10.5.2009 | 15:00
The Best Way to Rob a Bank is from the Inside. (Besta leiðin til að ræna banka er að eiga hann)
Stærsta bankarán í sögu Íslands ?
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, bar fyrir dómi í gær að hann hefði rætt fyrirhuguð starfslok sín og kaup á hlutum sínum í bankanum við Jón Ásgeir Jóhannesson áður en frá málunum var gengið.
Fréttablaðið segir að stjórn Glitnis hafi samþykkt yfirverðið 30. apríl 2007. Rifjað er upp að FL Group, þar sem Jón Ásgeir hafði mikil áhrif, varð stór hluthafi í Glitni fyrr um árið.
Samkvæmt frásögn blaðsins sagði Bjarni við aðalmeðferðina að hann hefði sjálfur óskað þess að hætta í bankanum og hefði viljað rjúfa við hann öll tengsl. Hann hefði sjálfur viljað selja bréfin á genginu 29. Hann játti því að hafa rætt þetta gengi við Jón Ásgeir.
Þetta sagði íslenskur bankaræningi.
Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.
Heilbrigð skynsemi óskast.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Bankaræningi No 1 =Bjarni Ármannsson. Jón komdu með fleiri,margir eru þeir það er víst . Áfram Jón Gerald.
Númi (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 15:31
Ég hef spurt æði marga, en engin svör fengið. Hefur þú nokkra hugmynd um ástæðu þess að maður hefur aldrei (a.m.k. ekki ég) séð neinn fréttaflutning vegna forstjóra Kþ, Ingólfs Helgasonar. Ég hefði áhuga á að vita hvort hann væri einn af fáum "saklausra"
Eygló, 10.5.2009 kl. 17:38
Takk fyrir þetta. Vonandi fara púslin að raðsat í hólfin.
Kolla (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 18:13
Þetta er bara sannleikur, engin svaka vísindi á bakvið þetta.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 10.5.2009 kl. 19:15
Þú ert farinn að hljóma eins og Jónína Ben. Með Baug, og þá feðga á heilanum... Satt best að segja, held ég, að sannleikurinn skipti ekki máli þegar upp er staðið, við munum aldrei innheimta neitt af þessu illa fengna fé aftur. Og ekki munu þessir víkingar verða dæmdir til fangavistar, svo mikið er víst. Alveg sama hverju verður klínt á þá, verðskuldað eða ekki.
Dexter Morgan, 10.5.2009 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.