19.4.2009 | 23:57
''Ránið heldur áfram,'' þar af eru um þrjátíu milljarðar (30 þúsund milljónir) án veðs. Allt í boði Baugs Group.
Landic Property, sem fékk greiðslustöðvun samþykkta í gær, gaf út skuldabréf fyrir um 30 milljarða króna. Skuldabréf frá Landic voru meðal annars keypt inn í verðbréfasjóði bankana og af lífeyrissjóðum. Heimildir Morgunblaðsins herma að eigendur þeirra reikni ekki með miklum endurheimtum.
Var þjóðin plötuð eina ferðina enn?
Stoðum/FL Group,sem var stærsti einstaki eigandi Landic, var veitt heimild til að leita nauðasamninga í byrjun apríl. Félagið er einnig einn af stærstu kröfuhöfum Landic.
Nýi Landsbankinn tekur yfir 60% hlutafjár í Teymi.
Frá desember 2007 hafa skuldir Teymis nærri tvöfaldast á meðan verðmæti félagsins hefur lækkað um meira en helming á sama tíma.Nýi Landsbankinn tekur yfir hátt í sextíu prósent hlutafjár í Teymi, aðrir bankar taka rest. Skuldir félagsins eru vel á fimmta tug milljarða króna.
Þar af eru um þrjátíu milljarðar án veðs.
Skuldastaða félagsins var orðin mjög slæm, að því er fram kemur í frumvarpi til nauðasamninga sem birtist á vef kauphallarinnar í dag.
Félagið stendur ekki undir greiðslum, þótt reksturinn sé góður.
Skuldir félagsins og ábyrgðir sem það er í, nema samtals tæplega fjörutíu og tveimur og hálfum milljarði króna.
Samkvæmt sömu gögnum kemur fram að um þrjátíu milljarðar þessara skulda séu án veðs.
Þekkir einhver þessi nöfn?
Eru þetta ekki allt sömu mennirnir sem sett hafa allt hér á hliðina.
Í eigandahópnum voru félög í eigu
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar,
Pálma Haraldssonar,
Þorsteins M. Jónssonar
Magnúsar Ármanns.
Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.
Heilbrigð skynsemi óskast
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Já, þetta er svakalegt. Og allt í boði FL-okksins, X-D, sem enginn sem hefur til að bera votta af sjálfsvirðingu getur nú kosið aftur.
Verandi Sjálfstæðissmaður til 30 ára þá skammast ég mín og mun aldrei kjósa flokkinn aftur.
Það er ljóst.
Ég hef ákveðið að kjósa Samfylkinguna vegna afstöðu þeirra til krónunnar og ESB sem er eina leiðin fyrir okkur sem þjóð úr þessum vandræðum og út úr heljargreipum spilltra frjálshyggju stjórnmálamanna.
Salomon (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 05:45
Ég kannast eitthvað við þessi nöfn' við þetta, bara man ekki hvar. Allt meðlimir í (Cola-grúppunni) s.k. það er alla vega á hreinu...
Óskar Arnórsson, 20.4.2009 kl. 06:39
Ég er sammála öllu sem Salomon skrifar þarna, enda er ég líka fyrrverandi kjósandi FLsjálfstæðisflokksins. Allir þessir menn sem sem Jón Gerald nefnir eru sjálfstæðismenn, nema líklega Jón Ásgeir fyrrverandi stuðningsmaður.
Stefán (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 08:48
Salomon. Borgarahreyfingin hefur sömu skoðun. þ.e. láta þjóðina kjósa um aðild og að losna við þessa krónu. Auk þess sem hreyfingin er trúverðugra framboð. Samfylkingin er í sama pakka og sjálfstæðisflokkurinn!
Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 10:56
Samála Jóhann Gunnari. Samfylkingin fékk stærstu styrkina frá FL og tengdum fyrirtækjum 2006. Held að Borgarahreyfingin sé betri kostur en Samfylkingin.
Ólafur Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 11:23
Heilbrigð skynsemi segir mér að "Óli grís, Solla stirða, Samspillingin, ASÍ & lífeyrissjóðirnir vilja ekki allt upp á borð í SVÍNABÆ..
." Svín hafa svínslegt eðli þó svo sumir séu ekki ennþá búnir að átta sig á því. "One RING to rule them, one ring to bind them" - ég vona að þessi "HRINGAvitleysa 20-50 óreiðumanna fari að hætta og þeir setir bak við lás & slá" - Exista svikamyllan & blekkingarvefir halda endarlaust áfram á meðan "BakkaBRÆÐUR fá frítt spil til að stunda viðskipti....
!" Þessir bræður eru ekkert annað en "óargar LÝÐUR" og þeir ásamt þessum "fábjánum" sem þú nefnir í grein þinni á auðvitað að "banna að stunda viðskipti í Evrópu" & einnig er ég sammála Sverrir Hermannssyni fyrverandi Alþingismanni er hann tekur undir þá skoðun mína í raun á að banna þessum viðbjóðslega LÝÐ að koma til landsins. Færa má góð rök fyrir því að þeir séu gerðir "landrækir frá landinu um aldur & ævi" - ekki bara þjóðnýðingar heldur eru þessir "óreiðumenn & fjárglæframenn" í mínum huga bara "ALHEIMSNÝÐINGAR...
" og í Kína væri fyrir löngu búið að skjót þá alla öðrum óreiðumönnum til aðvörunnar..! Kínverjar myndu meira að segja rukka þá fyrir kostnaðinum á byssukúlunum. Í Frakklandi hefði þetta lið verið tregið út á torg & hálfshökvið til að gleðja LÝÐIN, þegar Lúðvík XIV var uppi. Það eina sem við getum gert er að sjá til þess að þeir séu kallaðir til ábyrgðar, látnir svara til saka, taka af þeim allar eigur, leita upp faldar eigur & síðan banna þeim að stunda viðskipti & gera þá brotræka frá landinu. Við (þjóðin) við mótmælum öll þeirra viðbjóðslega framferði..
.
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 20.4.2009 kl. 13:01
Stefán : Af því að það voru nokkrir íslendingar gripnir með mikið magn fíkniefna í dag og í gær, ert þú þá sem íslendingur einnig líklegur glæpon ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.4.2009 kl. 21:03
Vægast sagt vafasömum fjármálamönnum voru færðir bankarnir á silfurfötum af Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgríms. Þessir vafasömu fjármálamenn urðu svo eftirlitslaust að fjárglæframönnum, sem svo söfnuðu öðrum fjárglæframönnum í kring um sig. Samkvæmt nýjustu fréttum, þá þjónuðu bankarnir eingöngu eigendum sínum síðasta árið fyrir hrunið mikla. Þessir fjárglæframenn bera mesta ábyrgð á því hvernig komið er fyrir okkur, ásamt auðvitað líka þeim sem færðu þeim allar þessar eignir og allt þetta stjórnlausa athafnafrelsi. Íslensk lög virðast ekki ná yfir þessa fjárglæframenn, en leyfa sem betur fer að fíkniefnasmyglarar/salar séu færðir fyrir dómara og dæmdir. Nei ágæti predikari, ég ber hvorki ábyrgð á fjárglæframönnum né fíkniefnasmyglörum/sölum. Ég vil svo þakka Jóni Gerald fyrir öll sín frábæru skrif hér.
Stefán (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 08:50
..það vill nú bara svo til að sömu fjárglæframenn hafa fjármagna' stærstu fíknaefnasmygl á Íslandi. Ef einhverjum dettur í hug að eitt tonn af hassi og og einhver skútumál breyti framboði á eytirlyfjum að einhverju ráði, er sá hinn sama á algjörum villigötum. Eiturlyf á Íslandi er það eina sem hefur lækkað verulega í verði og það þarf engfa spekinga til að sjá hvað veldur því. Lögreglar er bara búin að ná sér í góðan "tipsara" því hún sjálf hefur aldrei fundið neitt nema með ábendingum frá öðrum fíkniefnasölum. Svo monta þeir sig yfir árangrinum. Sem er engin í hlutfalli við framboð.
Óskar Arnórsson, 21.4.2009 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.