" RÁNIÐ HELDUR ÁFRAM" Baugsmenn skila BT eftir Jólasöluna og þá spyr maður sig hvað er eftir í búinu ?

 Hætt við kaup Haga á BT verslana ehf.

Fallið hefur verið frá samningi þrotabús BT verslana ehf. og Haga Invest ehf. um kaup Haga á verslunum og viðskiptavild tölvuverslana BT.

Nú er búið að tæma allt út úr þessu þrotabúi og þá á að skila því!!!!!!!!!!!!!

Vísir, 20. nóv. 2008 21:54

Hagar kaupa verslanir BT 

Hagar keyptu í dag allar eignir BT verslananna. Þetta hefur fréttastofa Ríkisútvarpsins eftir skiptastjóra þrotabús verslananna. ( FYRIR HVAÐA PENINGA?)

 

Á vef Viðskiptablaðsins ber fráfarandi eigandi BT sig heldur illa og sakar forsvarsmenn Haga um að spila illa út þrotabúi fyrirtækisins, sem þeir keyptu fyrir jól.

,,Það er sorglegt að sjá hvernig Hagar hafi spilað úr BT. Þeir eru búnir að loka öllum verslunum BT nema tveimur og það kæmi mér ekki stórkostlega á óvart þó þær loki líka,” sagði Sverrir Berg Steinarsson, eigandi Árdegis sem átti BT verslanirnar áður en þær komust í hendur Haga.

,,Það læðist að manni sá grunur að menn séu að hafa áhrif á samkeppnina með kaupunum. Allar verslanir BT voru með jákvæða afkomu en þær tvær verslanir sem eftir standa voru sístu búðirnar,” bætti Sverrir Berg við.

 

Vegna athugasemda sem komið hafa fram af hálfu Samkeppniseftirlitsins hefur verið fallið frá samningi um kaup Haga á verslunum og viðskiptavild BT-verslananna í gegnum þrotabú BT.

Samningurinn var gerður þann 20. nóvember síðastliðinn. Skiptastjóri þrotabúsins Helgi Jóhannesson segir

 

Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.

Heilbrigð skynsemi óskast


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband