Markaðsvirði Exista var 457 milljarðar virði, en nú metið á 1,3 milljarða króna

Er enn verið að gera grín af íslendingum. Þessi frétt birtist á Rúv í gær og var það fyrsta sem mér datt í hug  '' RÁN '' og það á hábjörtum vordegi.

Verðmat úr 457 milljörðum það eru 457 þúsund milljónir í 1,3 milljarða. Ætli þeim eigi eftir að takast þetta? 

Félagið BBR, sem er einkahlutafélag bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssonar, eignaðist 78% í Exista með hlutafjáraukningu í desember( hvaðan ætli þeir aurar hafi komið).Nú hefur BBR gert yfirtökutilboð í þann fimmtung hlutafjár sem ekki er í bræðranna. Kaupverðið hefur vakið athygli því BBR býðst til að kaupa hlutina á genginu 0,02.

Kaupin á fimmtungshlutnum í Exista ætla þeir Lýður og Ágúst að fjármagna með láni frá Lýsingu, sem er dótturfélag Exista.

 Exista á að fullu tryggingafélögin VÍS og Lífís, eignaleigufyrirtækið Lýsingu og Skipti, móðurfélag Símans. Þá á Exista helmingshlut í Öryggismiðstöðinni. Skipti keypti Símann fyrir fjórum árum á 67 milljarðakróna. Þá keypti Exista 80% í VÍS á 53 milljarða fyrir þremur árum. Miðað við yfirtökutilboðið meta bræðurnir Lýður og Ágúst verðmæti Exista á 1,3 milljarð króna - eða margfalt minna en dótturfélögin voru metin á þegar þau voru keypt.

 

Bakkabræður voru kjölfestuhluthafi í gamla Kaupþingi banka.

 

Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.

Heilbrigð skynsemi óskast

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ragnar bergsson

Þessir kónar eiga að vera á bak við lás og slá!

ragnar bergsson, 18.4.2009 kl. 12:15

2 identicon

Manstu það var það var líka framið Banka rán inná Kirkjusandi fyrir ekki mart löngu.Já þetta eru sko kallar.SVEI ÞEIM.

                 'Arni Hó

'Arni H Kristjánsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 13:40

3 identicon

Skyldi Finnur gefa þeim 10,4% hlutinn sem við eigum í Kaupþing banka

Halldór (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 18:27

4 identicon

Já svo sannanlega þurfa þessir menn að fullkomna glæpinn með ráni um hábjartan dag og
nota til þess fullting virtrar lögmannsþjónustu LOGOS.
Tók eftir því að kannski skammast þeir sín örlítið fyrir skítajobbið sem þeir eru að taka að sér
vegna þess að það er enginn sem  undirritar bréfið frá lögmanssþjónustunni. Undirskriftin er eingöngu
LOGOS lögmannsþjónusta!!!!

Jón Sævar (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 18:35

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Viltu nú ekki bara spyrja átrúnaðargoðið þitt ?   Þar sem þú dáir hann og dýrkar hlýtur þú að geta útskýrt -með hans hjálp- hvernig þetta fór allt svona fjandans til, eftir að hans dásamlegu leiðsögu naut ekki lengur.

Eða þekkir þú kannski ekki alveg nóg til á Íslandi ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.4.2009 kl. 22:29

6 identicon

Nígerískir netsvindlarar og Sómalskir sjóræningjar eru sómamenn miðar við Lýð og Ágúst.

Í gæsluvarðhald með bræðurna tafarlaust.

Hvaða opinberir starfsmenn eru að bregðast skyldum sínum gagnvart þjóðinni???

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 01:23

7 identicon

Jà Hildur!. Davìd Oddsson kanski spyrja hann .

Jònas àsgeir (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 05:19

8 identicon

Og nú hafa fjölmiðlar viku til að leysa niður um Samspillinguna sem lýgur til um þær mútur sem hún tók við 2006 - sjá m.a. blogg Jónasar fv. ritstjóra.

Skítlegt eðli (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 08:45

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Viðskiptahákarlar svífast einskis. Þeir haga sér eins og "rándýr" eða úlfahjörð í viðskiptum.

Svona viðskipti geta eingöngu átt sér stað með hressilegri mútustarfsemi.

Þessir kallar eru friðaðir og það er fyrir löngu búið að ákveða að draga þá EKKI til ábyrgðar í einu eða neinu.

Óskar Arnórsson, 19.4.2009 kl. 09:22

10 Smámynd: Jón Gerald Sullenberger

Hildur Helga nú verðu þú að útskýra þetta betur sem þú skrifar hér að ofan '' Viltu nú ekki bara spyrja átrúnaðargoðið þitt ?'' Þar sem ég á ekki átrúnaðargoð þá skil ég ekki þig!

Ég get viðurkent fyrir þér að trúaður er ég og fer oft með bænir, það er ekkert að því að trúa á Jesus Krist ég vona að þú gerir það líka. 

 Hafðu góða helgi. 

Jón Gerald Sullenberger, 19.4.2009 kl. 10:16

11 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Hildur Helga, af hverju kemurðu ekki með nafn, afskaplega dapurt þegar einhver slettir svona fram einhverju út í loftið, nafngreindu þetta átrúnaðargoð, svo það sé hægt að ræða málin.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 19.4.2009 kl. 10:40

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Talandi um átrúnaðargoð. Ég trúi hvorki á sttjórnmálaflokka ne aðra sértrúarsöfnuði. Enn ég trúí á engla báðum megin þessa lífs. Þetta er þægileg trú. Engir prestar, predikanir, kirkjur eða söfnuðir. Þegar éeg bið, sem er nú svona með höppum og glöppum, bið ég til engla. Það eru mín "átrúnaðargoð".

Leiðindavesen þegar fólk tala í einhverjum gátum. Ég fékk einu sinni svona komment: "Ég veit alveg hver þú ert Óskar!" Hvernig svarar maður svona? 'eg svaraði reyndar og sagði bara "fínt"!

Ég er nefnilega ekki búin að læra að þekkja sjálfan mig 100% svo endilega útskýrðu þetta fyrir mér! Þú gerir mig forvitin! Ég fékk engar útskskýringar né fleiri komment..og mér sem hlakkaði svo til að heyra eitthvað sem ég veit ekki..

Hlutafjáraukninginn hjá Exista kom með peningum frá Luxemborg. Ég held að "lánið" hafi verið með tryggingu í Landsbankanum eða Kaupþingi. Hef heyrt talað um þetta enn þetta var rætt í Lækjargötu í Strawberriesklubbnum.

Annars hef ég svo lítin áhuga á svona viðskiptum að ég gleymi þessu strax. Það var talað um þetta yfir kamðavíni sem kostaði tæpar 300 þúsund flaskan. Það voru samt ekki Lýður og Águst sem töluðu um þetta. Það voru aðrir menn. 

Óskar Arnórsson, 19.4.2009 kl. 11:15

13 identicon

Ég held að best sé að taka ekki þessu tilboði, eiga bara bréfin áfram.

Palli (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 11:53

14 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Mig er farið að langa til að vita hvar þessir drulluháleistar búa!  Og Hreiðar Már Sigurðsson - hann er í fyrirtækjarekstri og hefur skaffað þeim sem voru of spilltir til að vinna í Nyja Kaupþingi vinni.  Veit einhver hvar þetta fyrirtæki er?

Held að það heiti Consolidum?

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 19.4.2009 kl. 15:42

15 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Já þetta er ótrúleg græðgi og fyrring.  Hvernig stendur á því að þessir "litlu" geta ekki átt sinn litla hlut í friði, hverju breytir fyrir þessa menn að það séu einhverjir litlir hluthafar með í hluthafahópnum.  Hvernig stendur á því að FME samþykkir þetta reiknaða gengi á bréfunum, það eru ekki nein viðskipti með bréfin.  Það er merkilegt að í des var hlutafjáraukning en litlu hluthöfunum var ekki boðið að taka þátt, af hverju ekki.?

Ég skora á alla hluthafa og þá sérstaklega Nýja Kaupþing að samþykkja þetta (rán)tilboð ekki. 

Guðmundur Jóhannsson, 19.4.2009 kl. 19:48

16 identicon

Hugsaðu þér fjöldi landsmanna keypti í góðri trúhlutabréf í Búnaðarbankanum, sem varð svo að Kaupþing, sem varð KB sem varð Kaupthing en svo allt í einu áttu í Exista???? Hver bað um það ENGINN. Þetta tók einhver ár og kannski er röðin á bönkunum ekki rétt hjá mér, en þó að ég hafi keypt þessi bréf á sínum tíma hef ég ekkert haft með að segja hvað er gert við bréfin.

Vil að eigur þessara manna séu frystar, var það ekki það sem Jóhann og Steingrímur lofuðu með stuðnings búsáhaldatrommu lýðnum?

SigG (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband