Það er óþolandi að stjórnvaldið í Brussel geti ákveðið hvaða krydd við notum á lambakjötið.

Ein vinsælasta og mest selda kryddblanda á Íslandi um langt árabil er Season All, bandarísk kryddblanda sem milljónir manna nota reglulega víða um heim. Reglugerða

 

Ástæða innflutningsbannsins er sögð vera sú að kryddið innihaldi náttúrulegt litarefni (E 160) sem unnið er úr Annatto-fræjum. Þetta er undarleg ástæða innflutningsbanns í ljósi þess að Annatto hefur verið notað í matvæli öldum saman og er sannarlega notað í evrópsk matvæli sem heimilt er að flytja til landsins. Og það er fullkomlega heimilt er að nota Annatto í matvælaframleiðslu hérlendis. Íslenski Maribó-osturinn fær sinn einkennandi appelsínugula lit frá Annatto-fræinu samkvæmt upplýsingum á heimasíðu MS, en fyrirtækið notar litarefnið einnig í Cheddar-ostinn. Litarefnið sem notað er í Season All virðist ekki vera hættulegra en svo að löglegt er að nota það í lyf sem selja má hérlendis.

 

Náttúrulega litarefnið úr Annatto fræinu er notað í fleiri matvæli en osta hér á landi. Íslensk matvælafyrirtæki nota litarefnið m.a. til þess að ná fram gullna litnum á brauðraspi sem löglegt er að selja í verslunum. Íslensk matvælafyrirtæki mega flytja inn brauðrasp frá ESB-löndunum sem inniheldur Annatto og nota í unnar matvörur, svo sem kjöt eða fisk í raspi.

 

Þetta er vægast sagt stórfurðulegt. Ekki er verið að verja neytendur með þessu innflutningsbanni, þó að eftirlitsiðnaðurinn hér heima haldi annað, það er ljóst. Íslendingar kunna ekki að meta það skerta vöruframboð sem reglugerðafargan ESB kveður á um, eru þeir ekki bara að passa upp á evrópska framleiðslu?

 

Hérlendis er mikil eftirspurn eftir Season All. Það kom vel í ljós fyrir skömmu þegar við rákumst á eina pakkningu af kryddinu frá þem tíma sem það mátti selja kryddblönduna hérlendis. Til að krydda tilveruna nú á aðventunni ákváðum við að gefa einum viðskiptavini verslunarinnar þessa forboðnu vöru. Við sögðum frá því á Facebook-síðunni okkar og yfir 3.500 viðskiptavinir okkar óskuðu eftir að eignast kryddbaukinn.

 

Það er óþolandi að stjórnvaldið í Brussel geti ákveðið hvaða krydd við notum á lambakjötið. Íslendingar vilja hafa val og þeir sakna þess að geta ekki keypt kryddið sem þeir hafa notað árum saman. Og nú spyr ég sérfræðinga Mast, skýtur það ekki skökku við að Íslendingum sé bannað að krydda kótelettuna með Season All af því að kryddblandan inniheldur Annatto en það sé í lagi að velta henni upp úr brauðraspi sem inniheldur þetta sama efni?

 

Er kannski verið að skerða vöruúrvalið í íslenskum matvöruverslunum til þess að vernda evrópskan matvælaiðnað með viðskiptahindrunum?

 

Svar óskast sem fyrst.
 
Jon Gerald Sullenberger. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er orðið lítið eftir í Season all bauknum mínum. Ætlaði að taka mér einn næst þegar ég fer að versla.

Þetta er meira ansk$#%$#% vitleysan bara! MAST.. komið ykkar hlutum í lag og hættið að vinna gegn neytendum!

Einar (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 15:19

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ekki nýtt að Evrópusambandið beiti lögum til að hefta viðskipti bandaríkjamanna á markaðnum, jafnvel þó svo að ágallar sem gefnir eru upp seu common praksis í framleiðslu á evropskri vöru. Ástæða þessara viðskiptaþvingana eru einfaldlega þær að þetta eru amerískar vörur og allt amerískt ber að forðast í kokkabókum ESB.

Þetta er stærra og meira prinsippmál en þetta eina tilfelli og í rauninni ólöglegir kúgunartilburðir til að hygla "innlendri" framleiðslu ESB. (Talandi um þjóðernisfasisma)

Ég held að rétt sé að skrifa verslunarráði USA og hefja málsokn á hendur þeim.

Sambandið hefur verið iðið við slíkar málsóknir gegn amerískum fyrirtækjum í þeim augljósa tilgangi að hygla eigin framleiðslu og eru ofursektir á tölvu og hugbúnaðarfyrirtæki gott dæmi.

Ef framleiðsla ESB er ekki samkeppnishæf, þá er hún gerð það með valdi og þarf lítið annað en að framleiðendur í Evrópu lobbýi fyrir slíku einelti á evrópuþinginu.

Svo segja menn að þetta apparat sé ekki spillt.

Að stofnanir okkar taki þátt í þesskonar spillingu er olíðandi.

Hvar eru lögin sem vernda neytendur gegn svona geðþótta? Er engin klásúla sem heimilar okkur að kæra svona ákvarðanir? Ef ekki þá er kominn tími til.

Má ekki eða er ekki hægt að efast um ákvarðanir þessa valdníðsluapparats?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.12.2013 kl. 16:02

3 identicon

Þetta allt ESB her er óþolandi og skil ekki i fólki að" ARGA"  ekki útaf þvi ,yfir öðru eins hefur verið haft hátt !.það er lika óliðandi að stjórnvöld stoppi ekki endanlega af þetta kúgunarferli frá ESB sem yfir okkur gengur ....Eg held eða vona að það muni öll lönd risa upp fljótlega og segja þessu sjálftekna kúgunarvaldi strið á hendur !!.....Segið svo að "RIKIÐ "se ekki endurvakið .þó önnur leið se notuð nú en áður og óskiljanlegt að heimurinn se ekki allur farinn að átta sig á þvi !!!

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 16:16

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

Jon Gerald - miðað við það sem þú segir um þetta efni (E160/unnið úr Annatto-fræjum) þá er sennilega einhver misskilningur í gangi - hjá þér eða MAST. og auðvitað hafa vörur frá ESB forgang og við vildum það (ees). það að esb verndi sína framleiðslu er eðlileg - usa gerir það líka og við gerum það með 'kjafti og klóm'. þú lætur okkur vita hvernig þetta mál klárast

Rafn Guðmundsson, 7.12.2013 kl. 17:18

5 identicon

Ekki þekki ég þessar reglur ESB en ég veit til þess að í sumum reglum sambandsins er um "tilmæli" að ræða en ekki kröfur en þegar reglurnar verða íslenskar þá er allt orðið að kröfum. Það þarf ekki annað en að benda reglugerðir um aðgengi við hafnir landsins og hvíldarákvæði bílstjóra. Þegar þeir sem kröfunar lendir hvað harkalegast á hafa farið að rýna í ESB reglurnar hafa menn fundið þennan mun og hafa íslensk yfirvöld þurft að slaka á kröfum sínum.

Einhvern tímann var líka sagt að vegna EES samningsins mætti ekki lengur hafa gula línu á akbrautum milli gagnstæðra akstursleiða. Við þurfum ekki að fara annað en til Noregs til að sjá að það ákvæði stenst ekki. Gular línur eru t.d. eitthvað sem ég myndi vilja fá aftur á vegina.

Gummi (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 17:53

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rafn..er ees samningurinn með einokunarákvæði sem gefa vörum frá ESB forgang fram yfir aðrar vörur eða er hann samráðssamningur um tollfríðindi? Veistu yfirleytt hvað þú ert að blaðra um frekar en venjulega?

Ólöglegar og umboðslausar viðskiptaþvinganir ESB bera sannarlega vott um þennan totalitarianisma. Ofríki sem skaðar meira en styrkir. Þú sem ofsatrúarmaður í þessu alræðiskölti setur að sjálfsögðu ekki út á það, jafnvel þótt það skaði þig sjálfan.

Ef þú færð ekki nóg út úr sósíalnum í íðjuleysi þínu og aumingjaskap, þá mættir þú reyna að flytja í sæluríkið í stað þess að heimta að allir taki upp trúarbrögð þin. Það er allavega tryggt að þú verðir atvinnulaus þar, svo þú þarft ekki að óttast um að þú þurfir að vinna fyrir þér.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.12.2013 kl. 18:01

7 Smámynd: Rafn Guðmundsson

Jón Steinar - þú getur nú gert betur en þetta er það ekki - 5ára gerði betur

Rafn Guðmundsson, 7.12.2013 kl. 18:50

8 identicon

Jón Gerald;  Þó ég hafi ekki haft tök á að versla við þig sökum sjálfskipaðrar útlegðar frá Fróni, þá hefi ég fylgst með framgangi þínum um alnetið síðan þú byrjaðir á þessu. Gangi þér allt í haginn um ókomna tíð við að berjast við Ráðstjórnarríkis prófílinn i öllu sem að þér snýr varðandi Evrópusambands kúgun sem landinn hefir kallað yfir sig (ekki er ég þó með þessu að segja að mér finnist kaninn vera nein englabörn).

Jón Steinar; maður miskilur þig ekkert frekar en fyrri daginn, framsetningin hjá þér er alveg laus við hálfkák. það er gott að "heyra" frá þér þó einungis sé um athugasemdafærslur að ræða.

Ég hefi aldrei þóst vera nokkuð sérstaklega vel gefinn, en hvernig stendur á því að menn almennt hafa ekki séð í gegnum tilurð Evrópusambandsins? Ef að menn fara í grasrótina á þessu máli þá hlýtur meðaljóninn að skilja að Evrópusambandið Á ENGANN RÉTT Á SÉR Í ÞEIRRI MYND SEM ÞAÐ ER!!  Þetta er botnlaust svarthol sem hefir engan annan tilgang en að ala sjálft sig. Með þessu sögðu, hefi ég ekkert á móti gagnkvæmum viðskipta- og tollasamningum á milli ríkja.

 Nú, hvað viðkemur Season All kryddinu, þá hefi ég ekki miklar áhyggjur að sinni. Hérna í kring um mig er salt og pipar munaðarvara. Lambakjetið ekki til staðar, ríkidæmi fólks talið í beljufjölda og haughæsnin ólystug. Þar ofan á eru slátrunar aðferðir og meðferð á "fersku" kjeti þannig til háttað að ég hefi kosið túnfisk í dós.

 Kveðja heim á Frón sunnan úr álfum.

Hörður Þ. Karlsson (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 19:33

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það ber ekki að skast við MAST í þessu máli. Sú stofnun vinnur eftir því sem henni er uppálagt. Kannski má segja að áherslur innan stofnunarinnar mættu vera með öðrum hætti og að hún ætti kannski að leggja meiri áherslu á önnur og mikilvægari mál en innflutning á kryddi.

Og þó mér þyki sárt að segja það, þá er ekki heldur við embættismenn ESB að sakast heldur. Þeir vinna sína vinnu við að verja evrópskann iðnað og framleiðslu gegn samkeppni utanfrá. Þar er öllum meðulum beitt, bæði góðum og slæmuim, oftast þó slæmum.

Sökin liggur hjá Alþingi og stjórnvöldum. Í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar samþykkti Alþingi aðild Íslands að EES, að þjóðinni forspurðri. Þeim samning fylgir að ýmis lög og regluverk ESB verður að taka upp hér. Þó gefur samningurinn íslenskum stjórnvöldum nokkuð svigrúm á því sviði, en einhverra hluta vegna hefur Alþingi sjaldnast nýtt sér það svigrúm og oftar en ekki hefur verið sett í lög hér atriði sem einungis áttu að fara í reglugerð og eru meðhöndluð á þann hátt innan ESB. Það má því taka undir orð þeirra sem hafa sagt að í afgreiðslu tilskipana frá ESB hafi íslensk stjórnvöld og Alþingi oftar en ekki verið kaþólskari en páfinn. Þarna liggur vandinn.

Varðandi athugasemd nr. 5 hér fyrir ofan þá er rétt að benda á að jafnvel þó flest sem slæmt er hjá okkur megi rekja til EES/ESB samningsins, þá er lokun aðgengis að höfnum landsins ekki þaðan komin. Þar er um alþjóðasáttmála að ræða sem til er kominn vegna hryðjuverkaárásar á tvíburaturnana í NY. Hvíldarákvæði atvinnubílstjóra á hins vegar rót sína að rekja til embættismanna ESB. Einnig er bann við gulum línum á þjóðvegum milli andstæðra aksturstefna, komin frá ESB, en þar nýttu Norðmenn sér þann slaka sem EES samnigurinn bauð, en ekki íslensk stjórnvöld. Það væri svo sem hægt að skrifa langt mál um þessar gulu línur, en aldrei hefur komið fram rökstuðningur við banni þeirra, þvert á móti leiðir það bann til minna öryggis í umferðinni.

En aftur að kryddinu góða. Nú þekki ég ekki þá reglugerð sem akkúrat er notuð til að banna innflutning á því, tel ekki líklegt að til sé reglugerð sem bannar einmitt það krydd, heldur einhver efni sem það inniheldur. Samkvæmt grein síðuhöfundar má ætla að þar sé um að ræða náttúrulegt efni sem unnið er úr Annottó fræjum. Það er einnig að skilja á greininni að þetta efni sé notað í ýmis matvæli hér á landi og einnig matvæli flutt inn frá ESB. Því væri kannski rétt af MAST að banna ÖLL matvæli sem innihalda þetta efni og sjá hver viðbrögðin verða. Kannski má með þeim hætti sýna fáráðnleik þessa. Þá væri ekki ofmælst að MAST leitaði til kollegga sinna innan ESB og fengju skilgreiningu á hvað það er sem gerir þetta efni svo hættulegt og hversu mikið magn þurfi af því til að það valdi skaða.

Ef þetta efni er hættulegt á auðvitaða að banna það með öllu. Ef hins vegar ekki er hægt að sýna fram á skaðsemi þess, í því magni sem það notast í matvæli og við kryddun þeirra, á umsvifalaust að draga þessa reglugerð eða lög til baka.

ESB má stunda viðskiðtaþvinganir eins og því sýnist, það er engin ástæða fyrir okkur að taka þátt í þeim. Ef við viljum vernda einhverja framleiðslu eigum við að verja þá íslensku, ekki þá frönsku, pólsku, spænsku eða hvers þess lands sem er innan ESB.

Gunnar Heiðarsson, 8.12.2013 kl. 07:08

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þér væri hollt Jón Sullenberger að lesa útskúrð Mast í þessu máli. Úrskurðin er að finna hérna.  Það hafa verið gefnar út nýjar reglugerðir síðan þessi úrskurður var felldur og er þær að finna hérna (þetta eru þær nýjustu eftir því sem ég kemst næst).

Það er óþolandi að fólk skuli vilja selja óörugg matvæli til almennings. Það kemur þó lítið á óvart þegar hugsunin er að græða en ekki þjónusta almenning.

Jón Frímann Jónsson, 8.12.2013 kl. 09:59

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek algjörlega undir þetta með þér Jón og fleiri, season all hefur verið mitt uppáhaldskrydd og ég sakna þess mikið að fá ekki að kaupa það lengur.  Þessi fjandans forsjárhyggja einhverra kverulanta í Brussel er algjörlega óþolandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2013 kl. 13:01

12 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Það lítur vissulega einkennilega út að mega neyta brauðrasps og kökuskreytinga sem innihalda annatto en ekki kryddblöndu sem innheldur sama efni. Sama má segja með ís eða aðrar mjólkurvörur. Lykilinn er væntanlega að finna í magninu, en t.d. ís, brauðrasp, kökuskreytingar og aðrar yfirborðsvörur mega innihalda 20mg/kg. Krydd eða kryddblöndur mega hins vegar ekki innihalda neitt magn annatto einhverra hluta vegna. Ég fann á netinu ábendingar um að annatto geti valdið stöku ofnæmisviðbrögðum en sama má segja um flestar mjólkurvörur, hnetur, skelfisk og hveiti, og ekki er neysla þessara vara takmörkuð eða bönnuð með valdboði! Svo ekki sé minnst á þann mikla skaðvald, sykurinn.

Nú veit ég ekki hvert magn annatto er í Season all, eða hvort varan sé yfirhöfuð óörugg eins og haldið er fram hér að ofan (athugasemd #10), en ég veit bara að ég á 2 stauka af þessu "sjaldgæfa" kryddi, og nota þá sparlega!

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.12.2013 kl. 03:01

13 Smámynd: Ómar Gíslason

Annatto þessar er hægt að kaupa sem hylki sögð vera góð fyrir heilsu hjartans en það er mest líffræðilega virka formið í E vítamíni. Þetta er t.d. selt í netverslun í Lúxumborg. Sjá á þessum linki

http://www.super-smart.eu/article.pl?id=0509&lang=en&fromid=GG132&gclid=CMvzg5HlorsCFYZd3godji8ADA

Ómar Gíslason, 9.12.2013 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband