AF HVERJU ER LOGOS ENNÞÁ SKIPTASTJÓRI BAUGS ? - GRUNUÐ UM STÓRFELLD LAGABROT ?!?!

KÆRU FJÖLMIÐLAR,
 
 
Einn reyndasti viðskiptablaðamaður landsins, Sigurður Már Jónsson, skrifar eftirfarandi pistil í viðskiptablaðið sem kom út í dag, fimmtudaginn 11.júni:
 
"Eins og glöggir muna spannst nokkur umræða í mars sl. um það að lögmannstofan LOGOS skyldi valin til að greiða úr þrotabúi Baugs. Ýmsir þóttust sjá óheppileg tengsl og aðrir að ekki hefði verið leitað þangað sem reynsla af skiptastjórn væri mest.
 
Nú gengur sú saga fjöllunum hærra meðal lögmanna að LOGOS hafi sóst mjög eftir að fá þrotabúið. Jafnframt er því haldið fram að Baugur hafi óskað eftir að sú stofa sæi um skiptin."
 
 
Rifjum aðeins upp:
 
1.
Sérstakur saksóknari fékk dómsúrskurð nýlega fyrir húsleit hjá LOGOS vegna gruns um aðild LOGOS að einu stærsta rannsóknarmáli sérstaks saksóknara sem varðar TUGMILLJARÐA markaðsmisnotkun á gengi hlutabréfa í KB Banka.
 
 
2.
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra fékk dómsúrskurð nýlega fyrir húsleit hjá LOGOS vegna gruns um að einn eigenda stofunnar sem jafnframt er framkvæmdastjóri hennar, tengist stórfelldum lagabrotum tengdum FL Group og Sterling svikamyllunnar og stórfelldum skattalagabrotum tengdum Hannesi Smárasyni.
 
Þessi tiltekni lögmaður sem hefur skv.fréttum réttarstöðu GRUNAÐS manns er jafnframt aðallögfræðingur FL Group og sá um flesta samninga þess fyrirtækis - þar á meðal samningagerðina vegna STERLING svikamyllunnar.
 
HVAÐ MUN SKIPTASTJÓRI ÞROTABÚS BAUGS GERA VARÐANDI GÖGN SEM TENGJAST ÞÁ YFIRMANNI SÍNUM OG EIGENDA LOGOS EF HANN FINNUR ÞAU Í ÞROTABÚI BAUGS ?
 
 
 
3.
Skiptastjóri Baugs, Erlendur Gíslason sérhæfi sig skv.heimasíðu LOGOS í :
 
Starfssvið:


Flugréttur, fjármögnun flugvéla, verktakaréttur, opinber innkaup. 


http://logos.is/Index/Starfsfolk/Sjananar//6
 
Stærsta gjaldþrot íslandssögunnar uppá hundruði milljarði króna og skiptastjórinn er sérfræðingur í flugvélarétti.
 
 
4.
Í oktober sl. flutti RÚV frétt þess efnis að fasteignir í London og Kaupmannahöfn hafi verið fluttar úr Baug yfir í Gaum ásamt skíðaskála í frakklandi.  Breskir fjölmiðlar tala um að ekkert hafi verið greitt fyrir þessi miklu verðmæti heldur hafi Gaumur talið sig eiga inni skuld hjá Baug og látið skuldajafna milli fyrirtækjanna.

Eigandi beggja fyrirtækjanna heitir: Jón Ásgeir Jóhannesson.
 
Jón Ásgeir borgar Jóni Ásgeir.
 
 
5.
Fróðir menn sem þekkja til þessa svokallaða skála í frönsku ölpunum sem Baugur færði yfir til Gaums EFTIR bankahrun segja verðmæti þessa skála hlaupi á MILLJÖRÐUM enda í svipuðum stíl og 30 milljón dollara penthouse íbúðin í New York og Lúxusbáturinn 101 sem sést hér og er ENN í eigu Jóns Ásgeirs persónulega.

http://www.69.is/openlink.php?id=150584
 
 
 
MUN LOGOS SEM ER GRUNUÐ UM STÓRFELLD LAGABROT OG MEÐ FRAMKVÆMDASTJÓRA SEM HEFUR RÉTTARSTÖÐU GRUNAÐS MANNS VEGNA SVIKAMYLLU HANNESAR SMÁRASONAR, SVIKAMYLLU STERLING OG STÓRFELLDRA SKATTALAGABROTA FARA AÐ EINU AÐ ÖLLU EFTIR LEIKREGLUNUM VARÐANDI GJALDÞROTABÚ BAUGS ?
 
Spyr sá sem ekki veit.

 

Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.   

Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Aumingjans mennirnir.  Það þýðir ekkert að setja alvöru skiptastjóra í verkefnið því þá gæti Jón Ásgeir og co. misst allar "eigur" sínar og þurft að leita til mæðrastyrksnefndar eins og almúginn sem hann hefur féflett, það væri hræðilegt

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.6.2009 kl. 16:44

2 Smámynd: ThoR-E

Hvenær er nóg?

Þetta þykir kannski eðlilegt við núverandi aðstæður.

Kannski svipað eðlilegt að auðmennirnir flytja hundruð milljóna virði af glæsibifreiðum úr landi í gámum svo skilanefndir geti ekki náð í þær. Á meðan tekur Íslenska þjóðin á sig skuldir upp á hundruði milljarða vegna þessara sömu manna (BIFREIÐAEIGENDA).

Já já... þetta er allt mjög eðlilegt hér á klikkaða Íslandi ...

ThoR-E, 11.6.2009 kl. 19:33

3 identicon

Sæll Jón og þakka þér fyrir þessa samantekt á upplýsingum. Samkvæmt Íslenskum orðabókum kallast sá hópur manna sem þú hér fjallar gjarnan um , mafía. Landlægur ótti almennings við yfirvaldið og mafíurnar kemur í veg fyrir að þetta orð sé notað í opinberri umræðu á Íslandi. Mafía er réttnefnið yfir þá forréttindahópa sem framið hafa níðingsverk á þjóðinni .

Samkvæmt þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar Eddu er skilgreining nr. tvö á orðinu mafía eftirfarandi:

"samábyrgðarklíka, (lokaður) hópur manna þar sem hver hylmir yfir ávirðingar eða afbrot annarra í hópnum án tillits til þeirra sem utan við standa"

Varla getur það talist refsivert að nota þetta Íslenska orð í umræðunni um hina svokölluðu útrásarvíkinga og leiguliða þeirra, þar sem ljóst er að þeir hafa framið glæpi gegn einstaklingum, fyrirtækjum og þjóðinni í heild.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 20:09

4 identicon

Sæll .

Velkominn í HÁSTAFA HÓPINN. KVEÐJA.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 20:19

5 identicon

Èg vissi tad Island er stærst ì allt lìka ì glæpum: Stòrir kallar, stòrmennskubrjàlædid hefur løngum verid tekkt à fròni.

esjus (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 22:39

6 Smámynd: Einar Guðjónsson

afþví að hér hefur ekkert breyst

Einar Guðjónsson, 11.6.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband