25.2.2009 | 11:29
Peð á skákborði auðs í boði Baugs
Það er ótrúlegt hvað þjóðinn hefur látið yfir sig ganga síðastliðin 10 ár. Baugur Group og þeir aðilar sem þar stýrðu hafa gengið um á skítugum skónum nánast yfir allt Íslenskt samfélag og skilið eftir sig djúp sár sem seint munu gróa. Nú hefur það komið fram að Baugur Group hafi stýrt kaupum á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar bakvið tjöldin og er þetta dæmigert siðeysi sem gengið hefur í viðskiptalífinu hér á landi í boði Baugs.
Maður les það aftur og aftur, dag eftir dag hvernig framkoma þessara manna hefur verið í viðskiptalífinu hér heima. Þakkar maður bara fyrir að skotvopn séu ekki seld hér í lausasölu eins og þar sem ég hef búið í háttnær 23 ár.
Það mætti halda að stjórnendur Baugs Group væru útungunarvél fyrir einhverja mesta siðvillumenn sem Íslenskt viðskiptalífi hefur alið. Ég segji þetta eftir að hafa lesið fréttir undanfarna daga og vikur þar sem fyrirtæki í eigu Baugs Group eða aðila tengdir þeim koma fram sem leikmenn.
Hér eru nokkur dæmi:
''Neytendastofa hefur lagt 440 þúsund króna stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna hf. vegna útsölu félagsins. ''
''Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hagar, sem eiga og reka Bónusverslanirnar, hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gegn keppinautum sínum. Með tilliti til mikilla hagsmuna neytenda ákvað Samkeppniseftirlitið að sekta félagið um 315 milljónir króna. Brotið er gegn 11. grein samkeppnislaga en þar er lagt bann við hvers konar misnotkun á markaðsráðandi stöðu.''
''Í greinargerð sem þeir Þórhallur Örn Guðlaugsson og Hilmar Ragnarsson, sendu frá sér saka Teymi um viðskiptasóðaskap.''
''Samkeppniseftirlitið ákvað í dag að leggja þriggja milljóna króna dagsektir á Teymi hf. þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins um breytingar á stjórn IP-fjarskipta (Tals), sem mælt var fyrir um í ákvörðun til bráðabirgða frá 26. janúar sl.''
''Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms í meiðyrðarmáli Magnúsar Ragnarssonar fyrrum sjónvarpsstjóra Skjás eins gegn 365 miðlum ehf.
Hæstiréttur staðfesti í dag dóma, sem sakborningar í Baugsmálinu hlutu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal fjárdrátt, og Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs fékk 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafði áhrif á bókhaldslega stöðu almenningshlutafélagsins Baugs.''
''Gruna FL Group um lögbrot. Skattyfirvöld vilja frekari skýringar á nokkrum kostnaðarliðum í rekstri FL Group á árunum 2005-2007 til þess að ganga úr skugga um að hlunnindi starfsmanna félagsins hafi ekki verið skráð sem rekstrarkostnaður. Hlunnindi eru enda skattskyld og því lögbrot ef ekki er greiddur skattur af þeim''
Og svo þetta í dag ''Mál ákæruvaldsins á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhannesdóttur, Tryggva Jónssyni, Baugi Group og Gaums, vegna meintra skattalagabrota, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.''
Maður spyr sig hvað kallast þetta annað en SIÐVILLA á hæsta stigi.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:06 | Facebook
Athugasemdir
Ég segi nú bara eitt, hvenær ætlar fólk að fara að hlusta á þig Jón? Þú ert búinn að segja sannleikann um þessa klíku í mörg ár fyrir daufum eyrum almennings en engin trúir upp á þessa menn neinu. Kominn tími til að liði í landinu fari að vakna. Haltu áfram þetta er að hafast :)
baugs fan NOT (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 20:39
Og við erum rétt farin að grilla í toppinn á ísjakanum.
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 21:28
Sæll Jón.
Ég barðist fyrir því að fjölmiðlafrumvarpið fræga næði fram að ganga og fékk viðurnefnið " Baugshatari " fyrir vikið, að virtist.
Það er hins vegar áleitin spurning hvort þjóðfélagið væri eins í dag ef frumvarp um eignarhald fjölmiðla hefði náð fram að ganga.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 26.2.2009 kl. 00:21
Sæll Jón
Í mínum huga (og að ég held flestra íslendinga) er enginn munur á þér og Baugsliðinu. Þú ert alveg eins innréttaður og þetta lið, varst með í partýinu þangað til þér var sparkað út. Sama hegðun og hugsu, sama siðleysið. Sorry, mate!
Það var greinilega svo sárt að þú hefur reynt alla tíð síðan að ná þér niðri á þeim. Ekkert að því þannig, nema hvað það hlýtur að fara illa með þig og þitt líf. Þú ert dæmdur sakamaður líkt og þeir og í sömu málum og verður ekki aðskilinn frá þeim neitt frekar sama hvað þú hamast.
Það er nefnilega enginn munur á kúk og skít, kæri Jón
Ari (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 03:21
Með fullri virðingu Jón þá er Baugur ekki það eina sem fólk er að hugsa um á Íslandi þessa daganna. Það eru ansi margir siðvillumenn sem komu Íslandi á hausinn og þeir eru ekki allir Baugsmenn. Ég tek svo undir það sem hann Ari segir hérna í athugasemdum.
Ína (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.