17.4.2009 | 11:08
Óskum eftir Kjarka og eldmóð í íslenska stjórnmálamenn.
Þetta gæti verið auglýsing sem hægt væri að birta í atvinnuauglýsingu Morgunblaðsins.
Þeir sem hafa kjark og eldmóð sendið inn umsókn til ALÞINGI ÍSLANDS STRAX.
Ég mæli með grein Ólafs Elíassonar, Agnari Helgasyni, Jóhannesi Þ. Skúlasyni og Torfa Þórahallsyni '' ERU BRESKIR ÞINGMENN BJARGVÆTTIR ÍSLENDINGA'' sem birt er á blaðsíðu 21 í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur margt athyglisvert fram og tel ég að þessir herramenn hafi hitt naglann beint á höfuðið. Hér koma nokkrir puntar úr greininni.
''FYRIR stuttu var birt skýrsla fjárlaganefndar breska þingsins um hrun íslensku bankanna. Þar kom m.a. fram gagnrýni á bresk stjórnvöld fyrir að hafa beitt sér af of mikilli hörku þegar þau réðust til atlögu gegn íslenskum bönkum og íslenska ríkinu þann 8. október síðastliðinn. Flestir stjórnmálamenn sem hafa tjáð sig um þessa skýrslu í íslenskum fjölmiðlum telja hana vera mikilvægan vendipunkt í hinu svonefnda Icesave-máli.
Sagt er að hana verði hægt að nýta í samningaviðræðum sem einhvers konar viðurkenningu á skaðabótaskyldu breskra stjórnvalda gagnvart Íslendingum.
Það er hins vegar dapurlegt að til þess hafi þurft sex mánuði og skýrslu frá þingi þess ríkis sem er mótherji Íslendinga í þessum samningaviðræðum. Hvernig má það vera að kjörnir fulltrúar þjóðarinnarséu fyrst núna að átta sig á því að ekki sé hægt að semja um uppgjör Icesave-málsins án þess að tekið verði tillit til þess efnahagsskaða sem bresk stjórnvöld hafa valdið Íslendingum?
Til að mynda voru meðlimir indefence-hópsins skammaðir af einum þingmanni Samfylkingarinnarí nóvember 2008 fyrir að tengja saman uppgjör Icesave-málsins og þann skaða sem Bretar ollu Íslendingum í október 2008. Þessi þingmaður taldi að þjóðin ætti að búa sig undir vonda niðurstöðu úr Icesave-samningunum.
Það er einna merkilegast við bresku skýrsluna að hún er skrifuð af aðilum sem ætla mætti að hefðu lítinn hag af því að styðja málstað Íslendinga.
Ólíkt því sem varaþingmaðurinn Kristrún Heimisdóttir hélt nýlega fram á Alþingi, þá þurfti enga breska skýrslu til þess að átta sig á þessu.
Getur verið að Kristrún og fleiri hafi enga trú haft á málefnastöðu Íslendinga fyrr enn viðurkenning á henni barst frá Bretlandi?
Fyrst og fremst segir það okkur að íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn hafi látið hjá líða að byggja upp þessa samningsstöðu á fullnægjandi hátt fyrir hönd þjóðarinnar. Hvers vegna hefur t.d. enginn ráðherra eða nefnd Alþingis látið meta þann efnahagslega skaða sem bresk stjórnvöld ollu Íslendingum með árásum á Landsbankann og Kaupþing?
Það er t.a.m. grátbroslegt að forsætisráðherra Íslands hafi ekki ennhaft beint samband við Gordon Brown til að mótmæla aðgerðum Breta.
Í yfirstandandi deilum við Breta um Icesave-málið má draga mikilvægan lærdóm af landhelgisdeilum við sömu þjóð á 20. öld. Þá var það happ Íslendinga að eiga kjörna fulltrúa með eldmóð í brjósti og kjark til að hvika ekki frá kröfum sem best tryggðu langtímahagsmuni þjóðarinnar.
Nú er lag fyrir hugaða stjórnmálamenn og embættismenn þjóðarinnar til að móta skýrar og afdráttarlausar kröfurum að bresk stjórnvöld bæti það efnahagslega tjón sem þau ollu Íslendingum með aðgerðum sínum þann 8. október 2008 og að samið verði um það samtímis Icesave-málinu.
Betra er seint en aldrei.''
Allir eru félagar í indefence.is
Frumvarp um bann við nektardansi liggur fyrir í þinginu Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur þegar lagt fram frumvarp í þinginu til að banna nektardans.
Maður spyr sig hvað var meira áríðandi eftir þau ósköp sem dunið hefur yfir þjóðina, ekki ætla ég að mæla með eða á móti nektardansi en kannski er tímasetningin ekki sú rétta akkúrat núna.
Heilbrigð skynsemi óskast
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa lagt allt kapp á aukaatriði á meðan aðalatriðin og það sem skiptir þjóðina mestu í dag er látin lönd og leið.
Í skoðanakönnunum kemur fram að Jóhanna Sigurðardóttir nýtur mest traust þjóðarinnar til að leiða ríkisstjórn eftir kosningar. Þessi sama Jóhanna er ekki tilbúin að fara á fund erlendra ráðamanna og tala máli þessarar sömu þjóðar og vill hafa hana áfram sem forsætisráðherra. Hvað er að? Er Íslenskur almenningur virkilega svo blindur að hann veit ekki hvað okkur er fyrir bestu?
Ég mæli ekki nektardansi bót, en ég held að lög sem banna nektardans komi ekki til með að bjarga heimilum frá gjaldþroti. Enn furðulegra er lagasetning sem samþykkt var í gærkveldi er varðar uppeldi barna, ætla VG að vera með nefið í hvers manns koppi og segja fólki hvað má og hvað má ekki??? þeir eru komnir svo langt frá allri skinsemi og raunveruleikanum sem hugsast getur.
Þetta er fólkið sem ætlar að taka að sér að leiða Íslenska þjóð út úr ógöngunum !!! Að hugsa sér, hvar endar þetta ???
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.4.2009 kl. 11:59
Já, var Aggi bróðir að skrifa grein í Moggann í dag?
Ég skoða það.
Lifi fjalldrapinn!
Ásgeir Rúnar Helgason, 17.4.2009 kl. 16:07
Það er komið að því
að íslendingar vakni
úr vondum draumi
mjög vondum draumi
Það er komin tíma til að trúa á betri tíma ekki blekkingar
þá er bara hægt að velja 2 flokka til að hreinsa samviskuna
ÞEIR ERU
X - P
X - O
Þessir tveir flokkar koma ferskir og sterkir inná þing
við þurfum flott fólk sem þorir að gera hlutina ::::::::
Zippo (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 21:50
Allavega mun Já-Nei stjórnin ekki gera neitt, þessi stjórn er og mun ekki verða stjórn verkefna, aðgerðalausa stjórnin mun væntanlega fá skoðun frá öðrum en nokkru sinni fá hugmyndir sjálf, þannig er þessi stjórn, hugmyndasnauð með öllu.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 18.4.2009 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.