Áróður Fréttablaðsins í dag út af ESB.

Það er með ólíkindum að sjá forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þessi áróður Baugblaðsins um að Ísland gangi í ESB ætlar ekki að linna, getur einhver sagt þeim að það voru eingöngu 29.8% þjóðarinnar sem kaus Samfylkinguna.

70.2% kaus aðra flokka.

 Að setja það sem fyrirsögn að FIMM ÞINGMENN VG ÆTLA AÐ VERA Á MÓTI aðildarumsókn í ESB er ekkert annað er áróður og hallærislegt að hálfu ritstjóra Baugsblaðsins.

 Yfirgangur þessara manna verður að linna og það STRAX.

 

Heilbrigð skynsemi óskast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

"Heilbrigð skynsemi óskast."

Hvernig er hægt að koma henni til þín?

Björn Birgisson, 11.5.2009 kl. 10:58

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ef íslenskir fréttamenn væru sendir aftur í tímann til Neró keisara í Róm, myndi þeir krefja hann svara um hver yrði næsti bardaginn í Hringleikahúsinu, frekar en að spyrja hann um þennan leiðindareld sem brynni um alla borgina.

Haraldur Baldursson, 11.5.2009 kl. 11:07

3 identicon

Margt athyglisvert sem ég hef lesið á síðunni þinni nafni. Kanntu einhverja skýringu á því af hverju það sé svo mikið hagsmunamál Baugs að ganga í ESB ? Hef hreinlega ekki kynnt mér þetta svo mig vantar að skilja plottið ef Baugur stendur fyrir þessu.

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:28

4 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Jón Óskar

Þetta er mjög augljóst . Hér takast á framleiðslu og útflutnings hagsmunir gegn influtnings hagsmunum. Það er spurning hvort er mikilvægara

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 11.5.2009 kl. 14:32

5 identicon

Tja, er landinn ekki búinn að smakka á því hvernig það er að neyta vel umfram efni? Það er svo sem búið að prófa að hafa innflutningshagsmuni í öndvegi og útflutning í bremsu.

Jón Óskar: það væru hagsmunir þeirra kumpána að ganga í ESB að því leyti að þeir standa í innflutningi og geta þá nálgast vöru á lægra/engu tollverði á meðan að innlend framleiðsla í samkeppni, t.a.m. landbúnaður, fær erfiðari tíma.

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 17:20

6 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Thad er meirihluti fyrir thvi a althingi ad hefja adidarvidraedur, ekki bara i Samfylkingunni. Hvernig ther tekst ad tengja hvern einasta hlut vid Baug er magnad. Thad er nokkur stor fyrirtaeki sem flytja ut vorur og hugvit sem hafa hotad thvi ad fara ur landi ef thad verdur ekki farid i ESB vidraedur og thau fyrirtaeki eru EKKI i eigu Jons Asgeirs.

Björn Halldór Björnsson, 11.5.2009 kl. 18:54

7 identicon

Björn Halldór, það er talið að þingmeirihluti sé fylgjandi aðildarumsókn. Þjóðarmeirihluti er andvígur. Samfylkinging er væntanlega einflokka í algerri ESB stefnu, og til að ná í gegn þingmeirihluta þarf flökkukindur úr öðrum flokkum.

Sá atvinnuvegur sem flytur út vörur þær sem hæst bera af útflutningi í eigu íslendinga er sjávarútvegurinn, og hann er á móti.

 Og dæmi svo að síðustu hver fyrir sig hver er munur á viðræðum eða umsókn. En hitt er ljóst að hagur JÁJ & Co. liggur í aðild. Og tromman sú verður barin, því að helmingur fjölmiðlanna er þar í hendi.

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 21:23

8 identicon

kósý

Jón á hofi (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 22:07

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ekki falla í þá gryfju Jón að telja að fólk hafi eingöngu kosið samfylkinguna út af ESB.. ég kaus þá td ekki en ég vil inn í ESB.. sjallarnir eru klofnir og svo eru VG líka.. frekar mikil einföldun hjá þér.

Óskar Þorkelsson, 11.5.2009 kl. 23:07

10 Smámynd: Björn Heiðdal

ESB er allra meina bót og vel það.  Það bætir, kætir og lengir lífið hjá þeim sem það vilja.  Gleymdi ég að segja að ESB er lýðræðislegt og við fáum betra veður ef við göngum þar inn.   Síðan mun matarverð hækka en ekki lækka.  Fólk á að eyða peningum í mat ekki bíla eða flatskjái!  Lengi lifi ESB.

Björn Heiðdal, 12.5.2009 kl. 08:46

11 identicon

Það er ekki til þingkosning í Evrópuráðið. Fulltrúi landsins yrði leiðindakólfur úr þinginu sem allir vildu losna við og því yrði hann sjálfkjörinn í ráðið. Evrópuþingið er því hagsmunasamkunda hrútleiðinlegra þáttakenda, sem enginn hefur kosið í starfann, en hafa lítið annað fyrir stafni en að keppast að því að hlaða sem mestu undir eigið rassgat, óháð þjóðerni.

Lög ESB eru æðri landslögum. BASTA. Innganga Íslands væri þvílík himnagjöf til Sambandsins að sjálfur Hitler myndi slaka á í gröfinni. Ísland, með sína landhelgi, loftrými, auðlindir og eðlilega infædda tölublindni hefur grunn að bæði heimsgjaldþrotum, siðblindu og spillingu. Hvað er hægt að óska sér meir? Jú, að skýla öllu innan ESB. Vantraustsyfirlýsing númer eitt er að stjórnmálamenn varpi af sér allri ábyrgð landsins yfir á leiðindakólfinn í þinginu, sem aftur þarf að sækja heimild til ESB, þar sem allir firra sig ábyrgð því enginn þar er kosinn. Raunveruleikafirring?

Þér eruð fíflið, kjósendur og þið eigið ekkert betra skilið en spillinguna sem þið endalaust kjósið yfir ykkur. Þér eruð skúrkurinn og hættið því að væla. Spillingin einungis margfaldast með ESB.

ER EKKI TIL SJÁLFSTÆÐ HUGSUN HJÁ ÍSLENSKUM ALMENNINGI? Þarf hver og einn að setja sig í ´flokk´ áður en þeir ´byrja að hugsa´.  Eru landsmenn einfaldlega hugleysur? Drullusokkar sem þora ekki að koma fram undir eigin skinni? Einungis virkt lýðræði virkar gegn ofræði/einræði, sem einnig elur af sér dóp og ofbeldi.

En kannski er landinn bara svona þægur og ónýtur. En þá er engin heimting á því að einhver fari með stjórn á landinu, í óþökk landsmanna.

Hvernig væri ef sýslur væru fylki Íslands sem mynduðu ríkisstjórn? Það myndi væntanleg ekki hæfa FLOKKUM og því ekki til umræðu. Hagsmunir fólksins látnir liggja, auðvitað. Engin sjálfstæð hugsun í þessum aula landslýð.

nicejerk (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 20:52

12 identicon

Held það þurfi nú ekki einu sinni að spurja afþví, þetta er allveg sami áróður og Jónína Ben var með.

Sigurdur (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband