Var Exista kanski bara Hókus Pókus..........

Kæru landsmenn, nú berast okkur ótrúlegar fréttir af tapi Exista upp á rúmlega 200 þúsund milljónir.
Á meðfylgjandi skjali sjáið þið oftmat eigna Exista en þeir nota eins og frægt er svokallaða "Hlutdeildaraðferð" í bókhaldi sínu en fyrirtækið varð gjaldþrota fyrir löngu löngu síðan.
 
Launakostnaður Exista er 25 m evra 2008 á móti 29 m evra 2007 skv. uppgjörstölum félagsins.
 
Miðaða við meðalgengi á evrunni 127 kr. 2008 og 88 kr. kemur ansi athyglisverður hlutur í ljós:
 
Launakostnaður mældur í kr. hækkaði frá 2,552 kr. fyrir 2007 upp í 3,175 m kr fyrir árið 2008 eða um 623 m kr. sem gera 24%. (á sama tíma fækkaði starfsmönnum úr 433 í 420 eða um 3%). 
 
Sem sagt, allt bendir til að æðstu stjórnendur innan Exista hafi verið ríkulega verðlaunaðir fyrir þetta tap

Á árunum 2004-2007 jókst velta Existu úr 23 milljörðum í 730 milljarða.
 
Til að setja þessa tölu í samhengi við stærðir í íslenskum þjóðarbúskap þá er
hún álíka og: - Verðmæti alls innflutnings og útflutnings vara á Íslandi
2007 eða -Nærri tvöföld útgjöld Ríkissjóðs.
 
 Hvernig var þetta hægt?
 
Á árunum 2003-2006 byggðust tekjur Exista að öllu leyti á hækkun hlutabréfa
Bakkavarar og Kaupþings í Kauphöllinni sem EXISTA átti.
 
 Á þessum árum jókst eigið fé EXISTU úr 12 milljörðum í 180 milljarða sem
byggðist á hagnaði vegna hækkanna á gengi hlutabréfa (109 milljarðar) og
yfirverði á kaupum á VÍS (66 milljarðar, sem voru borgaðir með hlutafé í
EXISTU). 
 
En þessi 180 milljarða tekjumyndun skilaði ekki krónu inní
fyrirtækið
.
 
Þessar tekjur sem mynduðu hagnað og þar með eigið fé voru eingöngu tölur á
blaði, en útgjöldin voru raunverulegur kostnaður sem þurfti að greiða.
 
 Með góða eiginfjárstöðu var hægt að taka meiri lán ásamt því að sækja aukið
hlutafé til lífeyrissjóða og almennings til að greiða útgjöldin.
 
 Þannig má sjá á sjóðstreymi Exista á árunum 2003-2006 að þessari aðferð var beitt til
þess að velta rekstrinum áfram.           
                                                                                                                                             Var Exista kanski bara Hókus pókus eftir  Sigurbjörn Svavarsson
sjá töflu:

http://duddi9.blog.is/blog/duddi/entry/954870/
  

 

 

Ofmat eigna og eiginfjár Exista hf.   

 

     12/2004: Eignarhlutur í Kaupingi og fleiri skráum og óskr. Félögum

Bókfært verð Millj. kr.   

61.354

Markasverð Millj. kr.    

61.354

Mismunur í millj. kr.                     

             0

Eigið skv. ársreikn.í millj.kr. 

26.341

Eigiðfrádregnmismun í millj. kr.     

26.341

   

12/2005: Eignarhlutur í Kaupingi og fleiri skráum og óskr. félögum

     148.667

148.667              0 96.104 96.104

    

12/2006: Eignarhlutur í Kaupingi og fleiri skráum og óskr. félögum Viskiptavild VÍS

     215.019
       43.976
     258.995
  215.019
   215.019

             0

        43.976

        43.976

179.779    135.803

  

12/2007: Eignarhlutur í Kaupingi og fleiri skráum og óskr. félögum Viskiptavild

 
    533.351 
      42.715
    576.066  
 
   443.052
   443.052 
  
      90.299
      42.715
    133.014 
  215.552      82.538 

  

30.6.2008: Eignarhlutur í Kaupingi og fleiri skráum og óskr. félögum Viskiptavild

 
   655.225  
     42.675
 
   697.900
    
 486.825  
 486.825
    
       168.400 
        42.675
 
       211.075
    
    285.525
    
     74.450
    

 30.9.2008: Eignarhlutur í Kaupingi og fleiri skráum og óskr. félögum Viskiptavild      

   680.601
     42.630
 
   723.231
      
   499.946
 
   499.946
      
       180.655
         42.630
 
        223.285
      
    288.158
      
      64.873
      

1             Breytt er um ferð 2007 þegar hlutabréf fara að lækka.

         Hefiði átt að gjaldfæra mismuninn.

2             Ekki er ljóst hvort um er að ræða ólögmæta uppfærslu á viskiptavild.

3             Félagið er gjaldrota þegar uppgjör birtist 30.9. 2008 en eigið fé samt bókfært  á 288.158 millj. kr. 

 

Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.  

Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast   

Jon Gerald Sullenberger.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Jón það er rétt hjá þér og er nú frekar einfaldur reikningur sem meira að segja ég skil, að enginn á með réttu það sem hann hefur stolið. Gangi þér vel með búðina. Vonandi getur þú opnað fljótlega. Stuðningskveðja.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.10.2009 kl. 14:05

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Tek undir þessa gagnrýni, af öllum þessum svikamyllum þá er Exista lang versta dæmið og þeirra einni hagnaður var að fá lífeyrissjóði & útgerðafélög til að veðja á styrkingu krónunnar og þeirra fyrirtæki veðju á veikingu krónunnar.  Þessir aðilar sáu tækifæri til að ráðast á rangt skráð gengi krónunnar, og sú aðför þeirra tókst því þeir fengu aðila til að veðja gegn sér.  Sérstakur saksóknari verður að rannsaka allt sem viðkemur Bakkavarbræðrum.  Jón Ásgeir má þó eiga það að hann var að reyna að byggja upp smásöluverslanir og fór mjög glanalega, en Exista á enga afsökun, ekki frekar en eigendur & stjórnendur Landsbankans.  Þetta eru ljótar sálir sem skilja alstaðar eftir sig "sviðna jörð í viðskiptum & hafa af fólki & sjóðum gríðarlegar fjárhæðir - svona lið á bara heima bak við lás & slá..!"  Næst þegar ég sé minn þá Bakkavarabræður hérlendis (gamlir skólafélagar úr Verzló) þá mun ég vonandi standa fyrir "borgarlegri handtöku á þeim."  Mér skilst að alstaðar í Evrópu þar sem þeir bræður starfrækja verksmiðju þá brjóti þér lögvarinn réttindi starfsmanna sinna, á sama tíma sem þeir hækka sín laun upp í rjáfur.  Þetta lið er bara siðblint hyski..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 19.10.2009 kl. 15:19

3 identicon

Þetta kallast á erlendu máli '' smoke and mirrors '' og kallar á eftirlit á endurskoðendastéttinni allri !

berndsen@simnet.is (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 16:31

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú átt svo sannarlega heiður skilið fyrir að vinna svo ötullega að setja flókna efnahagsreikninga í skiljanlegt form. Það skerpir meðvitund fólks sem kann lítið sem ekkert, á staðreyndinni að svona má ekki haga sér. Þessi "barbabrelliviðskipti" hafa enn ekki verið stöðvuð. Það kemur samt vonandi allt með tímanu. Víða er farið að þrengjast hringurinn að fólki sem tók þatt í þessu ótrúlega sukki á eignu allskonar hlutafélaga á Íslandi og erlendis. Hvet þig til að halda áfram því ég er handviss um að skrif þín eru lesin af æðstu rannsóknarmönnum þó þeir myndu aldrei viðurkenna það opinberlega...flottur pistill og skír....

Óskar Arnórsson, 19.10.2009 kl. 16:41

5 identicon

Þetta eru skítseiði og úrhrök samfélagsins.

Það er erfitt að sætta sig við að hér skuli yfirvöld ekki taka á þessu, því það sér það hvert einasta mannbarn að hér hafa lög verið brotin.

Jón Flón (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 19:23

6 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason


Sveinbjörn Ragnar Árnason, 19.10.2009 kl. 20:18

7 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Þú átt heiður skilinn fyrir að upplýsa okkur hin sem ekki vitum, ég bíð eftir að þú opnir búðina þína og þó ég búi í keflavík ætla ég að gera mér vikulega ferð þangað til að versla í stað þess að versla hjá öðrum sem hafa eyðilagt orðstír okkar og spillt gleðistundum.

Ég heyrði um daginn að kröfuhafarnir sem eru að eignast íslandsbanka séu ekki erlendir vogunarsjóðir heldur Jón Ásger, Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson þeir hafi eignast kröfurbankans með þvi að kaupa þær á 2-3 % og stefni nú að þvi að rukka þær inn að fullu. Vildi að ég hefði aðgang að fólki til að sannprófa þetta en verð að segja að heimildarmaður minn hafði þetta eftir mjög áræðanlegum heimildum. Ég spyr bara ætlar skítinn hvergi að taka upp í þessu samfélagi

Steinar Immanúel Sörensson, 20.10.2009 kl. 00:45

8 identicon

Þú er að gera góða hluti að mínu mati, en passaðu þig á því að lenda í pitti. Allavega ekki alveg strax. Í gær var ég á aukaaðalfundi islenska lífeyrissjóðsins, þeim einum subbulegasta aðalfundi sem ég hef verið á, þar sem menn söfnuðu umboðum og kennitölum fyrir fundin til að komast í stjórn hans. Þara voru bara kostnir Landsbankamenn bæði núverani og fyrrverandi og fyrrverandi stjórnarmenn íslenska lífeyrissjóðsins í allar stjórnnuarstöður fyrir utan einn exista mann,,, menn sem fólkið reyndi að koma út, fólkið sem mætti á fundin hafði því lítin sem engin áhrif á val í stjórn sjóðsins. Fundarstjórin leifði mönnum ekki að stíga í pontu og tjá hug sinn varðandi kjörið, og ef það þyrfti að "bóka eitthvað" þá skyldi því komið á framfæri við fundarritara eftir fundin. Fundarstjórin fór hamförum að mínu mati..

Einn af þessum mönnum sem kosin var í stjórn var, Ingólfur nokkur Guðmundson rekstarahagfræðingur, sem var formaður stjórnar íslenska lífeyrissjóðsins frá árinu 2000 og ku nú vera að fara að mála hjá þér sem fjármálastjóri í þinni fyrirhuguðu lágvöruverslun Kosti. Er þetta ekki traustvekjandi ?? Er þetta Nýja Island ?

læt fleyga setningu af vef þín fylgja hér undir

Með góða eiginfjárstöðu var hægt að taka meiri lán ásamt því að sækja aukið
hlutafé til lífeyrissjóða og almennings til að greiða útgjöldin.

Krisitnn M Jonsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 09:02

9 identicon

Thad er med ólíkindum ad fólk skuli hafa fallid fyrir thessum lygavef.  Ad fólk skuli vera svona óttalegir blábjánar. 

En kannsi aetti madur ekki ad undrast yfir thessu...med thad í huga ad fólk saettir sig vid thad RÁN SEM KVÓTEKERFID ER

                              KVÓTEKERFID ER RÁN Á SAMEIGN ALLRA ÍSLENDINGA

                          FRAMSÓKNARFLOKKURINN  OG  SJÁLFSTAEDISFLOKKURINN

                               VILJA AD EINUNGIS ÚTVALDIR AF THEIM FÁI AD RÁDSKAST OG GRAEDA

                               Á SAMEIGINLEGRI EIGN ALLRA ÍSLENDINGA   THETTA SAETTA ÍSLENDINGAR

                               SIG VID.   SVO THAD ER EKKI UNDARLEGT AD HAEGT SÉ AD PLATA FÓLKID MED

                               PAPPÍRSAUDI.

Yarozintikoff Snjuzznjéblownizzsnizznizzky (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 10:23

10 identicon

Ì mars á þessu ári játaði sig Bernard Madoff, sekan um blekkingu og svindl. Hans aðferð var svokallað Ponzi scheme.

Bernard Madoff átti fyriræki á bandaríska fjármálamarkaðnum, fjárfestingafélag (Bernard L. Madoff Investment Securities) sem lofaði fólki góðri ávöxtun. þessu til stuðnings vísaði hann á góðar tölur síðustu ára, fyrir fólk sem hafði fjárfest hjá honum.

Nú er það svo að Ponzi scheme gengur út á það borga fjárfestum ávöxtun af fjárfestingu, með þeirra eigin fé og fjárfesta sem feta í sömu fótspor vegna sögusagna um góða ávöxtun. En ávöxtunin er engin vegna þess að það er engin framleiðni á bakvið sem getur staðið fyrir þessari ávöxtun.

Benard Madoff situr inni það sem eftir er af ævinni, vegna tjóns sem hann hefur valdið fólki með blekkingum sínum.

Nú er mín spurning hve mikið er Exista frábrugðið Bernard L. Madoff Investment Securities LLC ?

Nokkur sem getur svarað því?

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 11:04

11 Smámynd: ThoR-E

Svik og prettir.is

Ótrúlegt að horfa upp á þetta.

ThoR-E, 20.10.2009 kl. 13:48

12 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við ættum að setja á stofn heimasíðu, bokhaldsbrellur.is til að halda utan um þessar barbabrellur svo komandi kynslóðir geti áttað sig á framtíðarbarbabrellum.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 21.10.2009 kl. 19:49

13 identicon

Sæll Jón, væri gaman að heyra frá þér, sá þig hjá Sölva á Skjá einum, ég er einmitt einyrki úti á landi, að framleiða matvæli. 

Endilega sendu mér línu á mundih@gmail.com 

Guðmundur Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband