17.3.2009 | 15:56
Sigurður Einarsson staðfestir fréttir af Kaupþingi
Trúnaðar- gögnum stolið frá Kaupþingi og beitt af óprúttnum aðilum er maðurinn ekki í standi, allt bankakerfið á Íslandi hrundi!!!!
Getur ekki einhver sagt honum það.
En fyrst hann segir að þetta sé byggt á trúnaðargögnum sem hann telur að leynd eigi að ríkja um þá jafngilda það staðfestingu hans á að þetta sé allt satt og rétt þær fréttir sem fluttar voru á mbl !Stórar lánveitingar Kaupþings til bresk-íranska viðskiptamannsins Roberts Tchenguiz brutu hugsanlega gegn reglum um stórar áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja. 30. júní 2008 voru útistandandi lán Kaupþings til Roberts Tchenguiz og félaga í hans eigu 230,2 milljarðar króna. Eiginfjárgrunnur bankans 30. júní var 582,9 milljarðar króna.
frétt af mbl.isSigurður Einarsson var sæmdur heiðursmerki hinnar íslenzku fálkaorðu, riddarakrossi árið 2007.Ári seinna eða 2008 fékk Jón Ásgeir Jóhannesson útflutningsverðlaun forseta Íslands. Maður spyr sig fyrir hvaða útflutning? Útflutninga á peningum úr landi? - eða fyrir að flytja sjálfan forsetann út í einkaþotu sinni?Þetta sýnir að forsetinn er vanhæfur og á að víkja. Af hverju er potta og pönnuliðið ekki að mótmæla fyrir utan Bessastaði og krefjast þess að forseta Íslands hurðaopnara fjárglæframanna og klappstýra auðdónanna, Ólafur Ragnar Grímsson axli ábyrgð og víki?
Það verður aldrei sátt í samfélaginu fyrr en forsetinn axlar sína ábyrgð á öllu sukkinu og víkur úr embætti.
Græðgi þessara manna hefur eyðileggi orðstír heillar þjóðar.
Heilbrigð skynsemi óskast.
Njótið dagsins.
17.3.2009 | 00:28
Logos og Baugur taka 2.
Orðið á götunni er að tengsl lögmannsstofunnar Logos við Baug og önnur félög Jóns Ásgeirs Jóhannessonar séu nánari en fram hefur komið. Þessi tengsl vekja spurningar um hæfi starfsmanns á lögmannsstofunni til að fjalla á óhlutdrægan hátt um þá gífurlegu fjárhagslegu hagsmuni sem í húfi eru þegar Baugur er tekinn til skipta.
Eftirfarandi má lesa (enn) á heimasíðu Baugs Group: http://www.baugurgroup.is/Um-Baug-Group/Starfsfolk
Kristín Þorsteinsdóttir starfar sem verkefnastjóri á Kynningarsviði Baugs. Kristín hóf starf hjá Baugi í október 2007 og sér um verkefni tengd samfélagslegri ábyrgð Baugs. Kristín hefur undanfarið starfað sem fjölmiðlafulltrúi Baugs Group.
Kristín Þorsteinsdóttir er eiginkona Skafta Jónssonar. Skafti Jónsson er bróðir Gests Jónssonar .. en Gestur Jónsson er lögmaður Jóns Ásgeirs. Skafti Jónsson og kona hans eiga son, hann heitir Jón Skaftason.
http://www.logos.is/Index/Starfsfolk/Sjananar//115
Hjá LOGOS starfar Jón Skaftason, laganemi sbr. eftirfarandi uppl. af heimasíðu LOGOS, en ekki skal sagt neitt um það hvursu algent það er að laganemar séu ráðnir hjá stofum eins og LOGOS.
(faðir Skafta og Gests var Jón Skaftason fyrv. sýslum.).
Heilbrigð skynsemi óskast.
Njótið dagsins.