4.3.2009 | 02:10
Viðtalið við Kenneth Rogoff á Rúv í kvöld.
Í kvöld var vital við Kenneth Rogoff á Rúv. Bogi Ágústsson var með þennan flotta mann í frábært viðtal og mæli ég með að allir horfi á þennan þátt. Mr Rogoff er prófessor í hagfræði við Harvard háskóla eins vann hjá Seðlabanka Bandaríkjana og Alþjóðabankanum. Ég vona bara að nú hlusti loks þjóðinn og taki þeim ábendingum sem hann leggur þar fram, við ættum allavega að vera búinn að læra að betra er að hlusta á fagfólk sem komið hefur með ábendingar en stinga hausnum í sandinn eða öllu heldur snjóskaflinn eins og dagurinn í dag er búinn að vera. Við meigum ekki alltaf halda því fram að við séum best og kunnum allt best og að Ísland sé nafli alheimsins, það hefur alla vega ekki verið mjög farsælt eins og sagan hefur sýnt okkur.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Afar fróðlegt viðtal, þótt ekki byði hann upp á lausnir, enda þekkti hann ekki nákvæmlega til aðstæðna hér og forðaðist því að gefa yfirlýsingar um lausnir. Hann var þó nokkuð ákveðin í því að evrópusambandsaðild hefði litlu breytt um núverandi hrun (enda regluverki ees stundum kennt um aðhaldsleysið) Hann sagði hreinlega að aðildar umsókn á þessum tímapunkti væri suicidal. Þessi annars varkári maður. Það er gott að evrukirkjan fái að heyra þetta svona utanfrá.
Hann metur þessa stöðu heiðarlega og er sammála því að aðgerðir Obama séu vitfirring, en hann fer varlega í að benda á annað en að gera þessa solvent banka gjaldþrota að mestu leyti. Obama er þó trúandi til að láta undan þrýstingi Oligarkanna og henda 3 trilljónum í hítina og skilja eftir sviðna jörð. Í mörgu er hann samhljóða Hudson, sem annars leggur fram tillögur til lausnar. Hann er einnig sagnfræðingur (Hudson) og skoðar þetta í svipuðu samhengi og Rogoff.
Hann sagði svo annað merkilegt, svona óbeint: Ísland er gjaldþrota með 150-300% slagsíðu miðað við GDP, það er engum blöðum um það að fletta og sömu sögu er að segja um Grikkland. Þá er það að sjálfsögðu tæknilegt gjaldþrot, því gjaldþrot þjóða í raunverulegum skilningi þekkist varla, nema í tilfelli Nýja Sjálands, sem einmitt missti sjálfstæði sitt með að missa yfirráð yfir fiskimiðum og kvóta yfir til Kanada. (sama og EU aðild þýddi fyrir okkur í stöðunni. Ergo: Suicide)
Þetta ætti allavega að skýra margt fyrir stjórnmálamönnum hér og kannski heyrum við ekki evruchantið of mikið á næstunni. Það er farið að nálgast trúarbrögð eða trámatísk viðbrögð manns sem hefur misst útlim. Hann hefur yfirleitt áhyggjur af rifnum fötum eða að bíllinn sé skemmdur t.d. Þannig afneitun hefur verið í gangi hér og vonandi fer veruleikinn að síast inn. Því fyrr því betra, því hér er verk að vinna.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 05:26
Menn mættu líka fara að líta til Michael Hudson og Peter Schiff og hefðu raunar átt að hlusta fyrr. Þetta eru gæjarnir, sem í raun voru ekki bara vitrir eftirá eins og Rogoff, heldur hrópuðu varnaðarorðin af tindum fyrir löngu. Það er skemmtilegt að benda á að Hudson var fjármálaráðgjafi Dennis Kucinich og Schiff fyrir Ron Paul. Einu heiðarlegu og lýðræðislegu forsetaframbjóðendurnir í allri þessari ormagryfju spilltra og gráðugra Plutocrata. Obama þar engin undantekning.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 05:52
Góður pistill og flott komment frá Jóni Steinari eins og venjulega. 'eg er búin að hlusta á Hudson og er honum sammála. Það tók USA Seðlabanka bara 3 tíma að áttta sig á hvað gerðist 14.sept. í fyrra. Arabar taka út alla penininga í sama augnablikinu?
Það var ekki gert ráð fyrir svona risaupphæðum sem hyrfu úr USA efnahagskerfi. Enn það skeði samt. Það eru helu bloggsíðurnar fullar af "skoðunum" um þetta mál.
Ég blogga í Aftonbladet. Það tók Seðlabanka USA 3 tíma að ekki væri allt með felldu.
Hvað tók það langan tíma fyrir Davíð Odsson og Stjörnuspekingur Davíðs að gera það sama?
Óskar Arnórsson, 4.3.2009 kl. 08:04
Hvenær verður svo lágvöruverslunin þín opnuð? Er ennþá miðað við sumardaginn fyrsta, veit um marga sem ætla að færa viðskiptin sín þangað.
Halldór Jó (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 15:37
Spegillinn var ekki lengi að koma með mótleik geng Rogoff. Gylfi Zoega mættur í kvöld til að tala máli Evrusinna og talaði eins og við værum umþað bil að hefja nýja útrás með miklu fjármagnsstreymi milli landa. Rétt svona til að ekkert færi til spillis bættu Spegilsmenn ESB vininum Aðalsteini Leifssyni aftan við Gylfa sem einskonar viðlagi.
Veit ekki hvort stríðsátök séu í uppsiglingu milli hljóðvarps og sjónvarps RÚV, en í kvöld var ótrúlega jákvæður hagfræðingur í Kastljósinu. Hverju tefla Spegilsmenn fram á morgun? Ólafi Ísleifssyni?
Jón, kannski þarftu ekki að hafa fyrir því að opna nýja verslun. Þú kaupir bara rekstur Baugs af bönkunum fyrir slikk.
Ragnhildur Kolka, 4.3.2009 kl. 20:40
Gylfi Zoega þvældi nú bara í hringi og fór með ógrundaðar fullyrðingar og spekúlasjónir um ef og kannski og líklega ef við hefðum verið inni, hefði það haft kosti. Það er ekki til umræðu nú. Hann svaraði engum spurningum fréttamanns beint og komst svo í þversögn við sjálfan sig þegar hann sagðii að það væri ekkert að marka stöðuna á Grikklandi og Ítalíu og ekki hægt að kenna evrunni um af því að vandamál þeirra væru innanbúðarvandamál! Á það ekki við um Ísland líka og það í enn grófara mæli?? Hann nánast hæðist að þessum Stanford / Harvard sérfræðingi og segir hann einhentann og fullyrðir að "flestie" hagfræðingar séu á annarri skoðun þegar hann sjálfur er í rauninni "the odd one out."
Ég hvet bara alla til að hlusta vandlega á þetta viðtal og segja mér hver niðurstaðan var?
Ragnhildur segir svo það sem eftir er að segja um þetta þvogl.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 21:37
Að vísu er Rogoff Globalisti, svo ekki er ég tilbúinn að gleypa allt sem heilaga ritningu, sem frá honum kann að koma, en ályktun hans um EU er algerlega í takt við skoðanir margra mætra hagfræðinga og þar á meðal viðskiptaráðherra, sem bendir á að kostnaðurinn við þennan snúning myndi sökkva okkur endanlega. Menn geta gleymt þessu næstu 12-15 ár að minnsta kosti.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 02:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.