Með vísun í skrif mín í gær um BYR svikamylluna.

Nú hefur Karen Millen, tískubúðadrottning í Bretlandi skyndilega stigið fram og lýst því opinberlega yfir að hún eigi hlut í BYR Sparisjóð og veitt föður Ágústi Ármann, föður baugsleppsins Magga Ármanns, umboð í gegnum KB Banka Lúx til að fara með eignarhlutinn á aðalfundi BYR.
 
Þetta umboð Karen Millen til Ágústar Ármanns, tryggði gömlu valdhöfum BYR áframhaldandi völd í þessum sparisjóði sem er búið að ryksuga gersamlega að fjármunum til Baugsmanna.
 
Send hefur verið tilkynning til allra fjölmiðla þar sem harmað er að reynt sé að gera þetta tortryggilegt....
 
En hver er Karen Millen ?  Og síðan hvenær er hún stofnfjáreigandi í BYR ?  Af hverju er tískubúðadrottning í Bretlandi að kaupa hlut í litlum sparisjóð á Íslandi ?  Hver skyldi hafa fjármagnað kaup hennar á BYR stofnbréfum ?
 
Getur það verið að það sé sami aðilinn og fjármagnaði kaup Pálma Haraldssonar, Magga Ármanns og Þorsteins Jónssonar á Byr bréfum ?
 
Hver er eiginlega þessi Karen Millen ?
 
Ég hef hitt þetta ágæta fólk en Karen Millen var eiginkona Kevin Stanford, sem er einn helsti viðskiptafélagi Baugsmanna í Bretlandi og svo skemmtilega vill til að tískuvöruveldi hennar - Karen Millen - var í eigu Mosaic fashion sem keypti veldið af henni 2004 og gerði hana að marg-milljónamæringi.
 
Og hver skyldi hafa átt Mosaic fashion sem keypti Karen Millen tískuvörubúðirnar og gerði Karen Millen að milljónamæringi ?
 
 
Jú, það voru BaugsmennBaugur Groupá Mosaic fashion og liggur það núna í þrotabúi Baugs.
 
Og hver skyldi nú vera sérleyfishafi Karen Millen á Íslandi ?
 
Jú - það eru Hagar, sem er í eigu Gaums ehf. - eignarhaldsfélags Baugsmanna.


http://hagar.is/Forsida/Fyrirtaekin-okkar/Karen-Millen
 
 
Og af hverju leggja Baugsmenn ofuráherslu á að viðhalda gömlu valdhöfum Byr við stjórnarvölinn í Byr ?

Jú - Ítrekað hefur sú krafa komið fram að upplýst verði um hverjir hafi verið stærstu skuldarar Byrs, en talsmenn stjórnar BYR hafa borið við bankaleynd, nú síðast á aðalfundi Byr.
 
Það eina sem hefur komið fram er að um 80% af lánveitingum Byr tengist einungis um 10 aðilum !!!
 
Hvaða 10 aðilar skyldu þetta vera ?
 Getur verið að þær 1.5 milljarður ( 1.500 milljónir ) sem notaður var til borga kröfu Glitnismanna á fjölmiðlahluta 365 hf hafi komið frá Byr ? og þar með gat Jón Ásgeir Jóhannesson stofnað Rauðsól ehf og stjórnar hér enn stærsta hluta fjölmiðla á Íslandi.
 
Kæru fjölmiðlar - eru engin takmörk fyrir því hversu langt þessir menn geta gengið án þess að þið "hjólið" í þá af krafti ???

BYR tapaði um 30 milljörðum króna á sl.ári og það má EKKI upplýsa hverjir eru stærstu skuldarar BYR.
 
Eigendur BYR - ég endurtek - EIGENDUR BYR - þ.e. stofnfjárfestar, fá EKKI uppgefið hverjir hafa ryksugað BYR af fjármunum og skulda stærstu upphæðirnar.
 Nú er BYR kominn í þrot og vill fá um 11 ( 11 þúsund milljónir) milljarða ríkisaðstoð !!!  Þetta eru ykkar skattpeningar sem á að nota í að bjarga Byr !!!
 
Af hverju skyldi það nú vera ?

Er of mikils til ætlast að fjölmiðlar leiti svara af KRAFTI ? 

Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.

Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heyr, heyr Jón Gerald, það er hreint ótrúlegt hvað þessir menn hafa komist upp með og það er eins og ekkert eigi að gera til að fá hlutina upp á borðið.  Þetta er það sem vinstri stjórnin státar sig af og er kallað "gagnsæi".  Ef ekki verður farið að taka á þessum málum verður næsta bylting enn skæðari en búsáhaldabyltingin.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.5.2009 kl. 00:02

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Jón Gerald.

Það má margt segja um frambjóðandann eina sanna , Ástþór. En hann er með bestu hugmyndina um hvernig hgt er að ná al.jæoðlegu taki á geislaBAUGSfeðgunum og öðrum þeim sem menn telja að hafi skotið undan fjármunum á ólögmætan háttþ

SETJA Á ÞÁ HRYÐJUVERKALÖG - SÖMU OG ÞAU SEM STÖÐVUÐU VIÐSKIPTI OKKAR FÓRNARLAMBANNA ÞEIRRA ÞEGAR GORDON HINN JARPI OG ALISTAIR ELSKAN SETTU Á OKKUR. Þau munu stöðva öll viðskipti við þá og leppfyrirtæki þeirra um víða veröld eru kunnugir að halda fram.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.5.2009 kl. 00:23

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

....hvernig hægt er að ná alþjóðlegu taki átti nú að standa þarna í fyrri færslunni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.5.2009 kl. 00:24

4 identicon

 Sæll Jón.

 Thú ert duglegur ad skrifa um spillinguna á Íslandi, en finst thér ekki vera komid nóg ?

 Thad má vera deginum ljósara, ad engu verdur breytt hédan i frá, og allara sist nú thegar thessi ógæfu stjórn rikir yfir Íslandi, stjórn sem margir héldu og eda dreymdu um ad væri ekki med krabbamein samanber spillingu, thad sést best nú hvernig grædgi og drotnunnarvald getur breytt fólki í ófreskjur.

 Vid Islendingar samthykku eikavædinguna á sínum tíma, og gáfum tháverandi flokkum ótakmarkad vald til ad rádstafa eigun Íslands og svona er útkoman og fátt vid thvi ad segja.

 Thad voru fleiri en bara baugsadilar, Exista, Lydur og co, Óli i samskipum og f,l og f,l sem fengu dollaramerki i augun, thar á medal thú med thin vidskipti vid baug ekki rétt, en fórst í fýlu af thvi ad Jón i einhverri coke vímu breytti um birgja.

 En eitt máttu eiga kall, thú hefur gert skemtileg myndbönd um ævintyrid og fardu nú ad skrifa eitthvad sem gæti haft jákvæd áhrif á fólkid i landinu okkar góda.

Baldur (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 07:56

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Jón Gerald:Hlustaðu ekki á þennan "Baldur" og haltu endilega áfram að skrifa um þessi mál. Það eru fáir sem hafa jafn góða innsýn í þessi tengslamál. Tók eftir að alias "Baldur" hefur ekki aðgang að íslenskum stöfum. Skyldi vera að hann sitji á gulli í Cayman? Ég meina maður bara spyr? Af hverju telur maðurinn að nú sé "komið nóg"? Þetta er rétt að byrja! 

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.5.2009 kl. 10:48

6 identicon

Í öllum bænum haltu endilega áfram með þín góðu skrif Jón Gerald, um meinrotið viðskiptaferlið sem rústaði Íslandi. Horfum framhjá skrifum manna eins og Baldurs hér að ofan. Ætli hann sé bara ekki að vinna hjá rotnu Fjármálaeftirlitinu, sem menn eins og Jón Ásgeri og Siggi feiti virðast hafa haft í vösunum. Þú Jón Gerald ert álíka ómissandi í þínum skrifum og meistara blaðamaðurinn Agnes Bragadóttir. Vonandi mun Steingrímur J. sýna sömu hörku og danir ætla að gera við að elta stolið fé uppi í skattaskjólum og það mörg ár aftur í tímann. flott hjá dönum og áfram Steingrímur J.  

Stefán (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 11:30

7 identicon

Sæll Jón.  Útrásarmannæturnar og Samfylkingin heldur áfram að reyna að lemja þér og reyna að gera tortryggilegan.  Besta mál að fá svona absúrd komment og tala ekki um röklausar persónulegu árásirnar sem styrkja aðeins þig og þinn málstað.  Þær segja allt um þá en ekkert þig.  Þetta lið hefur notað allslags lið og leigupenna til að pestera netið, white trash málefnis vefi og fjölmiðla til að lemja á þeim sem eru auðsvínunum ekki leiðitamir. 

 Sýnist eins og umræðan um að fóðra Evrópuskrímslið með leyfunum af landi og þjóð er næsta verkefni þessara landráðamanna sem hafa opinberlega barist fyrir slíku og nýtt sér flokkinn sinn Samfylkinguna sem fer mikinn þessi misserin til að þjónusta þetta glæpahyski. 

Eitthvað hlýtur að leynast þar sem þeir geta tryggt sér eilífa vernd frá að réttlætin þjóðarinnar verði framfylgt og sjálfsagt berum við lagalega ábyrgð á hveru illa fór fyrir þeim.  -  Samfylkingin sér um sína.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 13:22

8 Smámynd: ThoR-E

Þessir menn eiga fjölmiðlanna ... auðvitað er ekkert hjólað í þá af krafti ... fólk vill nú varla missa vinnuna á þessum síðustu og verstu.

Sama með stjórnmálamennina ... þessir útrásarvíkingar búnir að dæla tugmilljónum til flokkanna og einstakra frambjóðenda.. þannig að auðvitað var ekki rokið í rannsókn um leið .. eins og átti að gera.

Þáverandi ríkisstjórn gerði okkur að athlægi um allan heim.

Í Bandaríkjunum hefðu þessir menn verið leiddir út úr fyrirtækjum sínum í handjárnum.

Þvílíkt og annað eins bananalýðveldi sem maður býr í  ....

ThoR-E, 18.5.2009 kl. 14:44

9 identicon

Bloggskrifarar eru búnir að finna það út að ástæða hrunsins sé runnin frá þeirri spillingu að  Alþingi borgar fyrir símakostnað þingmanna!!!

Þú ert eini maðurinn sem reynir að beina sjónum manna að vandamálinu.  

Takk fyrir elju þína.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 20:59

10 identicon

 Sæll Jón.

 Ég endurtek thú ert duglegur ad skrifa um spillinguna og virdi ég thad og meina, ég spurdi bara hvort ekki væri komid nóg ? eins og thú endar pistlana thína sem eru alltaf mjög gódir kemur thetta, Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast.

 En eins og sjá má nú hvad best ad engum af okkar stjórnmálamönnum er treystandi, nota jafnmikid af afsökunum, útursnúningum og f,l sem gefur manni fulla ástædu til ad ætla ad their komi ekki til med ad gera nokkurn skapadan hlut til ad draga thessara svo kallada Græðgis manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.

 Ég var ekki ad thakka thér fyrir gód skrif, til thess ad hallmæla thér nema sidur sé.

 Ég bidst afsökunnar á ad nota bloggid thitt, til ad svara sálfrædingum frá Húsavik (ég er fæddur thar líka og bý reyndar i sama landi og hann nú) ég sit ekki á gulli í Cayman heldur hjólastól eftir bilslys og thekki margfalt betur en hann bædi af eiginn reynslu og starfi, hvad neikvæd umfjöllun um allt og alla getur skemt fólk og áhuga thess til ad takast á vid vanda.

 Hafi sálfrædingurinn Ásgeir R,  eitthvad vit i kollinum, thá væri honum nokkud lagid ad sja og skynja svona ferli. En hann er sálfrædingur (hvad er sálfrædi, ekki hann getur einu sinni útskýrt thad)

 Haltu áfram Jón en  vertu jákvædur. 

  

Baldur (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 23:11

11 identicon

Jón

Ég vil þakka þér fyrir hvað þú ert búinn að reyna í mörg ár að lísa viðbjóðinum fyrir fólkinu í landinu. En það hefur kostað ísland mikið að engin hefur tekið á þessum viðbjóði. Nú er eldgos í öllu hérna og þetta stjórnast af liði eins og Ken og Barbi. 'Osk um að þú getir komið til íslands og opnað alvöru matvörubúð. Það eru margir sem myndu versla við þig, ég held að þú Jón tækir þetta allt í 1 sæti.

JórunnSigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 23:51

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir góða grein að vanda. Og endilega haltu áfram að koma fólki í skilning um hvað er í gangi á Íslandi í raun og veru ásamt öðrum lðndum sem þeir sömu hafa rænt.

Ég er nú svolítið hissa á Baldri hér fyrir ofan að hvetja þig til að vera jákvæður. Það er hvergi hægt að lesa í neinum pistli frá þér að þú sér neikvæður.'eg er aftur á móti oft neikvæður vegna persónulegra mála.

Og eitt af þeim tengist beint Magnúsi Ármanni og fleyrum á Íslandi.

Enn það getur verið að þú vitir ekki allt um "innviði" Baugsmanna.

Þeir eru ekki allir glæpamenn, enda ríkir "stórstyrjöld" innann ólíkra grúppna í þessu félagi og "leppa " þeirra.

Heilbrigð skynsemi er í útrýmingarhættu á Íslandi hjá hvaða Ríkisstjórn sem er!

Óskar Arnórsson, 19.5.2009 kl. 03:27

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sammála Baldi um að engin s.k. Sál-fræðingar getur útskýrt eitt eða neitt um hvað sál sé.

Rök Baldurs sem ég hef séð víða á blogginu, slá út alla þessa sálfræðinga sem ég hef unnið með í sama landi, og þeir eru margir....



Óskar Arnórsson, 19.5.2009 kl. 04:09

14 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

"Baldur" og Óskar: Það er einfaldlega pólitískt og siðferðislegt réttlætismál að draga þá aðila til ábyrgðar sem komu þjóðinni í þessar ógöngur. Meðan einhver grunur leikur á að þessir aðilar eigi fé sem hægt er að sækja heim á að halda áfram linnulausri sókn á þau mið. Reiðin er fyllilega réttlætanleg. Það er langur vegur frá því að nóg sé komið. Veiðin er hafin og nótin þrengist. Enginn sem reyndi að maka krókinn á kostnað þjóðarinnar og átti þátt í að rústa mannorði Íslands á að komast undan ábyrgð.

Þetta er spurning um réttlæti og pólitískt uppgjör og hefur ekkert að gera með sálfræði eða "sál", Óskar. Hvernig í óskörunum tekst þér að fá inn þann sjónarhól. Ég skrifa ekki um þessi mál "sálfræðingur eða vísindamaður. Heldur sem áhugamaður um réttlæti og pólitík.

Áfram Jón Gerald!

Ásgeir Rúnar Helgason, 19.5.2009 kl. 17:44

15 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Ásgeir: Þú getur ekki skilið sundur sjálfan þig og vinnuna þína. Ég meina þú ert það sem þú starfar við. Undan því verður ekki komist. Eða hvað?

Baldur: Vandamálið með fólk sem skrifar ekki undir fullu nafni er nákvæmlega að þú getur sagst vera hver sem er. Það er ekki nokkur leið að vita hvað sem er satt.

Ég hef verulega gaman af að fylgjast með skrifum þínum Jón Gerald og vona að þú eigir eftir að taka þetta saman í bók með tímanum. Bloggið er ágætur vettvangur til að þróa og testa hugmyndir en bókin stendur alltaf fyrir sínu í lengdina.

Vilhelmina af Ugglas, 19.5.2009 kl. 18:28

16 identicon

 Sæl Vilhelmina.

 Nei ég tharf ekki ad skrifa undir dulnefni nema sidur sé,  ég heit Baldur Gudnason, fæddur á Húsavík, er buckari af norskum ættum viltu vita eitthvad meira.

  Er fyrverandi sjómadur, lenti i slysi lærdi tækniteiknun, unglingarádgjöf, studningsfulltrúa, féklags og hjúkrunnarradgjöf hef gamann af mönnum eins Jóni Gerald, spurdi bara einfaldrar spurningar til Jóns um thad hvort ekki væri komid nóg og hvort hann ahfi ekki farid i fylu ut af vidskiptaslitum, ég fór fýlu og vard alveg brjaldur inn i mér yfir thvi, hversu Islendingar geta ekki einu sinni valid eitthvad annad en thessa klikuflokka sem hafa sett landid á hausinn enn einu sinni vid stjórnvöld.  

  Svo thetta ákall Jóns um! Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast. finnst greinilega ekki i okkar bókum.

 Hvarlar ekki ad mér ad hallmæla Ásgeir eda nokkrum odrum sem skrifa inn athugasemndir, eg bara spurdi og svo má sjá vidbrögdin.

Baldur Gudnason (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 18:44

17 Smámynd: ThoR-E

Einn bakkabróðirinn úthlutaði sér 170 milljóna ofurlaunum á meðan fyrirtæki hans skilaði 25 milljarða króna tapi.

Þetta er akkúrat viðskiptasiðferðið og græðgin sem komu landinu á hausinn.

Græðgi.. siðleysi og spilling hafa komið landinu og vonarvöl.

Og þessir menn ganga lausir og sinna sínum viðskiptum í dag... eins og ekkert hafi í skorist ...

ThoR-E, 19.5.2009 kl. 19:30

18 Smámynd: ThoR-E

Það eru 500 þúsund krónur á dag ... sem maðurinn "borgaði"  sjálfum sér (stal) úr sjóðum fyrirtækisins.

ThoR-E, 19.5.2009 kl. 19:31

19 identicon

 Það er kannski full ástæða til að benda á að skrif Jóns í þessum pisli hafa ekkert nema staðreyndir og sannleikann að gera, sem hann getur ekki gert neitt til að hafa áhrif á til að láta líta út verr en raunin er.

 Að láta sér detta það í hug að gefa þessu glæpahyski  upp sakir er fullkomlega út í hött.  Hugsanlega má gefa þeim einhvern dóms og afplánunarafslátt ef þeir sýna einhverja iðrun, skila fjármunum, aðstoða yfirvöld við rannsókn og lausna mála, sem og að benda á aðra afbrotamenn sem bera ábyrgð á afbrotum tengdum hruninu.

 Hef áhyggjur af því að menn einblýni of mikið á þessa svokölluðu útrásardrullusokka á meðan stórkostlega ábyrgir aðilar innan kerfisins, stjórnmálamenn, stjórnendur og millistjórnendur innan bankakerfisins, endurskoðendur, lögfræðingar, fjölmiðlamenn á mútum sem og fræðimanna og launaðir pennar auðsvínanna.  Síðast og ekki síst á að henda forsetatrúðnum í svartholið með þessum ræflum þar sem hann getur innt af hendi klappstýruhlutverkið sitt.

Fyrr verður aldrei friður í þjóðfélaginu.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 19:49

20 identicon

HALLÒ hvenær vaknar landinn.Bùid ad marg misnota fòlkid støndum UPP.

esjus (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband