28.4.2010 | 16:42
Opið bréf til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
það eru dapurlegir tímar á Íslandi núna þegar afleiðingar hrunsins eru að koma í ljós langvarandi atvinnuleysi, niðurskurður á öllum sviðum velferðarkerfisins og stórfelld lækkun á lífeyrisgreiðslum til aldraðra. Félög eins og Baugur Group eru búin að ryksuga upp alla sjóði í íslensku bönkunum. Ekki má gleyma öllum þeim gríðarlegu fjármunum sem lífeyrissjóðirnir lögðu í ykkar félög sem nú eru öll gjaldþrota. Svona mætti lengi telja.
Nú þegar skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis liggur fyrir gögnin skýr og staðreyndir tala sínu máli er hin íslenska þjóð að vakna upp við vondan draum.
Ég má til með að senda þér smá línu vegna pistil þíns sem birtist í dagblaði eiginkonu þinnar, 22.april sl. Þar fjallar þú m.a. um vanlíðan þína yfir hruni Íslands og fullyrðir að þú munir gera allt til að bæta íslensku þjóðinni fyrir mistök þín og aðstoða við að byggja Ísland upp að nýju.
Að vísu eru þetta nánast sömu orð og þú ritaðir í greini þinni í desember 2008, Setti ég ísland á hausinn Eftir þá grein var nú lítið um aðstoð frá þér og þínu fólki, þar sem allur tími þinn fór í að því að tryggja þér stóran hlut í verslunarveldinu Högum og skrá það á föður þinn, svo og að ná tangarhaldi á fjölmiðlaveldinu 365 og skrá það á eiginkonu þína, ásamt ýmsum öðrum fléttum.
Þú talar í greininni um draum þinn að byggja upp fyrirtæki sem þú gætir verið stoltur af, og léti gott af sér leiða fyrir íslenskt samfélag, og lýsir hvernig þú hafir í 12 ár unnið dag og nótt til að ná því markmiði.
Það er dapurlegt að þetta hafi mistekist því eins og allir Íslendingar vita stóð fyrirtækjanet þitt fyrst og fremst fyrir þau gildi sem þú minnist á: Gjafmildi og gegnsæi. Eða hvað?!
Það var t.d. aðdáunarvert hversu örlátur þú varst að deila leiktækjum þínum með þjóðinni. Til vitnis um það eru t.d. 3 ÞÚSUND MILLJÓN KRÓNU einkaþotan, 3 ÞÚSUND MILLJÓN KRÓNU 101 lystisnekkja ykkar hjóna ,2 ÞÚSUND MILLJÓN KRÓNU 101 Charlet skíðaskálinn ykkar í Frakklandi og ekki má gleyma lúxusíbúðinni ykkar í New York sem kostaðu vel yfir 3 ÞÚSUND MILLJÓN KRÓNUR.
Þú segir í grein þinni að þú eigir enga peninga á aflandseyjum og gefur til kynna að þú sért þar með nánast eignalaus maður. Það er auðvitað skelfilegt. Ekki er lengra síðan en árið 2007 þegar þú fékkst Tinu Turner til að syngja svo eftirminnilega Simply the best í Mónakóveislunni frægu.
Í draumi sérhvers manns er fall hans falið, orti skáldið. Vonandi þarftu ekki að fara í biðröð eftir matvælum eins og þúsundir Íslendinga þurfa að gera í dag, ég vona allavega að þú eigir fyrir Diet Coke.
Og þá erum við kominn að tilefni þessara bréfaskrifta.
Nýlega birtust opinberlega tölvupóstar sem voru í stefnu Glitnis á hendur þér þar sem þú pirrast yfir því hversu seint bankastjóri Glitnis bregst við tilmælum þínum að afhenda þér um 1000 milljónir á einkareikning þinn.
Orðrétt segir þú í póstum til bankastjóra almenningshlutafélagsins Glitnis:
KláraGoldsmith ef þessu 1 milljarði sem ég átti að fá greitt þarf 250 að fara til að borga yfirdrátt hjá GLB prinsip mál að vera ekki með persónulegar skuldir á mér. Rest get ég í raun geymt hjá GLB þ.e.a.s. 750 þannig að net cash út hjá GLB er 1,2 til PH.
"Þetta eru málin nenni ekki að bögga ykkur á hverjum degi með þessu enda ætlast ég til að CEO þessara félaga vinni sín mál ef við komum þessum málum frá þá er borðið mitt hreint. Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður GLB"
Þessir póstar gefa sterklega til kynna að þú hafir verið með litlar sem engar persónulegar skuldir í bankakerfinu enda sagðir þú svo eftirminnilega i viðtali við Viðskiptablaðið nýlega: Ég er ekki umvafinn persónulegum ábyrgðum. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af mér.
Því langar mig að forvitnast hjá þér, Jón minn:
1. Arðgreiðslur til þín og fjölskyldu þinnar undanfarin 5 ár úr íslenskum eignarhaldsfélögum nema mörg þúsundum milljón króna þetta eru raunverulegir peningar sem voru greiddir til þín úr íslenskum bönkum.
Skv. seinasta ársreikningi Gaums nam innleystur hagnaður hluthafa Gaums (þ.e. þú og fjölskylda þín) þúsundum milljónum króna.
Hvar eru þessir fjármunir í dag?
2. Arðgreiðslur úr eignarhaldsfélögum eiginkonu þinnar nema einnig mörg þúsund milljónum króna undanfarin ár. Í september 2008 korteri fyrir hrun greiðir bara eitt félaga hennar, ISP ehf., eiginkonu þinni 300 milljón krónur í arð skv. opinberum ársreikningi.
Hvar eru þessir fjármunir?
3. Ertu tilbúinn að upplýsa hvaða eignir þú geymir í félögum þínum í Lúxemborg þau skipta tugum en ég spyr þig bara um þessi til að spara plássið:
Purple Holding.
Piano Holding.
Epping Holding.
Gaumur Holding.
Er eiginkona þín tilbúinn að upplýsa hvaða eignir hún geymir í Edmound Holding, en eins og þú veist flutti hún margvíslegar eignir þangað fyrir hrun skv. ársreikningum félagsins.
4. Hvaðan komu 1.5 þúsund milljón krónurnar sem þú lagðir fram árið 2008 til að kaupa fjölmiðlaveldið 365? ´
5. Hvaðan komu 1. þúsund milljónirnar sem þú lagðir fram um daginn til að trygga þér endanlega yfirráð yfir fjölmiðlaveldinu 365?
6. Hvaðan komu þær mörg þúsundir milljóna króna sem þú varst tilbúinn að leggja fram í tilboði þínu til Arion banka vegna Haga?
7. Hvaðan munu peningarnir koma til að opna 3 nýjar Bónus búðir í London sbr. fréttir þess efnis nýlega?
8. Hvar eru þessar 1. þúsund milljónir sem Pálmi vinur þinn Haraldsson var svo almennilegur að millifæra á einkareikning þinn eins og frægt er og má lesa um í stefnu Glitnis?
9. Hvar er hagnaður ykkar hjóna á framvirkum hlutabréfasamningum og gjaldmiðlasamningum þar sem þið tókuð stöðu á móti íslensku krónunni sem nefndin minnist á í skýrslu sinni? Ljóst er að hann nemur þúsundum milljónum króna og veikti mjög íslensku krónuna vorið 2008 sem þjóðin er núna að súpa seyðið af?
Ætli ég láti þetta ekki duga að sinni en fagna orðum þínum að þú munir gera allt sem í þínu valdi stendur til að bæta fyrir mistök þín og leggja þitt af mörkum til að byggja upp Ísland að nýju.
En þá verða menn einnig að vera búsettir á Íslandi, Jón Ásgeir. Það kom fram í fjölmiðlum um daginn að þú og þín kona hafið ákveðið að flytja lögheimili ykkar til Bretlands og því ljóst að þær miklu skattahækkanir ríkisstjórnarinnar sem og hinn stórfelldi niðurskurður á öllum sviðum íslensks samfélags mun ekki bitna á þér og þinni fjölskyldu.
Eða mun aðstoðin eingöngu verða í formi hugskeyta til hinnar íslensku þjóðar ?
Virðingarfyllst,
Jón Gerald Sullenberger
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
... og nú bíðum við öll eftir heiðarlegu svari frá þér, Jón Ásgeir.
Ef þér er alvara með að gera hreint fyrir þínum dyrum, snúa af villu þíns vegar og aðstoða íslensku þjóðina í uppbyggingunni þá þarftu nú að svara þessu bréfi trúverðuglega.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 16:53
Stattu þig strákur.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.4.2010 kl. 18:00
Mæli með því að við stofnum reikning í London til þess að ráða hitmenn og losa okkur við þetta pakk eitt skifti fyrir allt
Björn Karl Þórðarson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 19:24
Hnakkaskot,einhver?
pjakkurinn (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 21:13
Líst ekkert á þetta aftökutal. Ekki beisin hugsunarháttur þar á ferð. Hljóta að vera mjög ungir strákar.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 21:51
Það er hægt að greiða niður lágvöru matvöru, halda niðri neysluvístölu ef hjarðeðli annarra á markaði er staðreynd og hirða hagnaðinn í vaxtamun annarstaðar í efnahagseiningunni. Lífeyrissjóðirnir frá 1994 beina sínu liði í kauplækkunarkeðjur.
Það er er ekkert skemmtilegra og meira gefandi heldur en reka eigið fyrirtæki 24 tíma á sólarhring þar sem maður þekkir allar starfsmenn með nafni og heilsar á hverjum degi og getur borgað góð laun án niðurgreiðslana í formi persónuafsláttar og lánafyrirgreiðslu.
Hinsvegar til að komast yfir ódýrt reiðufé er hægt að ská fyrirtæki sitt í gelda kauphöll. Með það að markmiði að sá rekstur skili aldrei hagnaði.
Upp úr 1980 fór hagur millistéttar í USA og EU versnandi og bréf í Mollum og lágvörukeðjum og ýmsum rekstri tengjum millistéttinni fóru að falla í verði.
Tilhvers kaupa menn rekstur sem hefur ótryggan rekstrargrundvöll, jú það mun vera til að komast yfir reiðufé. Fá hagstæðar lánafyrirgreiðslur hjá lykil fjármálstofnum viðkomandi ríkja sem hagnast á því að reksturinn fari ekki á hausinn [stöðvist ekki].
Má líta á að þessir skammtíma rekstraraðilir séu bara að gera það gott í augum viðeigandi hluthafa.
Ofur skuldsettan rekstur og lálaunarekstur er best að loka sem fyrst. Aldrei setja menn yfir ábyrgan arðsemis rekstur sem hafa sannað sig ábyrgðarlausa og áhættufíkna. Almenningur sækist efir öryggi og stöðugleika.
Júlíus Björnsson, 28.4.2010 kl. 22:40
Já, áfram Gerald, svona skrif/spurningar; ítrekanir eru gríðarlega mikilvægar núna sem aldrei. En við vitum sem víst að þessir gaurar (eða þessir volæðu útfararvíkingar) eru og hafa verið í bullandi afneitun og vita sjálfir best að þeim er ekki vært hér á landi og eru að hypja sig burt úr landi, einn af öðrum.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 28.4.2010 kl. 23:09
Sæll hver sem þú ert!
Mér finnst persónulega ekkert mark sé takandi á fólki sem bloggar undir nafnleynd...Til hvers er fólk að tjá skoðanir sínar en þorir ekki að segja hver viðkomandi er?
Guðrún Magnea Helgadóttir, 29.4.2010 kl. 00:19
Við hvern ert þú að tala Guðrún mín?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 00:44
Engan annan en þig, Grefill...
Guðrún Magnea Helgadóttir, 29.4.2010 kl. 01:08
Smelltu á nafn Grefils Guðrún þá sérðu hver hann er, ekki flókið fyrir þá sem hafa lágmarks blogg kunnáttu hihi
JGS frábær skrif hjá þér, haltu þessu áfram því það veitir ekki af að minna lýðinn á hvað gerðist og er að gerast.
Jón H B (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 06:33
Já , en bara ekki gleyma því að faðirinn var með í flestu hjá stráknum með græðgisþrútinn og ósvífinn frekjufingur sinn.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.4.2010 kl. 10:58
Jón H B: Ég var búinn að útskýra þetta fyrir Guðrúnu á minni eigin síðu, en hún virðist ekki skilja það.
http://gbergur.blog.is/blog/gbergur/entry/1048523/
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 11:42
Við skulum vona að Jón Ásgeir neyðist einn daginn til þess að skila fénu sem hann hefur komið undan. Baugsmenn eru stórglæpamenn sem hafa unnið þjóðinni stórkostleg illvirki.
Því fyrr sem þessir menn verða hreinsaðir af götunum og fangelsaðir Því betra.
sandkassi (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 12:46
Ég held að Jón og frú séu í raun farin að sjá eftir öllu saman enda sjá þau orðið að þeirra bíður nokkura ára visti í íslenskum fangelsum.
Mér finnst líklegt að iðrun Jóns og fleiri auðmanna nú, snúist um að reyna að milda vætanlega dóma.
En ég tel að það eigi ekki að milda neina dóma nema þetta fólk geri á túverðugna hátt grein fyrir hvað varð um alla þá peniga sem hurfu úr félögum þeirr á árunum fyrir hrun.
Guðmundur Jónsson, 29.4.2010 kl. 14:53
Þess vegna, nákvæmlega, verður Jón Ásgeir að svara þessum spurningum.
Verst hvað margir virðast blanda persónu Jóns Geralds inn í þetta.
Þótt það sé hann sem spyr þá lifa spurningarnar algjörlega sjálfstæðu lífi að mínu mati.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 16:30
hvað með nýjasta útspil Jóns Ágeirs og konu hans.
Nú er tekið kúlulán á annað hundrað milljónir til að veðsetja tvær fasteignir upp í topp. Afhverju ætli hann hafi gert það? hvað vakir fyrir honum?
Ætli ástæðan sé að verið er að passa upp á að ekki sé hægt að taka þessasr stóru fasteignir, upp í skuldir............það sem maðurinn skuldar þjóðinni.
Alveg ótrúlegt að horfa upp á gjörðir þessa manns. Að fólk versli við þessa siðlausu fjölskyldu og með því haldi uppi viðskiptaveldi þeirra.
Ojbara.
Hvenær verður þetta fólk stoppað ?
Kjósandi (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 18:58
Flott bréf hjá þér Jón Gerald. Mér finnst fjölmiðlar standa sig mjög illa í að yfirheyra útrásarvíkingana, sérstaklega varðandi mál Jóns Ásgeirs. Það kemur svo sem ekki á óvart þar sem hann á stærsta fjölmiðlaveldið á Íslandi.
Maður er alveg kominn með upp í kok af þessu aðgerðarleysi. Held að þjóðin verði aldrei fyllilega sátt fyrr en þessir menn hafa tekið út sína refsingu...og þá almennilega refsingu. Það væri samt nær að senda þessa menn í samfélagsvinnu í staðinn fyrir fangelsi. Held að allsstaðar annars staðar en á Íslandi væri búið að rétta yfir þessum glæpamönnum.
Jon H. (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 19:57
Jón Gerald. Takk fyrir þitt innlegg í upplýsandi umræðu sem er leið að lausnum! Jón Ásgeir blessaður fær sína refsingu og straff, og hefur líklega nú þegar fengið! Þannig virkar þetta líf að lokum!
Allir sem hugsa aðeins lengra, vita að opin og heiðarleg umræða er eina leiðin út úr vandanum sem við og reyndar öll veröldin er í núna.
Gangi þér vel vinur með þína heiðarlegu vinnu við að brjóta niður einokunina sem hefur verið blásin upp í heiminum og á Íslandi (og tilfinnanlega fyrir réttlausa og fátæka ábúendur Íslands).
Gangi þér vel með Kost-búðina þína og hvet ég þig endilega til að taka upp heimsendingar-þjónustu fyrir bíl-lausa, aldraða, fátæka og svikna höfuðborgarbúa. Það passar mjög vel við réttlætis-baráttuna þína Jón minn!
En nú er ég auðvitað að tala út í loftið, því ég hef ekki skilning á hvað þetta kostar! En það eru örugglega margir sem myndu vilja taka þessa þjónustu að sér fyrir lítinn pening! Þarf bara að skipuleggja dálítið (sem ég er ekki með hæfileika til)! Bendi bara á hina? Það gengur auðvitað ekki
Horfum fram á veginn með réttlátri gagnrýni, eftir bestu getu, því fortíðar-vandamála-vegurinn tefur fyrir og leysir ekkert! Það veit ég fyrir víst af eigin reynslu! M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.4.2010 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.