Kæru íslensku fjölmiðlar

Með vísun í grein danska stórblaðsins Berlingske Tidende í gær ( og ekki eitt orð ekki einn stafur í Fréttablaðinu í dag sem sýnir hver stjórnar þar) en þar var fjallað um hinar stórfelldu blekkingar og svindl útrásarvíkingana langar mig að senda ykkur 1 stk tölvupóst sem fannst í tölvu Tryggva Jónssonar við handtöku hans í Baugsmálinu en hann sýnir að áætlanir um stórfelldar blekkingar á gengi hlutabréfa byrjaði þegar Baugur var stærsta almenningshlutafélag landsins og hvernig Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson einfaldlega "fixuðu" gengi Baugs eftir hentugleika.
 
Hann er svohljóðandi og þið getið lesið þetta allt hér:


http://baugsmalid.is/?k=help


 
24.janúar, 2001 sendir Jón Ásgeir eftirfarandi tölvupóst til Tryggva Jónssonar og systur sinnar, Krístinar Jóhannesdóttur sem er framkvæmdastjóri Gaums ehf.

Pósturinn ber heitið "With a little help from friends" og fannst í tölvu Tryggva Jónssonar við handtöku hans í Baugsmálinu.
"Sæll. Ljóst að við verðum að fá hjálp frá Gaum til að koma uppgjöri í rétt horf. 45 milljóna reikningur verður sendur á Gaum.
-10 milljónir ferðakostnaður
-25 milljónir tölvuþjónusta
-10 milljónir óskilgreindur kostnaður

Gaumur færir þetta á eignalykil 25 mills rest gjaldfært.

Gaumur greiðir þetta þegar Baugur kaupir bréf af Gaumi í Arcadia, einnig gerir þá Gaumur upp viðskiptareikning skuldabréf hjá Bónus og önnur mál.

.....ég veit að þetta kann að fara í pirrurnar á sumum en ég tel nauðsynlegt að verja þá hagsmuni að afkoma Baugs sé í lagi, sérstaklega eftir síðasta útboð. Einnig þarf trú markaðarins að vera góð þegar við förum í Arcadia málið.

Annars allt gott.

Jón Ásgeir".


Ég vek sérstaka athygli á orðalaginu "..ljóst að við verðum að fá hjálp frá Gaum til að koma uppgjöri í rétt horf" og "ég tel nauðsynlegt að verja þá hagsmuni að afkoma Baugs sé í lagi".

Hvað á Jón Ásgeir við með þessum orðum ?


Er einhver fjölmiðill tilbúinn að spyrja Jón Ásgeir að því ?


Rétt er að taka fram að Breska stórblaðið Financial Times sá ástæðu til að birta þennan póst í grein sinni :
 
http://baugsmalid.is/?k=ft
 
 
Ég sendi þennan póst ásamt fleiri gögnum í janúar 2008 á fjölmiðla Baugs :

visir.is
DV
Stöð 2
Fréttablaðið
 
 
Enginn þessara miðla sá ástæðu til að birta neitt af þeim gögnum sem ég sendi á þá.  
 Af hverju skyldi það nú vera ?

Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.   

Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast

www.baugsmalid.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu nú að reyna að draga athyglina frá vandræðum þinna sponsora, Bjögga Thors og félaga?

Jonas (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 23:53

2 identicon

Þú ert með Jón Ásgeir á heilanum. Ef þú mannst það ekki þá eru það Bjögarnir og þeirra fólk í Landsbankanum sem bera ábyrð á Icesave.

Ína (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 00:36

3 identicon

Takk fyrir að reyna að halda heilbrigðri skynsemi á lofti JGS. Verst að stór hluti þjóðarinnar er eins og Jonas og Ína. En það er nú afleiðing af því hvernig meirihluti fjölmiðla manna hafa hagað sér. En fólk hefur svo sem enga afsökun það gæti lesið Fjölmiðlabækur Ólafs Teits.

Hemingur (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 01:34

4 identicon

Ég er ein af þeim sem versla ekki við Baugsveldið og hef ekki gert í marga mánuði. Ég er líka ein af þeim sem tel Jón Ásgeir mesta þjóf íslandssögunnar og sem muni kosta okkur mest af öllum hinum svokölluðu "útrásarvíkingum" þó mafíósarnir Bjöggarnir verði nálægt honum. Ég hafði ákveðið að beina mínum viðskiptum í þína verslun ef hún verður sett á laggirnar. Það gengur nú fjöllunum hærra að þú ætlir þér kr. 7. milljónir í mánaðarlaun sem forstjóri þessarar verslunar. Mig langar að heyra það beint frá þér hvort rétt er og ef svo er ekki, hver verða þín laun?

Arndís Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 11:42

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Eru ennþá til svona fuglar í íslenzku samfélagi eins og Jonas og Ína ??

Þau eru greinilega ekki vöknuð til lífsins !!

Sigurður Sigurðsson, 9.6.2009 kl. 13:41

6 Smámynd: Jón Gerald Sullenberger

Ekki er ég að skilja þessi skrif Jonasar og Ína því ekki er ég að draga athygli frá frá einu né neinu og hvaða bull er þetta með sponsor  og sponsor á hverju? 

Nei Ína mín ég er ekki með hann Jón Ásgeir vin þinn á heilanum lestu það sem ég skrifaði og þá kannski áttar þú þig á því sem er að gerast hér heima eins ættir þú að kynna þeir hver fékk stærsta lánið hjá LAIS var það  ekki Jón Ásgeir Jóhannesson vinur þinn!

Arndís mín þetta er alrangt enda var þessi saga sett í gang hjá Baugsmiðlinum DV enda ekki við öðru að búast frá þessu fólki, þeir munu koma með meiri skít enda þurfa þeir að þjóna sínum herrum vel þarna á DV.

Kv Jon Gerald

Jón Gerald Sullenberger, 9.6.2009 kl. 16:32

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón. þetta með fréttaflutning ríkisfjölmiðila er alveg rátt hjá þér. Er svo lánsöm að hafa norðurlandastöðvarnar og þar eru sagðar sannar fréttir. þó að við lokum augunum breytast ekki staðreyndirnar.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.6.2009 kl. 17:25

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Afsakið, átti að vera"rétt" í efstu línu.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.6.2009 kl. 17:27

9 identicon

Island er gegnumsyrt af spillingu og viðbjòði i raun ætti Jòn Àsgeir (hinn mikli ) að vera forseti landsins, vantar bara toppinn à kransakökuna .Eina rètta komið  ykkur ùr landi þar sem siðmenning finnst.

esjus (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 20:38

10 identicon

lýst er eftir nýja-íslandi.

beðið um að gefa sig fram við óspillta.

eins og það finni engan.

sr (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 20:52

11 identicon

Satt að segja þá er það með ólíkindum að ennþá finnast jafn villuráfandi sálir á skerinu sem verja þessa auðróna og hvað þá þann versta af öllu vondu Jón Ásgeir, þó svo að greitt er fyrir eins og í tilfelli blaðamanna Fréttablaðsins sem þora ekki að fjalla um jafn óþægileg skrif og birtust í Berlinske Tidende.  Sama gamla sagan þegar Baugslygaveitan er annars vegar og skipstjórinn Þorsteinn Pálsson að flýja sökkvandi dallinn.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband