2.8.2009 | 23:01
Setti ég Ísland á hausinn?“ Ekki spurning Jón Ásgeir Jóhannesson þú átt stóran þátt í því.
Ég tek þessa dóma nærri mér og er ekki sáttur við þá, segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, í grein í Morgunblaðinu í dag sem ber yfirskriftina Setti ég Ísland á hausinn?.
Þar segist hann hafa verið kallaður óreiðumaður, glæpamaður, fjárglæframaður, þúsundmilljarðamaðurinn og sagt hafi verið að hann hafi komið Íslandi á hausinn. Þessa viðhorfs virðist gæta víða í þjóðfélaginu, meira að segja á Alþingi og í Seðlabankanum.
Þessi viðurnefni og upphrópanir byggjast ekki á mikilli yfirvegun eða ígrundun, en eru að einhverju leyti skiljanleg í andrúmslofti reiði og öryggisleysis, segir Jón Ásgeir og segist reiðubúinn að axla þá sanngjörnu ábyrgð sem honum beri.
Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.
Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast
Viðskipti og fjármál | Breytt 3.8.2009 kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
2.8.2009 | 11:46
Þjófnaður Jón Ásgeir Jóhannessonar
Íslensk afþreying hf., sem áður starfaði undir nafninu 365 hf., hefur ákveðið að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Engar eignir eru í búinu en allar rekstrareiningar félagsins hafa verið seldar á undanförnum mánuðum.
Á hluthafafundi 20. nóvember á liðnu ári var samþykkt að breyta nafni 365 hf. í Íslenska afþreyingu, en þá hafði fjölmiðlahluti félagsins [m.a. Stöð 2, Fréttablaðið, Bylgjan og visir.is] verði seldur til Nýrrar Sýnar, sem er að stærstum hluta í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.
Hann á enn Fréttablaðið og Stöð 2 en skuldin upp á 5000 milljónir var skilin eftir fyrir þjóðina að borga.
Kv Jón Gerald Sullenberger.