12.5.2009 | 23:39
" RÁNIÐ HELDUR ÁFRAM Í BOÐI BAUGS GROUP" Tapaði næstum milljarði eða 829 milljónum.
Teymi tók yfir skuldir stjórnenda félagsins Forstjóri og fjármálastjóri gátu ekki tapað krónu á lántöku fyrir hlutabréfum Árna Péturs Jónssonar, forstjóra Teymis, sem er hægri hönd Jón Ásgeir Jóhannessonar en Árni Pétur Jónsson, var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Baugs
- Samkvæmt efnahagsreikningi Teymis nema eignir félagsins 23,7 milljörðum króna. Skuldir þess nema samtals 46,9 milljörðum.
TEYMI tók yfir skuldir tveggja félaga, TT1ehf. og TT2 ehf., sem eru í eigu forstjóra og fjármálastjóra Teymis, þegar félagið var afskráð í október síðastliðnum. Skuldin, sem er við Íslandsbanka, stóð í 829 milljónum króna þann 28. febrúar.
Félögin hétu fyrst Árni Pétur Jónsson ehf. og Ólafur Þór Jóhannesson ehf. Nafni þeirra var breytt í TT1ehf. og TT2ehf. í lok október síðastliðins í kjölfar þess að Teymi tók þau yfir.
Nú eiga skattgreiðendur að borga.
Allt í boði Baugs Group.
Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.
Heilbrigð skynsemi óskast.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ég er í hópi þeirra sem eiga erfitt með að skilja að þetta standist lög um hlutafélög og eigi að samþykkja af Fjármálaeftirliti. Stjórnendur taka lán og kaupa hlutabréf sem þeir geta hagnast á ef vel gengur- engin veð. Ef horfurnar dökkna er stofnað nýtt félag til að taka á sig tapið og enginn er ábyrgur!
Er það undur þó íslenskt fjármálakerfi hafi lækkað í áliti?
Hvers konar viðundur hafa sett lög um fjármálaheim þessarar þjóðar?
Man einhver nöfnin á því fólki?
Árni Gunnarsson, 13.5.2009 kl. 00:11
Það er alger grundvallarforsenda að taka á þessum málum - fyrr verður ekki hægt að byggja upp !
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 13.5.2009 kl. 00:25
Enn eitt skrípóið. Þeir sem settu lög um íslenskt fjármálakerfi eru alþingismenn að fenginni forskrift frá viðskiptaráði og samtökum fjármálafyrirtækja.
Arinbjörn Kúld, 13.5.2009 kl. 10:18
hehehe. Alger brandari. Og svo er verið að hengja útlending í svelti. Er allt orðið rotið í gegn? Heimska er hættuleg og öflugri en nokkur óvinur.
Takk fyrir gott blogg.
nicejerk (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 10:29
Það á að smala þessu þjófum saman sem fyrst. Húsnæðið er til sumarbústaðurinn sem KB undrið lét byggja í Borgarfirðinum á okkar kostnað.Það er óþolandi að þeir séu ráðandi en í dag þessir þjófar.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 15:17
Þetta er ástæðan fyrir því að maður treystir ekki þingmönnum, ef það séu einhverjir sem eiga að lækka í launum eru það þingmenn þessa lands.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 13.5.2009 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.