11.10.2009 | 17:40
VARÚÐ HÆTTA Á FERÐ. Nú er auglýsingarherferð frá Iceland Express um ódýrar flugferðir til New York sumarið 2010.
Um daginn fór FONS í gjaldþrot og nema skuldir félagsins tugi þúsunda milljóna króna enda Pálmi Haraldsson í samkrulli með Baugsmönnum alla sína tíð - kröfur Glitnis í þrotabú FONS hleypur á tug þúsundum milljónum króna.
Það er allt glatað fé þar sem engar tryggingar eða veð voru fyrir hendi.
Þegar Sterling flugfélagið stefndi í þrot - var gripið á það ráð að auglýsa grimmt í dönskum fjölmiðlum um nýjar ferðir og ódýr flugsæti....tugþúsundir Dana létu blekkjast og keyptu sér ferðir.
Sterling fór svo í þrot sem eitt stærsta gjaldþrot Danmerkur.
Um 40.000 Danir misstu þar með flugsætin sín og sumarfríin sín.
Um það má lesa hér:
http://ekstrabladet.dk/nationen/article1076622.ece
Stuttu fyrir gjaldþrot Fons, ákvað Pálmi Haraldsson að taka Iceland express útur Fons og setja í annað félag í hans eigu.
Nú er auglýsingarherferð frá Iceland Express um ódýrar flugferðir til New York sumarið 2010.
og þúsundir íslendinga eru að kaupa sér ferðir og ljóst að Iceland Express fær verulegar tekjur Í DAG FYRIR FERÐIR SEM Á AÐ FARA Í SUMARIÐ 2010 !!!
TREYSTIR FÓLK ÞVÍ AÐ ICELAND EXPRESS MUNI LIFA AF NÆSTU 12 MÁNUÐI ?
FORSAGA PÁLMA HARALDSSONAR OG STERLING SVIKAMYLLAN ÆTTI AÐ KENNA FÓLKI AÐ FARA VARLEGA AÐ TREYSTA ÞESSUM MÖNNUM.
ÞVÍ ÞAÐ FÁST ENGAR ENDURGREIÐSLUR EF ICELAND EXPRESS FER Á HAUSINN !!!
Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.
Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast
Jón Gerald Sullenberger.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:45 | Facebook
Athugasemdir
Góð viðvörun,þetta eru stórhættulegir glæpamenn.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 17:51
Sem ferðamálafræðingur hef ég komið þessari aðvörun á framfæri við samgönguráðherra og krafist þess að hann fari fram á auknar tryggingargreiðslur frá Iceland Express í ljósi "siðblindra vinnubragða Pálma í Fonds í Danmörku" - í mínu huga er enginn vafi að hann ætlar að leika sama leikinn á Íslandi. Í raun má þetta lið þakka fyrir að það sé ekki skotið, siðblinda þess er ofboðsleg og ég efa ekki að sá dagur muni koma að óánægður aðili mun grípa til ofbeldis í garð þessa einstaklinga, enda lít ég á "stuld á fé annars fólks sem NAUÐGUN og OFBELDI í þess garðs..!" Gjörningur Pálma í Danmörku var & er viðbjóðslegur. Ég hefði sem samgönguráðherra set lög sem banna honum að koma að rekstri eftir svona uppákomu, en því miður fá þessir siðblindu skíthælar endarlaust að leika sér og skilja því miður oft eftir sig sviðna jörð þar sem þeir stíga niður. Siðblindan þarna í Danmörku var vægast sagt ótrúleg. Ég hef & mun ítreka það við samgönguráðherra að grípa til ráðstafanna. Ég mun einnig fara fram á að Talsmaður neytenda & Samkeppnisstofnun skoði þetta mál alveg sérstaklega í ljósi reynslunnar. Þeir eiga að stinga upp á "úrræðum & leiðum..!" Ég tek undir orð Jóns Gerald, mér finnst þetta útrásar pakk vera búið að valda nógum skaða & ég treysti þeim engan veginn..! Þetta lið er skaðlegt samfélaginu & lánadrottnum sem þeir leika ítrekað á, skömm þessa fólks er ævarandi og í raun má færa góð rök fyrir því að banna eigi þeim að stunda viðskipti í Evrópu það sem eftir er ævinnar. En þá verður að setja slík lög, það vantar því miður í dag og á meðan leika siðblindir viðskiptamenn lausum hala..!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 18:23
Flott að fá þig hingað inn.....velkominn.
Ég bíð spennt eftir nýju búðinni.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 11.10.2009 kl. 19:04
Gott hjá þér að vara við. Ég er hætt að versla í Bónus og versla í Krónunni núna. Ég mun alfarið versla hjá þér.
rósa (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 19:13
Má ekki segja thad sama um kvótakerfid. Hve miklu tapar fólkid í landinu á slíku svikamillukerfi? Af hverju laetur fólk glaepakerfi eins og kvótakerfid vidgangast?
Thjódin öll á ad njóta góds af sameiginlegri eign sinni. Ekki einhverjir sem valdir hafa verid út af spilltum stjórnmálamönnum. Burt med sérréttindi og fákeppni.
Thad er audvelt ad slátra fákeppninni med thví ad setja lög um hámarks markadshlutdeild. Sömu adilar aettu mest ad hafa 8% af markadinum. Thá skapadist hér heilbrigd samkeppni á matvörumarkadinum. 60% markadshlutdeild er náttúrulega út í hött.
BURT MED KVÓTAKERFID .... BURT MED FÁKEPPNINA
Munid ad Spillingarflokkurinn og Framsóknarspillingin eru their flokkar sem vilja hafa kvótakerfid áfram. Thessir flokkar berjast gegn hagsmunum almennings en fyrir sérréttindum og forréttindum fárra audmanna.
Gamall (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 20:17
Dumping er hugtak sem starfandi hjá Samkeppni Stofnum verða að skilja til þess að verða ekki reknir allir einn með tölu strax. Fölsk Samkeppni er ekki líðandi samkvæmt lögum EU. Hvert verðugt Meðlima-Ríki ber ábyrgð á að framfylgja lögunum á sínum eigin innra heimarkaði.
Allir strákarnir í mínum bekk 9 ára vissu hvað fákeppni þýðir þegar upp er staðið. Var þá oft vísað til þýskra neytenda sem vildu ekki sjá virðisaukaskatts lítil fyrirtæki. Skatturinn þar áætlar skatt og það er ekki afsökun að kunna ekki að leggja á. Afsláttur til að losa út umframbirgðir og er eðlilegur en ekki að reka fyrirtæki með lítinn virðisauka því hækkar aðra skatta hjá okkur hinum sem étum ekki rýrnun. Eðlilegt almennt vöruverð heldur uppi almennum eðlilegu launum.
Reka starfsmenn samkeppni stofnunnar strax þeir hafa ekki verið að vinna vinnuna sína síðustu áratugina.
EU-sinnar eða Fylingarmanneskjur sem verja þetta fákeppnisfyrirbrigði sem ríkir á Íslandi og vilja endurreisa stærðarhlutfalslega stærsta fjármálageira í heimi sem takmarkast við 300.000 eyjarskeggja næstu öldina verða að skilja að þessi yfirlýsing og vilja frekar skera niður heilsgæslu hljómar á alþjóða mælikvarða ekki lánahvetjandi hjá erlendum fjármálgeirum.
Frekar sönnum um hverskonar morons ríkja hér.
Júlíus Björnsson, 12.10.2009 kl. 04:17
EU-sinnar eða Fylkingarmanneskjur
Júlíus Björnsson, 12.10.2009 kl. 04:20
Fólki sem er svo vitlaust að kaupa ferð hjá þessu félagi sem á að fara næsta sumar er bara engin vorkunn þegar það tapar peningnum.
Því er bara ekki viðbjargandi.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 09:03
Hvernig stendur á því að menn fara með svona vitleysu? Ég hélt nú að þú Jón fylgdist betur með en svo eða notarðu ekki greiðslukort? Allir sem það gera hljóta að þekkja eftirfarandi skilmála greiðslukortafyrirtækjanna:
Í þeim tilvikum er seljandi hefur ekki innt af hendi þá vöru eða þjónustu er korthafi greiddi fyrir með kortinu getur korthafi skilað skriflegri kvörtun til útgefanda allt að 90 dögum eftir að afhending átti að eiga sér stað. Telji útgefandi að afhending hafi sannanlega ekki átt sér stað endurgreiðir útgefandi korthafa andvirði hins selda.
Einmitt .... endurgreiður útgefandi korthafa andvirði hins selda
Þetta er ekki flóknara.
Jóhann (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 10:41
Sæll Jón
Það ber að varast svona fjárglæframenn og reyndar úthýsa öllum viðskiptum annarra fyrirtækja í þeirra eigu frá íslenskum bönkum.
Ég mun aldrei aftur versla við Icelandexpress eftir að þeir feldu niður ferð til Stansted þegar ég var að fara á námskeið sem byrja átti kl.16.30 þann dag á svæðinu en boðin endurgreiðsla á farseðli eða fljúga seinna?? Enginn vildi bæta mér námskeiðsgjaldið sem ég var búinn að greiða fyrir hvorki flugfélagið né VISA á Platinumkorti þar sem slíkt væri ekki bætt??
Ef einhver horfði á Silfur Egils í gær og hlustaði á Frikka fararstjóra og fyrrum kaupmann hefur eflaust marga rekið í rogastans við það því sjálfur varð ég orðlaus um það heljartak sem Hagar eru sagðir hafa á birgjum og Egill minntist á að einhver vandræði væru hér innanlands á þínum innkaupum vegna hnefaréttar Haga??????
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 10:54
Egill spurði hver var svona framsýn? Á meginlandinu er þetta ekki spurning um framsýni heldur lærdómur af reynslunni og almenn skynsemi um rökréttar afleiðingar fákeppni. Sem hefur aldrei verið meiri en í dag. Þökkum sitjandi stjórnvöldum á hverjum tíma sem aðgerðaleysi og þögn samþykkja fyrirbrigðið fákeppni. Fámennt land þarfa stór þjónustugeira svo sem eitt tryggingarfélag, einn banka, einn innflutnings aðila eldsneytis eitt flugfélaga og skipafélag undir ströngu reglueftirlit og hámarksverðum til að halda kostnaði í lágmarki, yfirbyggingar og eftirlits sér ílagi. Annar rekstur þarf að innhald minnst sjálfstæða100 samkeppniaðila, þannig að það standi ekki undir sér að vera að fylgjast með öllum hinum og kúnnarnir geti haft forgang. Eftirlit með virðisaukaskatti gefur vitneskju um slæma rekstur sem ætti að vera ástæða sviptingar rekstraleyfis áður en í óefni er komið. Veikur heimamarkaður er fyrirfram dæmdur dauðadómur í innri samkeppni EU. Stöðugt verðlag og jafnar virðisaukatekjur eru inn á meginlandinu.
Skýr skil á milli samkeppni geira.
Júlíus Björnsson, 12.10.2009 kl. 13:15
Alveg rólegur félagi. Þú ættir að kynna þér betur skilmála kortafyrirtækjana, þá sérðu vel að neytendur eru í fínum málum ef eitthvað kemur uppá hjá flugfélagi sem þeir hafa keypt flugmiða hjá. Og svo held ég að allir ættu að gleðjast yfir því að loksins er komin samkeppni í flugi til Ameríku, loksins!!!
Katrín Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 14:09
Ég tek undir með Katrínu. Loksins er komin samkeppni á Ameríkuflugið. Ég held að allir ættu að vera ánæðgir með það - öll samkeppni er af hinu góða.
Guðrún (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 14:41
Þessi aðvörunarorð Jóns Geralds eru í tíma töluð. Þetta snýst ekki um hvort fólk fái miðann sinn endurgreiddan frá kortafyrirtækinu ef illa fer hjá Iceland Express. Þetta snýst um að flugmiði er bara hluti af ferðinni. Þeir sem bóka ferð til New York eru líka að bóka annað flug, bílaleigubíla, hótelgistingu, heimsóknir og annað í þeim dúr. Ef Iceland Express stingur af frá þessu flugi, þá fá viðskiptavinir kannski flugmiðann endurgreiddan, en tapa öllu hinu.
Og svo má trúa því varlega að félagið ætli að fljúga 4 sinnum í viku til New York. Þetta er bara sölubrella, því þegar kemur að því að fara að fljúga, þá munu flugferðir verða sameinaðar í bak og fyrir, til að þurfa ekki að fljúga með hálftómar vélar. Flugfélög komast upp með þetta vegna þess að þeim nægir að láta vita með 2 VIKNA fyrirvara um breytingar á flugi.
Og hvað ætlar fólk að gera ef það er statt í Bandaríkjunum þegar Pálmi Haraldsson springur á limminu og allar ferðir falla niður? Þannig fór einmitt um 40 ÞÚSUND viðskiptavini hans hjá Sterling, þegar félagið fór fyrirvaralaust á hausinn. Þetta voru aðallega Danir sem voru staddir erlendis. Sumir komust ekki heim fyrr en eftir viku og það kostaði þá morð fjár.
Það er undarlegt að ekki nokkur fjölmiðill skuli hafa tekið þetta upp hjá sér, en svo nægir að líta á allar auglýsingarnar sem Iceland Express er að birta hjá þeim þessa dagana og þá er skýringin komin.
Niðurstaðan hlýtur að vera einföld - afhendið Pálma Haraldssyni ekki krónu fyrirfram.
HMV (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 14:44
Ísland þarf að spara þannig að það geti greitt Icesave eftir 7 ár.Kaupmáttur þjóðar fer úr 40.000 dollurum á mann niður í 30.000 dollar EU meðtalið eða það sem Frakka, Malta, Færeyjar og Slóvenar búa til dæmis við. Það þykir fínt fyrir eyjaskeggja í EU.
Öll lönd EU bíða eftir fjárfestum [reynslan af Íslandi er okkur í óhag], niðurskurður er ekki byrjaður hjá stjórnvöldum og það margir sem munu ekki hafa efni á USA ferð 2010. 30% tekjuskerðing til langframa er ekkert grín.
Kreppan er að byrja.
Júlíus Björnsson, 12.10.2009 kl. 15:01
Sjálfhverfan er ríkjandi hjá þeim sem telja að allt sé í lagi ef flugfélagið fer á hausinn vegna þess að greiðslukortafyrirtækið borgi. Rétt eins og það séu ekki tapaðir peningar líka ef til slíks kæmi.
Á hverjum bitnar slíkt þá? Ekki mér, er sagt hér fyrir ofan. Nei, ekki beint, en einhverjir þurfa að borga tapið hjá greiðslukortafyrirtækinu. Það skyldu þó ekki verða viðskiptavinir þess á endanum?
Ómar Ragnarsson, 12.10.2009 kl. 15:13
Ég mundi gjarnan vilja sjá yfirlýsingu frá kreditkortafyrirtæki um að fólk tapi engu þótt Iceland Express fari á hausinn.
Hvers vegna var það ekki raunin með Sterling - systurfélag Iceland Express?
Og þetta er góð ábending hjá Ómari Ragnarssyni - að sjálfsögðu tapar einhver ef þetta dæmi gengur ekki upp. Og hvers vegna í ósköpunum ættum við að trúa því að það sé óhætt að afhenda Pálma Haraldssyni, eiganda Iceland Express, tugmilljónir króna í fyrirframgreiddum farmiðum, miðað við raunasögu hans í fjármálum. Enginn Íslendingur ber titilinn "Gjaldþrotakóngur Íslands" með jafn miklum sanni og Pálmi.
Er ekki allt í lagi með okkur? Erum við búin að gleyma hvernig menn eins og Pálmi spiluðu rassgatið úr buxunum í útrásinni miklu og höguðu sér eins og örgustu spilafíklar?
HMV (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 15:34
Tek undir skrif No 2 sem eru að hluta svona
Gjörningur Pálma í Danmörku var & er viðbjóðslegur. Ég hefði sem samgönguráðherra set lög sem banna honum að koma að rekstri eftir svona uppákomu, en því miður fá þessir siðblindu skíthælar endarlaust að leika sér og skilja því miður oft eftir sig sviðna jörð þar sem þeir stíga niður.
Jón Snæbjörnsson, 12.10.2009 kl. 16:05
Einnig er vert að benda á það að Iceland Express er ekki flugfélag eða flugrekandi, ...heldur farmiðasala sem leigir síðan Breska flugfélagið Astraeus til að fljúga fyrir sig. IE er ekki handhafi flugrekstrarleyfis frá Flugmálastjórn Íslands, sem þýðir að Iceland Express býr ekki við þær kvaðir eða skyldur sem almennt tíðkast um þau fyrirtæki sem kalla sig flugfélög.
Flugfélög sem hafa flogið fyrir Iceland Express eru amk þrjú, Jet-X, Hello og nú Astraeus, með útgefin flugrekstrarleyfi í sínum heimalöndum.
Sem þenkjandi maður spyr ég því sjálfan mig. Haf þeir hlotið leyfi fyrir flugi til USA? Getur erlent flugfélag flogið frá Íslandi sem heimastöð áfram til Ameríku? Ég held ekki.
Fróleiksmoli.
ónefndur (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 20:45
Nei, Astraeus hefur ekki leyfi til að fljúga. Ísland hefur áratuga gamlan samning við Bandaríkin um ótakmarkað flug flugrekenda beggja landa. Þriðja lands flugrekandi (Astreus er breskt) hefur ekki réttindi og skv. mbl.is er flugmálastjórn að senda bréf til Iceland Express útaf þessu núna.
Svo að þeir eru að selja farmiða undir flugnúmerum Astreus án þess að hafa leyfi til að fljúga milli Íslands og Bandaríkjanna. Þannig er staðan. Áhugavert.
hamar (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 20:57
Þeir sem halda áfram að skipta við þennan stórglæpamann sem skilið hefur eftir sig sviðna jörð útum allt eiga ekkert betra skilið en að tapa öllu sínu.
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 21:34
@hamar; Vissuleg er þetta allt rétt með að Astraeus hafi ekki nein réttindi...en samgönguráðherra getur veitt undanþágu. Nú er spennandi að fylgjast með því hvort Öskjuhlíðar-Pálma verði veitt leyfið á silfurfati. Með því að kaupa miða með Iceland Express eru Íslendingar svo að styrkja skóla og heilbrigðiskerfið í Bretlandi. Er það ekki það sem okkur dreymir um?
Ég er fylgjandi samkeppni en hún verður að vera á jafnréttisgrundvelli. Iceland Express er sjóræningjafyrirtæki og magnað að við skulum loka augunum fyrir því. Jú við gerum það vegna skyndihagsmuma og sjálfhverfu. Af því ÉG fæ ódýran miða til London (samfélagið niðurgreiðr hann) er mér sama. Dapurlegt.
HJ (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 22:06
Hjartanlega sammála þér Jón., Pálmi er ekki bara hættulegur ., heldur minnir hann á Annþór nema hvað Annþór situr inni en ekki Pálmi., nóg gat hann montað sig af íslandsmeti í hagnaði og er búin að setja örugglega íslands met í gjaldþroti.,
ég myndi ekki kaupa nema aðraleiðina með Iceland express., þetta félag er djók
og að sjá vælið sem kom frá þeim í dag útaf grein þinni er ótrúleg.
Duffi (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 23:17
Finnst engum gott að það sé komin samkeppni um flug til ameríku? Daginn áður en Iceland express hóf að selja ferðir til NY lækkuðu ríkisfyrirtækið ,(sem btw varð gjaldþrota), Iceland air ferðir til NY um 30 þúsund. Og var það gert á kostað ríkisins? Eða hafa þeir bara verið að okra á þessu flugi?
Svona neikveitt tal er bara til að gera hlutina verri á íslandi.
Jón (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 10:32
Og hvað hefuru fyrir þér í þessu Jón?
DV segir í dag að Icelandair sé 19% dýrari en Express á NYC. Lestu bara blaðið.
hamar (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 10:42
Nákvæmlega Hamar... eins og ég sagði þá lækkuðu þeir verðið daginn áður en Iceland express hóf að selja ferðir. En ég mundi aldrei á ævinni nota DV sem áræðanlega heimild. Ég tékkaði bara á þessu sjálfur
Jón (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 10:50
Vitið það að ég held að það sé enginn að kaupa flugmiða til New York næsta sumar. Fæstir vita yfirleitt hvort þeir fara til útlanda á næsta ári yfirleitt. Skil ekki alveg þetta dæmi allt, held Iceland Express sé meira í einhverju promotion heldur en raunverulegum bisness með þetta. Ætluðu þeir ekki í innanlandsflug á næsta ári líka? Einhver heyrt af því?
giski (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 12:25
Tek undir með hamri hér að framan. Er ekki sama, hvaðan gott kemur? Ég fagna samkeppninni og vona að sem flestir geti nýtt sér ódýr flugfargjöld.
sigð (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 14:47
Ekki treysti ég mér að segja neitt um þessar hrakspár en Iceland Express á í mínum huga miklar þakkir skilið og sannarlega ekki skilið að lenda í höndum fjárglæframanna. Flugleiðir voru búnar að blóðsjúga Íslendinga í áratugi áður en IE kom til sögunnar. Það var ódýrara að fljúga með FL milli Evrópu og Ameríku en það kostaði að fljúga milli Íslands og Evrópu/Ameríku af því að þar voru FL í samkeppni sem við Íslendingar greiddum niður með óhóflegu miðaverði. Og að sjálfsögðu var harðbannað að fara í og úr á Keflavíkurvelli. Þetta komust þeir upp með í skjóli einokunaraðstöðu sinnar.
Ég er ekki búinn að gleyma því þegar það kostaði 80.000 ISK að fljúga til Danmerkur með FI árið 1992 (í mars þ.e. utan ferðamannatíma) þegar ég flutti til Svíþjóðar. Ég flaug að sjálfsögðu bara aðra leiðina en neyddist til að borga fram og til baka af því að "svoleiðis miða (þ.e. aðra leiðina) seljum vér eigi" sögðu þeir hjá FI!
Samkeppnin frá IE er eitt besta dæmið um það þegar samkeppni skilar sér neytendum til mikilla hagsbóta og það er skandall að FL skuli sitja í Flugmálastjórn sem er eftirlits- og leyfisaðili fyrir þau fyrirtæki sem eru í samkeppni við FI.
Jón Bragi Sigurðsson, 13.10.2009 kl. 14:50
Um 1983 varð ég fyrir því óhappi að farmiðinn minn Lúxemburg-Ísland rann út. Mist af lestinni Portúgal París. Ég þurfti að kaup nýjan miða í París, þá fannst enskumælandi sölumanni þetta dýrt og spurði hvort ég væri með USA stimpil í vegabréfinu. Gæti sparaði mér um 300 þýsk mörk að millilenda í Reykjavík á leiðinni til NY. Því miður var ég ekki með hann. Sölumaðurinn tók ekki við ferðatékkum svo ég fóra að skipta þeim. Þá sá ég USA sendiráðið og datt í hug hvort þeir gætu ekki stimplað passann minn.
Þeir hlýddu á mál mitt og sögðust myndu gera það það sem þeir gætu fyrir mig. Ég labbaði út með með stimpil sem jafngilti dvalarleyfi í USA á meðan vegabréfið vari í gildi. Þetta var í kjölfar að mig minnir stjórnarskipta í París. Í lestinni á leið til Lúxemborgar sagði Frakkinn mér ég væri meðal þeirra fyrstu sem hefðu fengið þennan stimpil í Frakklandi.
Óheiðarleg Samkeppni er skýring á því hversvegna langríkasta hráefnisútflutnings þjóð heims á einstakling sem er án hernaðarútgjalda getur ekki státað af tekjuhæsta almenningi í heimi.
Við gætum sparað mikið á því að fá útlendinga í flug og siglingar til og frá landinu. Ætti eiginlega að bjóða þetta út.
Júlíus Björnsson, 13.10.2009 kl. 15:38
Tek hjartanlega undir alla þá sem gagnrýna OKUR það sem Flugleiðir hafa beitt okri og í raun nauðgað íslenskum neytendum, enda hef ég alltaf kallað Flugleiðir = Illleiðir, þ.e.a.s. "koma illu til leiðar fyrir okkur neytendur..!" Ég fagna því ef SAS, BA, USA, Easy Jet og aðrir koma inn á flugmarkaðinn okkar, en því miður er hann bara svo lítil að þessir aðilar hafa ekki mikinn áhuga. Ég tilheyri þeim hópi einstaklinga sem vil að "siðferði skipti máli" og því mun ég aldrei fljúga með Iceland Express, þó það þýði að ég Illleiðir nái að nauðga mér. Best væri að komast hjá nauðgun, en þá verður maður að flytja af landi brott, fákeppnin er alstaðar hérlendis...! Ég hef keyrt bíl í ca 30 ár - aldrei árekstur, bílinn kostar 100.000 og tryggingafélögin ÖLL bjóða mér sama iðgjaldið, kr. 95.000 - þetta er ekkert annað en "löglegt rán...!" - þessi fyrirtæki (Bónus, tryggingarfélög, flugfélög, bankar o.s.frv.) þau hafa í raun verið að nauðga íslenskum neytendum í tugi ára...-...sorgleg staðreynd.
kv. Heilbrigið skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 13.10.2009 kl. 18:28
Alveg rétt, Jakob Thór Haraldsson...svikamyllan stjórnar öllu á klakanum. Tryggingafélögin eru gott daemi um thad. Mestu hraegammarnir eru í Spillingarflokknum og Framsóknarspillingunni.
Thetta eru flokkar sem vilja enga samkeppni thótt Spillingarflokkurinn segist vera fyrir frjálsa samkeppni. Spillingarflokkurinn hefur eitt hlutverk: Vernda og auka aud theirra ríku. Kvótakerfid er daemi um thad. Their vilja enga samkeppni. Their vilja ekki nýtt blód í sjávarútveginn. Their vilja einmitt útiloka alla samkeppni.
Thetta er svo augljóst og beint í andlitid á fólki. Samt saettir fólk sig vid thetta og thess vegna eru allir thessir flokksidiótar búnir ad missa alla virdingu fyrir fólkinu og réttilega....vegna thess ad fólk kýs kúgara sína. Kýs raeningjana. Kýs thá sem raena sameiginlegri audlind thjódarinnar.
Er thad eitthvad undarlegt ad allt sé í steik á klakanum?
Gamall (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 21:22
Ég sótti formlega um USA stimpil til að fara til Íslands og græða 300 þýsk mörk. Þeir kunnu að meta svona í USA sendráðinu. Fair trade.
Júlíus Björnsson, 13.10.2009 kl. 22:12
Jà Jà Jòn minn þetta er Ìsland ì hnotskurð. Eg by ì landi þar sem menn fà að gjalda fyrir þad ef þeir brjòta af sèr, à Ìslandi fengju þeir hærri stöðu .Mafìan à Ìslandi er ekki lètt ad buga það veist þù allt um.Fràbært að verslunnin er à lokastigi ìslenskir framleiðendur SKJÀlFA einsog mùs undir fjalaketti. Mafian gera allt til ad stoppa þetta, vonandi opnar bùdin sem fyrst. Eg kem gjarnar til landsins og vinn kauplaust ì einhvern tìma fyrir þig .Støndum saman um breytt land og mafìuna ùt ùr landi, munið søgunan um DAVÌÐ og goliat .GUÐ blessi Ìsland .Àn GUÐS fellur þjòdin til jardar.
esjus (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 08:59
Það skiptir engu máli hvað þessi Pálmi hefur gert af sér og mun gera, íslendingar munu hvað sem á gengur kaupa af honum farmiða. Bónus, Hagar og allt veldi Jóns Ásgeirs blómstar og leggur grunn að nýrri útrás innan nokkurra ára. ÞAð verður engin breyting þar á.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 14.10.2009 kl. 21:17
Eftir nokkur ár verður þá ekki kominn EU stöðuleiki hér á eins og í Lettlandi?
Júlíus Björnsson, 15.10.2009 kl. 00:58
Þatta segir allt sem segja þarf:
Efnahagsbrotadeild rannsakar nú hvort að Pálmi Haraldsson í Fons og Hannes Smárason hafi grætt milljarða á kostnað hluthafa í FL Group í tengslum við viðskipti á danska flugfélaginu Sterling.
Við húsleit skattrannsóknarstjóra hjá Stoðum, áður FL Group, undir lok síðasta árs fundust gögn sem urðu kveikjan að rannsókninni.
Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, keypti Sterling í mars árið 2005 fyrir um 5 milljarða króna. Stuttu síðar keypti Fons Maersk Air og sameinuðust félögin í september sama ár. Kaupverðið var ekki gefið upp en greint var frá því í dönskum miðlum að A.P. Möller Mærsk hefði þurft að leggja Sterling til um 3, 5 milljarð króna.
Sjö mánðum eftir að Fons festi kaup á flugfélaginu var það selt til FL Group fyrir 14,6 milljarða. Söluhagnaður Sterling var um þrefaldur á þessum 7 mánuðum. Í desember árið 2006 keypti Northern Travel Holding flugfélagið fyrir 20 milljarða. Stærstu eigendur Northern Travel Holding voru FL Group og Fons.
Bókhaldslegt verðmæti Sterling hafði því fjórfaldast á einu og hálfu ári þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu félagsins. Í lok september 2008 keypti Fons Northern Travel Holding með Sterling innanborðs sem var svo lýst gjaldþrota mánuði síðar.
Samkvæmt heimildum fréttastofu rannsakar Efnahagsbrotadeild nú hvort að Sterling hafi vísvitandi verið keypt á yfirverði. Grunur leikur á að einhvers konar samningur hafi legið fyrir milli Hannesar og Pálma um að hagnast persónulega á þessum viðskiptum með Sterling á kostnað hluthafa FL Group.
Meðal þess sem er til rannsóknar er þriggja milljarða króna millifærsla sem Hannes lét flytja af reikningum FL Group til Kaupþings í Lúxemborg árið 2005. Upphæðin var endurgreidd um tveimur mánuðum síðar með vöxtum en nú beinist rannsóknin að því hvort að millifærslan hafi runnið til Pálma Haraldssonar til að kaupa Sterling.
Fyrir liggur að þáverandi stjórn FL Group hafði ekki vitneskju um millifærsluna og gekk stór hluti hennar, ásamt þáverandi forstjóra Ragnhildi Geirsdóttur, út á svipuðum tíma og upp komst um málið.
Efnahagsbrotadeild og skiptastjóri þrotabús Fons munu eiga fund bráðlega og fara yfir stöðu mála.
Pálmi Haraldsson sagði málið algjörlega sér óviðkomandi þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Ekki náðist í Hannes Smárason.
Af vísir.is
Sveinbjörn Ragnar Árnason, 15.10.2009 kl. 23:27
Jón Gerald, við erum leikhópur sem langar svo að komast í samband við þig. Er möguleiki að þú gætir sent mér email á rjuparun@gmail.com. ef þú hefðir áhuga eða smá forvitni.
Takk, kær kveðja Eva
Eva (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.