Hér er frétt sem birt var á DV. is í morgun.
Nú spyr maður sig hvar eru Sérsveitarmennirnir sem fóru um borð í skútuna og handtóku mennina ?
Getur ekki einhver látið þá vita að um stórfellt rán hafi verið framkvæmt hér heima um hábjartan dag!!!!!
Þarf maður að vera dópsali til að einkvað verður gert eða hvað?
Útrásarvíkingurinn og eigandi Vífilfells, Þorsteinn M. Jónsson, tapaði gríðarlegum fjárhæðum á falli krónunnar en móðurfélag Vífilfells,
Sólstafir ehf., var með myntkörfulán upp á rúman einn og hálfan milljarð. Félagið tapaði hálfum milljarði árið 2007 en samt samþykkti Þorsteinn að greiða 250 milljónir í arð.
Þá skulduðu félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar rúmar sautján þúsund milljónir í lok sama árs en það eru skuldir umfram eignir og eigið fé.
Stjórn Sólstafa ehf., móðurfélags Vífilfells, lagði til í ársskýrslu sinni árið 2007 að borgaður yrði út arður að fjárhæð 250 milljónir króna þrátt fyrir að 521 milljóna króna tap hefði orðið á rekstri félagsins. Stjórn félagsins samþykkti þá tillögu. Eigandinn er hinsvegar aðeins einn maður, Þorsteinn M. Jónsson.
Er ekki málið að menn komi hreint fram og útskýri fyrir okkur hin hvar GAUMUR kemur að þessu skítuga máli.
Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.
Heilbrigð skynsemi óskast
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Já, greiða SÉR 250 milljónir í arð.
Afhverju er ekki löngu búið að stoppa þessa útrásarvíkinga?
Þeir leggja hérna allt í rúst og borga sér arð og ofurlaun upp á milljarða ... en þjóðin þarf að borga skuldir þeirra.
Einar (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 16:54
Höldum áfram að kaupa Kók
Takk fyrir þetta Jón
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 17:02
Ja há Jón þú segir stór fréttir,þetta rekur mann bara á gat,já ég á ekki orð,er að reyna að jafna mig,en ég get nú ekki sagt annað en svakalega er Þorsteinn M Jónsson klókur og klár,ef hann kemst upp með þetta,já er þetta kannski löglegt en siðlaust,??? ef þetta er hægt,og menn komast upp með þetta,jáhá þá þarf ég að kynnast Þorsteini M.Jónssyni betur,hann er bara mjög klókur,521 miljóna króna TAP og borgar sér 250 miljónir króna í arf,???stórskrýtið,en hann komst upp með þetta,?? jáahá hann er mjög klókur,en ég í losti,þetta hefði mig ekki grunað að væri hægt,sniðugt ég er á röngum stað í mínu lífi
,það sé ég allavega.??
Jóhannes Guðnason, 21.4.2009 kl. 17:06
Hættum bara að kaupa kók. Það er lang-sterkast.
teitur.atlason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 17:20
Sæll Jon.
Samfylkingin er eins og búslaus alkahólisti í kosningabaráttunni með hótanir og læti fái hún ekki vlja sínum framgengt þ.e.a.s að komast í meira lánsfé og eina leiðin að því er ESB.
Flokkarnir hafa tekið við mútum og nú koma allskonar féttir í þeim dúr á hverjum klukkutíma líkt og á færibandi.
HVAÐ ÞURFUM VIÐ MEIRA?
Við verðum einfaldlega að kjósa Ástþór Magnússon á þing. Hann er eini maðurinn sem þorir að standa í hárinu á þessu liði.
Jónas Jónasson, 21.4.2009 kl. 22:13
ÞVÍ ER EKKI LOGIÐ AÐ DV HEFIR STAÐIÐ SIG VEL Í UPPLJÓSTRUNUM,NAUÐSYNLEGUR MIÐILL.
Númi (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:38
Er það ekki ljúft að vera útrásarmaður hér á Íslandi.
Eggert Guðmundsson, 22.4.2009 kl. 00:23
Eina leiðin er að fá fíkniefnadeildina til að rannsaka málið. Alla veganna er efnahagsbrotadeild lögreglunnar allt of fjársvelt til að komast í málið. Peningarnir virðast allir liggja hjá fíkniefnadeildinni enda hefur hún verið stórvirk í að finna fíkniefni sem er vel. Vonandi getur deildin í meðfram fíkniefnaleit rannsakað bankahrunið en það virðist ekki vera svo mikilvægt að rannsaka það. Einungis 90% heimila sem fara á hausinn og öllum virðist vera sama um það
kristin Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 00:57
Er Þorsteinn ekki leppur fyrir Gaum í Sólstöfum. Var ekki hafarí um borð í Viking III fyrir nokrum árum ? Segðu okkur þá sögum Jón.
Ingvar
Ingvar, 22.4.2009 kl. 12:56
Hættum að kaupa kók kaupum mjólk áður enn við verðum rekin í ESB hún er mikið dýrari þar.
Ragnar Gunnlaugsson, 22.4.2009 kl. 15:04
Nú spyr ég eins og kjáni; er eitthvað sem bannar fyrirtækjum að greiða út arð til eigenda þó fyrirtækið sé rekið með tapi í eitt ár? Ef eiginfjárstaðan er jákvæð, þá mega fyrirtæki greiða arð. Frá hverjum var hann að stela annars? Sjálfum sér? Fyrir hvaða sakir ætti að handtaka hann?
Aðalsteinn Bjarnason, 22.4.2009 kl. 17:24
Á meðan maðurinn stendur við sínar skuldbindingar, þá hlýtur að vera allt í góðu, eða er það ekki svoleiðis.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 23.4.2009 kl. 12:47
Kæri (litli) Jón
Þetta fer að verða erfitt, þ.e.a.s. að velja um allar þær ástæður sem fólk hefur til að kjósa EKKI X-D og FLokkinn þinn.
Hér kemur ein tilnefning: http://eyjan.is/blog/2009/04/21/ny-rannsokn-gifurleg-misskipting-tekna-throadist-her-a-arunum-1993-til-2007/
Eru fleiri tilnefningar um bestu ástæðuna fyrir að kjósa EKKI X-D? Koma svo.... ok. jú, Sjálfstæðismenn mega líka koma með tilnefningar hér....bara hafa þær innvígðar og innmúraðar fyrst :)
Ragnar (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 13:45
Ragnar
Ég held að röðin sé svona, topp 5 ástæður fyrir því að kjósa ekki X-D:
1. Einkavinavæðingin og bankahrunið í kjöfarið
2. Spillingin við einkavinavæðinguna
3. Spilling X-D við Baugsliðið sem þeir þóttust alltaf á móti en voru síðan bestu vinir
4. http://eyjan.is/blog/2009/04/21/ny-rannsokn-gifurleg-misskipting-tekna-throadist-her-a-arunum-1993-til-2007/
5. Arfleið Davíðs Oddssonar og klúðrið og kostnaðurinn sem hann olli fyrir hrunið og eftir það.
Fleiri með tillögur?
Vigdís (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 13:49
Kjósa ekki Samfylkinguna.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 23.4.2009 kl. 16:00
XD annað er óskynsamlegt fyrir okkur öll.
Ómar Ingi, 23.4.2009 kl. 23:29
Litli Jón
En ein frábær ástæða fyrir því að kjósa ekki spillinguna yfir sig aftur og kyssa vönd kvalara sinna:
http://eyjan.is/blog/2009/04/24/hagstofan-um-tekjudreifingu-2003-2006-tekjubil-breikkadi-rikir-baettu-hag-sinn-en-lagtekjufolk-stodu-i-stad/
Svik á svik ofan. Takk Davíð og náhirð þín.
Sjálfstæðisflokkurinn eða FLokkurinn eins og hann er kallaður í dag er búinn að vera sem stjórnmálaafl.
X-S fyrir frelsi undan ánauð spillingar sérhagsmunahópa Sjálfstæðisflokksins. ESB og evran er málið og lausnin undan ánauð skulda og óheiðarlegra pólitíkusa.
Ragnar (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.