Efnahagsleg ábyrgð, siðferðisleg skylda

Jón G. Jónsson, hefur starfað sem bankamaður víða erlendis, hann var gestur í Silfrinu í dag. Jón hefur sett fram athyglisverðar hugmyndir um endurreisn bankanna eins og má lesa á www.eyjan.is

Hér eru nokkrir puntar sem ég tel að yfirvöld verði að framkvæma STRAX. 

 

Forða verður að Standard & Poor´s (S&P) lækki matið niður í „ófjárfestingarhæfan“ (non-investment grade) flokk. S&P segir að hætta sé á lækkun ef kostnaður við endurreisn bankanna verði of mikill.

 

Það er ekki nóg að fá hingað franskan saksóknara fjóra daga í mánuði. Við ættum að fá til liðs við okkur aðila sem eltu uppi eignir Saddams Husseins og Ferdinands Marcos á sínum tíma.

 

Tjón erlendra lánardrottna á falli íslensku bankanna í fyrra er a.m.k. tvöfalt meira en tap lánardrottna Enron árið 2001.

Hagsmunir okkar eru einnig miklir: íslenskur iðnaður er fjármagnsfrekur og þarf á erlendu fjármagni að halda. Og þangað til við tökum á þessum hlutum af alvöru verður engin viðspyrna.

Þeim sem vilja bera ábyrgð á endurreisninni ber að hafa þetta í huga.

 

Hér kemur svo öll greinin hans Jóns, mæli með að þið lesið hana hún er mjög góð.

 

http://eyjan.is/silfuregils/2009/04/26/endurreisn-bankanna/#comments

 

Heilbrigð skynsemi óskast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Nokkuð gott hjá þér Jón,ég er svo sannalega sammála þér,ríkisstjórnin skoðar vonandi þessa grein um endurreisn-bankana,?? Gott comet hjá þér Anna Sigríður, Gleðilegt sumar,bæði tvö.

Jóhannes Guðnason, 27.4.2009 kl. 22:31

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er ekki nóg að tala og krítissera. Ert þú tilbúinn að koma til Íslands með nýtt fjármagn og keppa við þína keppinauta hér. Það er ekki nog að blaðra um þessa hluti og gefa vonir til einhvers. Nú er tækifæri  fyrir fjárfesta þína í USA til að koma fram með fjármagn í þágu þíns draums og áætlana ef þeir hafa trú á þínum áætlunum.  Ávöxtun þeirra er svo gífurleg á meðan þeir finna ekki betri kosti en finnast hér. Evruvextir eru ekki á leiðinni til Íslands á næstu 4 árum og því gætir þú sáð fyrirtæki þínu í góðu vaxtaumhverfi í nokkur ár.  Þetta er buisnesshugmynd sem þú komst með og mér finnst að þú ættir að láta hana "realiserast" á meðan hún er lifandi hjá þér.  Annars er þú gerður að ómerkingi gagnvart þeim fyrri yfirlýsingum sem þú hefur verið með.

Ég vona að þú gerir veruleika á þínum draumum um erlenda fjárfesta í íslenskri verslun að veruleika, því um leið opnar þú möguleikann á fleiri leiðum til fjárfestinga í öðru en verslun..

Ef þú færð fjárfesta til að fjárfesta í lágvöruverlsun hér á  Íslandi, skal ég vera fyrstu manna til að óska þér til hamingju. ví ég er fullviss um að ef sem horfir að Íslendigar séu að ganga inn í lægri eða sömu vexti og eru í USA, og Evra er tekin hér upp innan fárra ára, þá mun fátæktin verða svo mikil hér á Íslandi að mér er svo hugur leikinn að íslendingar hafi ekki efni á að versla við þig. 

mbk

Eggert Guðmundsson, 28.4.2009 kl. 00:42

3 identicon

Jón Gerald

Hvenær opnar fyrsta búðin?  Þú ert búinn að tala og skrifa mikið en við bíðum og bíðum eftir að fyrsta búðin opni.

 Geturðu ekki útvegað pening eða hvað er málið?

Vona þú sért ekki búinn að gefast upp áður en þú byrjar?

Ragnar (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 05:57

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mjög góð grein hjá nafna þínum. Hann virðist setja innrimarkað, nánast sjálfbærar efnahagseiningar: Íslands, í 1., 2. og 3. sæti.

Mér finnst að þurfi að byrja eins og staðan var 1993 fyrir daga Evrópska regluverksins og drauma um alþjóða braskaramiðstöð á Íslandi.

Smærri Bönkum fylgja að sjálfsögðu fleiri smærri sjálfstæðar rekstrareiningar [fyrirtæki]. Fleiri tækifæri og öflugari samkeppni.  

Ég vona að í framtíðinni verði almennur kaupmáttur það mikill hér á landi að lágvörur víki fyrir betri vörum hvað varðar endingu og nýtni.

Lávöru hugmyndafræði kemur best út samfara láglauna rekstri á svæðum [í hverfum, í héruðum, hjá þjóðum] sem má kalla efnalega eða vitsmunalega fátæk.

Júlíus Björnsson, 1.5.2009 kl. 15:42

5 identicon

Jón Gerald

Bónus var kosið besta og vinsælasta fyrirtækið á Íslandi af neytendum í 7 árið í röð. 

Ertu búinn að gefast upp við að opna búð?

Koma svo, Litli Jón

Ragnar (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 08:31

6 Smámynd: Eygló

"Það er ekki nóg að tala og krítissera" er sagt í einni athugasemdinni. En er það ekki einmitt sem flestir hér að ofan gera?

Eygló, 4.5.2009 kl. 04:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband