fyrir alla....  Reyndar veit ég til þess að mafían frá Napólí, Milan, Sikiley og Rom hefur SEX sinnum komið hingað í "starfskynningu hjá RÁNFUGLINUM" og svo þegar þeir spyrja stjórnmála-, fyrirtækja- & bankastarfsmennina okkar um hvað gerist þegar þeir séu kallaðir til ábyrgðar ef upp þá kemst, hvað þá???  Svarðið sem mafían fær er einfalt:  A)  Á Íslandi er ALDREI neinn kallaður til ábyrgðar..!   Slíkt gerðist síðan árið 1241 þegar Björn bóndi stal rolu frá Dagfinni dýralækni!  B)  Ef menn verða uppvísir og þurfa að svara til saka þá á að svara hátt & snjalt: "mér urðu á TÆKNILEG MISTÖK" - nei það er þjóðar ógæfa að mafían skuli ekki hafa fært sig yfir til Íslands.  Þeir geta ekki farið "ver með þjóðina en það lið sem nú hefur verið að völdum alstaðar í samfélaginu...."

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 17.3.2009 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband