Framlög og styrkir til Samfylkingarinnar árið 2006 fimmfölduðust frá árinu 2005

Í mars 2006 fór ég á fund til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þar fór ég yfir Baugsmálið og vinnubrögð þessara manna, og færði ég henni öll gögnin í málinu. Það síðasta sem ég bað hana var að hún og hennar fólk yrðu að lesa gögnin í málinu því þá myndu þau sjá hvernig Baugsmenn vinna og hugsa. Ég tjáði henni að ef Baugsmenn yrðu ekki stoppaðir mundu þeir setja allt hér heima á hliðina.

Það eina sem hún bað mig um var að ég myndi ekki fara með þennan fund okkar í fjölmiðla og tjáði ég henni að ég hefði engan áhuga á því enda gerði ég það ekki. Það eina sem vakti fyrir mér var að fræða hana og sýna henni vinnubrögð þessara manna því mér var nóg boðið og þar að auki þótti mér vænt um landið okkar og vildi ekki sjá það sem nú hefur skeð.

Nú er skýringin komin á því af hverju Ingibjörg hafðist ekkert var við.  Samfylkingin var keypt af Baugi Group.  

Menn sem þekkja vel til innan Samfylkingarinnar fullyrða við fréttastofu að milljóna styrkir hefðu ekki komið til án milligöngu eða vitneskju Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar höfðu forgöngu eða vitneskju um marga milljónastyrki sem flokkurinn fékk frá bönkum og eigendum þeirra árið 2006.

Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006sem voru hærri en kr. 500.000,-

     
Baugur Group hf.                                                         3.000.000        
FL Group hf.                                                                 3.000.000        
Glitnir                                                                           3.500.000                
Teymi ehf.                                                                    1.500.000

 

En ef við lítum á öll þau 48 félög sem voru skráð á Túngötu 6, en þar eru til húsa höfuðstöðvar Baugs Group á Íslandi þá veltir maður fyrir sér: Hafa einhver af þessum fyrirtækjum gefið styrk til Samfylkingarinnar og ef svo er hversu hár var hann? 

 

Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.

Heilbrigð skynsemi óskast


Bloggfærslur 14. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband