Að lána þrjá milljarða í íbúða kaup.

Maður spyr sig á hvaða lyfjum voru þessir stjórnendur Landsbankans þegar þetta lán var afgreitt. Það fer ekki mikið fyrir þessari frétt í blöðum landsmanna en þetta er náttúrlega algjör geggun. Er fólk að átta sig á því þetta er  þrír milljarðar það eru 3000 milljónir ef þetta er ekki siðblinda á hæsta stigi þá veit ég ekki hvað annað það gæti verið. Hvað var Sigurjón Árnason bankastjóri Landsbankans að huggsa, ég er enn að reyna skilja þetta. Það er ótrúlegt að lesa svo Baugsblöðin það eina sem í þeim er, er Davíð Oddsson þetta og Davíð Oddsson hitt er ekki meira vit í því að spyrja tildæmis Sigurjón hvað gekk eiginlega á í bankanum undir hans stjórn. Nú er verið að tala um að spara í Heilbrigðiskerfinu einhverja milljarða það er dropi í hafi miða við þá tugi eða hundruð milljarða sem munu tapast á útlánastarfsemi íslensku bankana til Baugs fyrirtækjana '' Project Sunrise" sem er víst sérstakt félag (eitt í viðbót við öll hin) er ekki komið nóg af félögum en það félag á víst að sjá um endurreistnar Baugs. Nú segi ég bara  ''Hlevítis fokking fokk''

Ungir og menntaðir (siðlausir) en án reynslu réðu í bönkunum nær öllu.

Þetta er ághugaverð grein sem birt var í Morgunblaðinu á blaðsíðu 12 í dag. Reynsluleysi, (siðleysi en það vantaði eða vonandi gleimdist í greinini) og áhættusækni hrjáðu bankana og flesta þá stjórnedur sem voru á ofurlaunum sem samrýmdist þeirra þekkingu og ábyrgð sem á þá var lagt. Það er allavega það sem þeir tjáðu þjóðinni og hún því miður tók þá trúanlega og það bókstaflega. Eitt vitum við allavega í dag að þetta var ekki allt rétt og það er þetta með ÁBYRGÐINA hún er eingin þeir eru allir farnir til London og búa þar á yfirdrættinum sem þjóðinn þarf nú að borga. Það er ótrúlegt að eitt fyrirtæki hér á Íslandi hafi tekist að ryksuga nánast allt lausafé úr öllum bönkum og lánastofnunum landsins og skiptir ekki máli hve stórir eða smáir þeir voru það er allt farið. Byr tómur, Sparisjóðurinn tómur, VBS tómur og svo má lengi telja. Var öll þjóðinn með glampa í augunum yfir Baugi og Jón Ásgeiri og öllu því bulli sem þeir stóðu fyrir á síðastliðinum 3 til 5 árum.  Hvað var eiginlega í gangi hér heima?  Ég bara spyr.

Bloggfærslur 15. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband