Bankastjóri Landsbankans í London 2006-2007

Lárus Welding var bankastjóri Landsbankans 2006 - 2007 Heildarútlán Landsbankans í Lundúnum fjórfölduðust frá janúar 2006 til september 2008.  ( PARTUR AF ICESAVE)

Útlánaaukningin Landsbankans í London var gríðarlega mikil frá janúar 2006 til september 2008 þegar bankinn fór í þrot. Í byrjun janúar 2006 námu heildarútlánin rúmum 200 milljörðum en þau tæplega fjórfölduðust á þessum rúmum tveimur árum og enduðu í rúmum 731 milljarði íslenskra króna.

Fyrir þá vinnu fékk Lárus Welding sérstakur bankastjóri Jón Ásgeir vinnu í Glitni og 300 milljónir í þóknun, eftir komu hans í bankann  hófst ný stórsókn sem fólst í því að stórauka útlán til sinna manna.

Þeir sem  þekkja starfsemi Glitnis út og inn, segja að mesta og alvarlegasta breytingin hafi verið á fyrirtækjasviði bankans, sem var sérstakt áhugasvið hins nýja forstjóra.

Þar jókst áhættusæknin til allra muna með alvarlegum afleiðingum ( FL GROUR, STOÐIR, 365, STIMI ) og svo má lengi telja. 

Glannaleg útlán á fyrirtækjasviði Glitnis eru ein stærsta ástæða þess að bankinn féll að lokum.

 

Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.   

Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Duglegur strákur hann lárus!

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 5.8.2009 kl. 10:35

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég heyrði það á skotspónum að Lárus Welding hafi hent eftirnafninu sínu... og sé Einhverson í dag :).. afhverju ætli það sé ?

Óskar Þorkelsson, 5.8.2009 kl. 11:47

3 Smámynd: Sigmar Þormar

Jæja Jón. Getur vel verið. En það er bara búið að tala svo mikið um þetta.

Frekar vil ég heyra frá þér hvenær þú ætlar að opna búð þína hér í Kópavogi? Ég þarf rétt svo að hlaupa yfir götuna til að versla við þig.

Það er nú eina athöfnin sem ég ætla að grípa til í bili.

Sigmar Þormar, 5.8.2009 kl. 11:53

4 Smámynd: Eygló

Sum köllum við hann núna:  Lalla Logsuðu

Jú, hann er búinn að taka Logsuðu/Welding nafnið "af sér". Gerði það nokkrum vikum eftir hrun.

Það kalla hann auðvitað allir það sem hann "hét", a.m.k. þegar hann var og hét.

Eygló, 6.8.2009 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband