18.2.2009 | 17:50
Áskorun til þjóðarinna á Facebook burt með Klappstýru auðdóna.
Þeir sem vilja nýjan forseta geta staðfest vilja sinn á Facebook undir group "NÝJAN FORSETA
Í ljósi þeirra aðstæðna sem skapast hafa í þjóðfélaginu að undanförnu þar sem eiga sér stað hreinsanir í ýmsum stofnunum lýðveldisins, viljum við að Ólafur Ragnar Grímsson segi af sér og við fáum að kjósa nýjan forseta. Forseti þufi að fá yfir 50% atkvæða (e.t.v. tvær umferðir) og hann sitji í mesta lagi í tólf ár. Þetta gefur möguleika á sátt milli allra þegna okkar ágæta lands. Nú þegar hafa yfir 700 mans skráð sig á síðuna burt með Forseta Íslands hurðaopnari fjárglæframanna og klappstýra auðdóna Ólaf Ragnar Grímsson burt með hann og það STRAX.
http://www.facebook.com/group.php?gid=59174102358#
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:03 | Facebook
Athugasemdir
Enn einar nornaveiðarnar. "Nýjan forseta", hvernig væri að byrja "Nýtt lýðveldi" á því að fella hreinlega niður forsetaembættið eins og stöður seðlabankastjóra (tvær flugur í einu höggi). Samkvæmt þeirri nýju mynd sem nú er teiknuð upp af alþýðulýðveldinu Ísland væri fróðlegt að sjá hvernig forsetaembættið kemst þar fyrir.
Þórður Vilberg Oddsson, 18.2.2009 kl. 18:24
Sammála Þórði að því leyti að það á að leggja þetta embætti niður og það strax.
Ómar Ingi, 18.2.2009 kl. 18:38
Þér hlýtur að leiðast alveg hrikalega ungi maður. Í það minnsta held ég að lítið sé að gerast í kringum þig - annað en ... jaa, hvað? Er ekki einmitt verið að ráðleggja fólki að henda út hinu gamla og halda áfram veginn í stað þess að dvelja of lengi við fortíðina. Getur ekki verið hollt fyrir sálartetrið að hanga svona í fortíðinni ... um að gera að horfa fram á veginn, brosa og halda áfram - uppúr hjólförunum sem eru orðin anzi djúp sko!
Tiger, 18.2.2009 kl. 21:08
Og ert þú ekki í FLORIDA? Mér sýnist þú ekki ætla að taka á þig þær byrgðar sem íbúar þessa lands þurfa að gera.
Davíð Löve., 19.2.2009 kl. 01:46
Er ekki sammála þér og hef engan áhuga á að skrifa undir svona lista. Ólafur stóð sig vel en hann vissi ekkert betur en við hin að "víkingarnir" væru svindlarar.
Það létu allir blekkjast því miður.
Ína (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 01:54
Hvað ert þú að skipta þér að Forsetanum "OKKAR" ?
Sigga (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 12:25
Ekki er það rétt Davíð Löve eins ég hef sagt áður þá er ég komin heim og er búnn að vera hér að vinna eitt það firsta sem ég gerði í byrjun Janúar var að flytja lögheimili mitt heim til Íslands. Sigga mín þetta er ekki Forseti okkar heldur þinn og 32% þjóðarinnar 68% vill ekkert með hann hafa og ef hann myndi virða meirihluta þjóðarinnar þá tæki hann pokann sinn og kæmi sér úr landi enda er hann mikill misskilningur.
Jón Gerald Sullenberger, 19.2.2009 kl. 12:44
Ok, batnandi mönnum er best að lifa.
Davíð Löve., 19.2.2009 kl. 13:06
Sammála Jón Gerald!
Sól (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 14:18
Ég er sammála Ómari og Þórði, að best væri að leggja þetta embætti niður. Jón Baldvin Hannibalsson lagði til í ágætri Mbl.-grein, að foreti Alþingis gæti sinnt móttöku erlendra gesta.
Með kveðju, KPG,
Kristján P. Gudmundsson, 19.2.2009 kl. 18:29
Ef ÓRG er svona ómögulegur af hverju fékk hann þá ekki mótframboð í fyrra. Í kosningum tjáum við hug okkar, næstu forsetakosningar verða eftir 3 ár.
Eysteinn Þór Kristinsson, 20.2.2009 kl. 13:00
Vonandi sér ÓRG sóma sinn í því að segja af sér, en því miður held ég að hann muni ekki gera það. Þetta er svipað með Davíð. Þeir tveir þurfa báðir að víkja, fyrr getur ekki almennileg uppbygging hafist.
Reyndar skiptir ÓRG minna máli en DO, því ÓRG hefur frekar takmörkuð völd, en það yrði jákvætt og táknrænt ef hann myndi víkja.
Sigurjón (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.