31.5.2014 | 17:54
ÞÖGGUN? OPIÐ BRÉF TIL GESTS JÓNSSONAR LÖGMANNS
Sæll Gestur Jónsson!
Var að lesa grein eftir þig sem þú birtir í Fréttablaðinu 17. janúar 2014. Þar talar þú um ákveðna þöggun í Al Tani-málinu svokallaða, vitnar þú í grein Brynjars Nielssonar lögmanns sem ritaði um dóminn og segir m.a.:
Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma sáu stærstu fjölmiðlar landsins ekki ástæðu til þess að ræða við Brynjar um efni greinarinnar eða fjalla um hana með öðrum hætti."
Nú hefur Brynjar auðvitað leyfi til að hafa sínar skoðanir eins og annað fólk. Hugsanlega hafa fjölmiðlar bara talið allt í lagi að Brynjar væri ósammála fjölskipuðum héraðsdómi, án þess að gera séfrstakt veður af því, enda Hæstiréttur með málið til meðferðar.
En talandi um þöggun, Gestur Jónsson, þá er ég sammála þér um að þöggun" er hættulegt fordæmi og að fólk eigi að ræða um mikilvæg mál og brjóta til mergjar eftir þörfum.
Ég las ræðuna þína á vefnum í Aurum-málinu svokallaða, þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson er ákærður fyrir meiriháttar afbrot og skuggastjórnun" á bankanum Glitni, en hann fékk m.a. ÞÚSUND MILLJÓN króna inn á einkareikning sinn til að borga upp persónulega yfirdráttinn sinn, því það er jú erfitt að hafa mörg hundruð milljón króna yfirdrátt á bakinu eins og flestir landsmenn kannast eflaust við!
Í ræðunni heldur þú því fram að Jón Ásgeir hafi ekki haft neitt boðvald yfir Glitni þar sem hann hafi hvorki setið í stjórn bankans né verið með neina stöðu í bankanum. Þess vegna sé fráleitt að halda því fram að Jón Ásgeir hafi haft eitthvaðum það að segja hvernig almenningshlutafélaginu Glitni hafi verið stjórnað.
Að vísu sendi Lárus Welding bankastjóri tölvupóst til Jósn Ásgeirs þegar Jón Ásgeir var eitthvað óhress með hann og spurði: Er ég rekinn?" Og þegar einn lánastjórinn í Glitni var ekki tilbúinn að gefa Jóni Ásgeir það verðmat á Aurum-bréfin sem hann vildi sendi Jón Asgeir póst til Lárusar bankastjóra þar sem hann sagði: Hafðu stjórn á Guðnýju!" - En allt var þetta sagt í spaugi, að sögn Jóns Ásgeirs, og þvi skulum við ekki tala meira um það.
En mig langar að spyrja þig, Gestur Jósson: Getur verið að ræðan þín í Aurum-málinu sé sama ræðan og þú varst með í stærsta ákæruliðnum í Baugsmálinu svokallaða , þ.e. Fjárfarsmálinu"?
Þar var Jón Ásgeir m.a. ákærður fyrir að lána einkafélagi sínu, Fjárfar ehf., hundruð milljóna króna úr sjóðum Baugs hf. sem þá var í eigu þúsunda íslendinga og lífeyrissjóða og lét það félag m.a. kaupa 10-11 verslunarkeðjuna fyrir sig með mikilli leynd og selja svo strax á miklu hærra verð til almenningshlutafélagsins Baugs hf. Sá sem átti Fjárfar ehf. græddi persónulega mörg hundruð milljónir á þessari fléttu".
Jón Ásgeir harðneitaði eiðsvarinn fyrir dómi að stjórna Fjárfar ehf. og að eiga nokkuð í því nema örfá prósent. Því væri út í hött að tengja hann við þetta félagið og hann hefði ekki hagnast neitt á þessum viðskiptum.
Þú sagðir afar hátt og snjallt í málsvörn þinni að það væri fráleitt að halda því fram að Jón Ásgeir hefði átt eða stjórnað Fjárfar ehf., enda Jón Ásgeir ekki haft neitt boðvald yfir félaginu.
Þetta er nánast orðrétt það sem þú segir núna í Aurum-málinu, heyrist mér, Gestur minn.
Og svona til upprifjunar hvað Fjárfárs-málið snertir, en allar þessar upplýsingar má finna á vefsíðunni www.baugsmalid.is og koma beint úr vitnaskýrslum sem þar má finna í heild sinni:
1. Stjórnarmenn Fjárfars sögðust hafa verið beðnir um að stofna félag og kom sú beiðni frá hægri hönd Jóns Ásgeirs á sínum tima, Tryggva Jónssyni.
2. Stjórnarmenn Fjárfars voru sumir hverjir í 6 ár skráðir sem stjórnarmenn í Fjárfar ehf. án þess að vita af því.
3. Framkvæmdastjóri Fjárfars ehf. sagði fyrir dómi að hann hefði fengið allar fyrirskipanir um félagið frá Gaumi ehf. sem er einkahlutafélag Jóns Ásgeirs.
4. Eiginkona Jóns Ásgeirs, Ingibjörg Pálmadottir, tók á sig sjálfskuldaábyrgð uppá hundruð milljónir króna vegna Fjárfar ehf.
5. Gaumur ehf., sem er í meirihluta eiga Jóns Ásgeir, settir eignir sínar sem tryggingu fyrir skuldum Fjárfars ehf.
6. Viðskiptamannareikningur var í bókhaldi Gaums ehf. sem annaðist verulegar peningahreyfingar í nafni Fjárfars ehf.
7. Endurskoðandi Fjárfars ehf. sagðist hafa fengið bókhaldsgögn Fjárfars frá skrifstofum Gaums ehf.
Svona mætti lengi telja, Gestur Jónsson, en þér tókst þá að sannfæra dómara og þjóðina alla um sakleysi Jón Ásgeirs í Fjárfars-málinu og enn þann dag í dag er ekki vitað hver" átti eða stjórnaði Fjárfar ehf., þó við vitum það báðir að Jón Ásgeir Jóhannesson tók allar ákvarðanir þar innandyra.
En af því þú spyrð um þöggun" í grein þinni og ert núna með SÖMU ræðuna í Aurum-málinu og þú varst með í Fjárfars-málinu, - þ.e. að þar sem Jón Ásgeir hefði ekki verið skráður stjórnarmaður í Glitni og ekki haft neitt boðvald yfir bankanum þá væri fráleitt að halda því fram að Jón Ásgeir hefði haft eitthvað um stjórnun Glitnis að gera, - þá langar mig að spyrja þig bara beint út, Gestur Jónsson:
Trúir þú þessu virkilega sjálfur? Þegar þú stendur þarna í skikkjunni í dómssal og lest núna upp SÖMU ræðuna í Aurum-málinu og þú varst með í stærsta ákærulið Baugsmálsins (þ.e. Fjárfars-málinu), trúir þú því virkilega að skjólstæðingur þinn hafi ekki haft nein áhrif innan Glitnis?
Og trúir þú því í dag, Gestur Jónsson, að Jón Ásgeir hafi ekki tengst Fjárfar ehf. á neinn máta og ekki fengið neitt af þeim hundruðum milljónum sem eigandi" Fjárfars ehf. fékk með því að svína hressilega á hluthöfum almenningshlutafélaginu Baugs?
Ástæðan fyrir spurning minni Gestur Jónsson er nefnilega 1. grein siðareglna lögmanna, en þar segir:
Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti. Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku."
Spurning að rifja þetta hugsanlega aðeins upp? Eða er hugmyndin að nota sömu ræðuna í ÞRIÐJA SINN, Gestur Jónsson ?
Virðingarfyllst,
Jón Gerald Sullenberger
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Vandamálið er að það eru engin mál einföld, í löglausu og siðlausu stjórnsýslukerfi Íslands. Það er vandamálið á Íslandi, en ekki einhver einstök mál. Í löglausu landi eru allir meðsekir, og ekki hægt að draga einungis suma til ábyrgðar.
Þetta er raunveruleikinn í lögbrota-réttarfarskerfi Íslands.
Saklausir eru pyntaðir, sektaðir og settir í fangelsi, meðan sekir hvítflibbaglæpamenn ganga lausir og eflast í fjármálastofnana-afbrotunum fjármálaeftirlitslausu. Og þetta veit þingmaðurinn Brynjar Níelsson allt um.
Þetta er Ísland í dag.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.5.2014 kl. 21:47
Því verður ekki neitað að Jón Ásgeir Jóhannson er höfuðpaur hruunsins )Rannsóknarskýrsla Alþingis)
Það hefur hins vegar reynst erfitt að koma böndum á kauða þar sem ótæmandi sjóðir á Tortola, (eyjan sem hann vissi ekki að væri til) hafa reynst vel í að ráða bestu (eða verstu) lögfræðinga sem völ er á.
Vonandi tekst SS að sýna fram á, að Jón Ásgeir var sá sem stjórnaði svikamylluni Glitni, ásamt öðrum svikamyllum.
Og þar með fellur pár Gests lögfræðins um sig sjálft !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 00:03
Vandamalid er ad forseti haestarettar og vaerjandi skurkanna eru uppeeldisvinir syslumannssynir og gjorsamlega sidlausir einstaklingar
Karl (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 08:37
Atti ad standa öldust upp saman og laerdu hja pabba annars syslumanninum i reykjavik og hafa tvi adgang ad ollu sem vert er ad nalgast a afritum ef ekki nu
Kuldaboli@post.com (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 08:43
Ástæðan fyrir spurning minni Gestur Jónsson er nefnilega 1. grein siðareglna lögmanna, en þar segir:
„Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti. Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku."
Það er fyrst þegar lögmenn stéttarfélaga og fjármálafyrirtækja hætta að sitja ,,hringinn í kringum borðið" í einu og sama máli með því að brjóta siðareglur sinna eigin starfsstétta.
Og þess heldur hætta að verja ,,vit-leysuna" úr sjálfum sér. - Að íslenskt samfélag getur hugsanlega þróast upp á við og vonandi til batnaðar með alla íslensku stjórnsýsluna undirliggjandi.
Stillum siðferðiskompásinn og lyftum mennskunni í æðra veldi !
Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.