Þessa frétt sá ég á netinu í morgun.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi forstöðumaður fréttasviðs Stöðvar 2 og annar maður á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, keyrir um á jeppa í boði fjölmiðlafyrirtækisins 365 en það er í eigu Bónus feðgana Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Jóhannesi Jónssyni.
Þetta er í framhaldi af fréttum þar sem fram kom eftirfarandi.
Menn sem þekkja vel til innan Samfylkingarinnar fullyrða við fréttastofu að milljóna styrkir hefðu ekki komið til án milligöngu eða vitneskju Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar höfðu forgöngu eða vitneskju um marga milljónastyrki sem flokkurinn fékk frá bönkum og eigendum þeirra árið 2006.
Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006sem voru hærri en kr. 500.000,-
Baugur Group hf. 3.000.000
FL Group hf. 3.000.000
Glitnir 3.500.000
Teymi ehf. 1.500.000
En ef við lítum á öll þau 48 félög sem voru skráð á Túngötu 6, en þar eru til húsa höfuðstöðvar Baugs Group á Íslandi þá veltir maður fyrir sér: Hafa einhver af þessum fyrirtækjum gefið styrk til Samfylkingarinnar og ef svo er hversu hár var hann?
Þetta eru sömu mennirnir sem búnir eru að setja þessa þjóð á hliðina, það mætti halda að það sama gangi ekki yfir alla hér á íslandi.
Af hverju þarf þessi flokkur ekki að svar fyrir þetta?
Af hverju eru fjölmiðlar ekki að spyrjast fyrir um þetta?
Hver var viðskiptaráðherra í fyrri ríkisstjórn ?
Ef ég man rétt var það ekki Samfylkingarmaðurinn Björgvinn G. Sigurðsson.
Ber þessi flokkur enga ábyrgð á því sem hér gerðist?
Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.
Heilbrigð skynsemi óskast
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:34 | Facebook
Athugasemdir
hann var rekinn þaðan og á eftir eitthvað af uppsagnarfrestinum. hluti af starfskjörunum var jeppinn. hann hefur því rétt á jeppanum ennþá. bílahlunnindi eru hluti af launakerfi og skattskyld.
eða á fólk sem er rekið ekki að njóta lögbundina réttinda sinna?
Geir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 12:56
Sæll Jón . Ég hef dáðst af dugnaði þínum og áræðni á undanförnum árum. En finnst þú stundum samt fara offari í eltingaleik þínum á eftir Samfylkingunni. Það skal tekið fram að ég er ekki í Samfylkingunni og finnst t.d. alger aulaháttur hjá Sigmundi Erni að láta sjá sig á bifreið frá fjölmiðlafyrirtæki sem sagði honum upp fyrir nokkru síðan.
En ég er alltaf að bíð eftir ákveðinni úttekt á "víkingunum" sem þú þekkir svo vel. Þá er ég að tala um starfshætti þeirra og aðferðir er snerta ákvarðanatökur - og hversu mikið þú telur notkun cocains hafa spilað í stórákvörðunum þessa hóps á umliðnum árum. Er t.d. sú mynd rétt að þeir eru allir á skammvalinu hjá hvor öðrum - og velviljaðar pólitíkur líka? Voru stórákvarðanir gjarnan teknar í sukki á kvöldin á sama tíma og lína var sogin? Telurðu t.d. áhrifa af cocain hafa kannski ráðið meiru í vafasömum og fljótteknum ákvörðunum en áhrifa af testósteron einu og sér?
Atli Hermannsson., 16.4.2009 kl. 13:29
Ég skil mjög vel áhuga þinná Baugi, þar talar þú algjörlega fyrir þjóðina, en hvaðan kemur áhuginn á Samfylkingunni ???
Stefán (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 13:40
Sæll Atlir, þetta er ekki alveg rétt hjá þér. Ef þú lest færslu mín 12 apríl þá sérðu hvað ég er að skrifa um Sjálfstæðisflokkinn. Það sem ég er að segja hér er að Samfylkingin er ekkert skárri en hún sleppur við alla umræðuna og af hverju er það.
Í mars 2006 fór ég á fund til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þar fór ég yfir Baugsmálið og vinnubrögð þessara manna, og færði ég henni öll gögnin í málinu. Það síðasta sem ég bað hana var að hún og hennar fólk yrðu að lesa gögnin í málinu því þá myndu þau sjá hvernig Baugsmenn vinna og hugsa. Ég tjáði henni að ef Baugsmenn yrðu ekki stoppaðir mundu þeir setja allt hér heima á hliðina.
Hvað gerði hún til að stoppa þessa menn EKKERT nú er það komið í ljós af hverju, hún og hennar flokkur var að fá milljónir frá Bónus feðgum það er staðreyndin í málinu.
AF HVERJU ER EKKERT TALAÐ UM ÞETTA Í FJÖLMIÐLUM BAUGSMANN?
Jón Gerald Sullenberger, 16.4.2009 kl. 13:56
Það er marg búið að tala um þetta,þetta hefur ekkert verið leyndarmál,það er nú smá munur á 3 til 5 millur frá einu fyrirtæki eða hvort það séu 30.milj.???ekki satt,allavega finnst mér mikill munur á,en því miður Jón,allir vita um einelti þinn í garð Baugs(svo sem ekkert skrýtið)en nú virðist þú leggja samfylkinguna í einelti að mínu mati,???allir vita að allir flokkar báðu fyrirtæki um styrki,og hafa fengið þá mismunandi mikið,en á þessum tíma var ekkert það,hver var harðastur af öllum flokkum,að fá það á þessar upphæðir,?? Nú auðvita samfylkingin,varðandi þessar tölur frá fjórum fyrirtækjum,þá er það ekkert mikið frá hverjum og einum,sama þó baugur eigi í þeim öllum,þá eru þau öll rekin ein og sér,en það er mikill munur hvort þú færð 3 millur frá einu fyrirtæki eða 30 milj.(það kallast mútur erlendis,ekki satt???) Þú gleymir að nefna að Baugur styður sjálfstæðisflokkinn líka og það um mun stærri upphæð,samfylkingin ætti eigilega vera afbrýðissöm yfir þessu,ekki satt,en enginn af fjórflokkunum braut lög,en þetta er að mínu mati Siðlaust,það er ekki spurning.
Jóhannes Guðnason, 16.4.2009 kl. 16:16
Það er ömurlegt að hafa varað ráðamenn við þessum glæpamönnum í mörg ár án þess að á það hafi verið hlustað nema mjög takamarkað. Í tilfelli Ingibjargar, var hún eins og við vitum upptekin á meðan efnahagskerfið var að hrynja við að semja um tveggja ára leigu á tileknum stól í Öryggisráðinu. Þá var Björgvin Sigurðsson algerlega ófær um að gegna embætti viðskiptaráðherra eins og komið hefur á daginn. Ég held samt að fólk sé sem betur fer að rumska og þá heyrir maður að sífellt fleiri séu t.d. að sannfærasti um að 300 millurnar sem Davíð voru boðnar sé rétt.
Atli Hermannsson., 16.4.2009 kl. 16:44
ÞÚ ERT NÚ FARIN AÐ MINNA Á SMJÖRKLÍPUNA HANS DAVÍÐS ODDSSONAR.JÓNGERALD, VANDA SIG LESA BETUR.
Númi (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 20:51
Jóhannes skautar létt fram hjá sannleikanum eins og Samspillingarfólki er von og vísa. Hvers vegna passar hann sig á að leggja ekki saman alla styrkina (mútur) frá Jóni Ásgeiri og Co þegar hann fjallar um styrkjamálin til flokksins hans? Voru það ekki 10 - 12 millur, sem augljóslega gerir hann hlutfallslega "verðmætari" flokknum en mun hærri upphæðir til Sjallanna td. Svo skulum við henda í púkkið rándýrt húsnæði undir kosningarskrifstofu, sem og öll símanúmer fyrir úthringingjar voru Baugs, og væntalega hefur himinnhár símareikningurinn verið greiddur af þeim sem hann barst, Baugi. Síðan getur Jóhannes reiknað út hvað kostar að keyra heila kosningarherferð í sjónvarpi, útvarpi og prentmiðlum, nánast öllum sem bjóðast og kallaðir eru Baugsmiðlarnir. Eru einhverjar líkur á að Samspillingin hafi pungað út fyrir slíku með um 50% hallarekstri á ársgrundvelli? Ætli það.
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 21:11
Takk fyrir Jón að vekja máls á þessu
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 16.4.2009 kl. 22:51
vandamálið er að í baugsmálinu settu dómararnir viðmið um hvað má og hvað má ekki í viðskiptum. Áróðursmaskína baugsmiðlana náði til þeirra og þeir dæmdu viðskiptahætti löglega, sem í öllum löndum sem við miðum okkur við, væru dæmdir kolólöglegir. mikið af því sem útrásarvíkingarnir eru búnir að vera að gera síðustu ár eru dómararnir búnir að dæma eðlilega viðskiptahætti eins og til dæmis öll leynifélögin og allir lepparnir og að selja í sjálfum sér fram og til baka. þannig að útrásarvíkingarnir eiga eftir að sleppa.
Ólafur Jóhannsson, 16.4.2009 kl. 23:10
Hin eina sanna samspilling sem tekin verður til gjaldþrotaskipta í lok næstu viku. Það er lélegt hlutskipti að vera að reyna að verja þessa kóna með örvæntingarfullri leit að titlingaskít. Það væri nær að þú svaraðir spurningum mínum um tengsl þín við innvígða til að fá einhvern trúverðugleika hvað varðar siðferði og pólitík. Opna sig ... koma svo!!!
Gunnlaugur B Ólafsson, 16.4.2009 kl. 23:42
Jóhannes heldur því fram að Baugur hafi styrkt Sjálfstæðisflokkinn árið 2006 um mun hærri upphæð en Samspyllinguna! Reyndu að fara rétt með hlutina góði, hér að neðan er listi yfir þau fyrirtæki sem styrkti Sjálfstæðisflokkinn um hærri upphæð en 1 milljón, enginn BAUGUR á þeim lista!
Hinsvegar vaknar sú spurning og gerist áleitnari með hverjum deginum sem líður, hvað skuldar Samfylkingin og hverjum skuldar Samfylkingin?
Af hverju reyna fjölmiðlar ekki að grafast fyrir um það? Finnst mönnum ekki skrítið að að Samfylkingin skuli hafi barist einsog ljón gegn fjölmiðlafrumvarpinu á sínum tíma? Ekki síst nú þegar alþjóð er loks að gera sér grein fyrir því hverjir áttu helstu fjölmiðla landsins? Væri ekki ráð að fá hana Joly í að skoða það fyrir okkur í leiðinni?
Eftirfarandi fyrirtæki veittu styrki yfir eina milljón króna árið 2006:
Elías (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 00:19
- Einar Már Guðmundsson, rithöfundur og frambjóðandi Vinstri grænna. Morgunblaðið 22. febrúar 2009
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 00:51
Þetta er skammarleg tugga hjá þér étin uppúr Davíð Oddssyni. Þessar ómálefnalegu og fráleitu aðdróttanir byggja Styrmir, Davíð og Björn Bjarnason jafnan á tilvísun í Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar. Hún er ykkur öllum afar holl lesning og ekki síst með það þessar ásakanir í huga því hún snýst aðeins um mikilvægi þess að allir séu jafnir fyrir lögum og stjórnvöldum og að trú sé á að stjórnvöld hygli ekki sérstaklega sumum [ég nefni Björgólfsfeðga og S-hópinn] sem sé fyrirtækjum eins og Íslenskri erfðagreiningu jafn óhollt og trú á að stjórnvöld bregði af illkvittni fæti fyrir önnur.
- Ef að er gáð kemur í ljós að S-hópurinn lagði Samfylkingunni til nokkru meira en þeir sem beint og óbeint tengjast Baugi, á móti leggur Samson/Björgólfs-hópurinn Samfylkingunni til litlu minna. - Ekkert sem Samfylkingin hefur gert eða látið ógert eða óskað eftir að sett væri í lög eða ákveðið þann tíma sem hún hafði völd, réttlætir þessar aðdróttanir þínar Jón sem þú svo kóperar frá þeim sem raunverulega settu Ísland á Hausinn þ.e. frá valdsmönnunum og áróðursmönnum þeirra þeim Davíð Oddssyni og Hannesi Hólmsteini og Birni Bjarnasyni og Styrmi Gunnarssyni.
Lestu kenningar þeirra og baráttumál ef þú varst ekki hér og fylgdist ekki með þegar þeir fóru með völdin, lestu um hvernig Ísland átti að verða ríkasta land í heimi og hve slæmt allt eftirlit væri, - það er engin tilviljun að íslendingar snúa nú algerlega við þeim baki SAMA HVAÐ ÞEIR FINNA UPPÁ TIL AÐ BULLA Í OKKUR NÚNA.
Helgi Jóhann Hauksson, 17.4.2009 kl. 03:04
Tvennt skulu menn rifja upp um Össur Skarphéðinsson.
-Það fyrra er að versta hneykslismál sem Össur lenti í var að hann skrifaði Bónus/Baugsfeðgum harðort hótunarbréf sem frægt var öllum sem hér hafa fylgst með en ekki stungið höfðinu í sólar-sandinn í Flórída síðustu áratugi.
- Annað er að þegar Össur var í formannsslagnum á móti Ingibjörgu Sólrúnu (almenn kosning meðal allra félagsmanna Samfylkingar) tilkynnti hann að hann þægi enga styrki frá fyrirtækjum - aðeins framlög frá einstaklingum og aðeins af hóflegri upphæð. Að lokinni baráttunni birti hann reikninga sína.
Hann er fram til þessa sá eini sem hefur tekið þátt í stórum einstaklingsbundnum pólitískum slag, prófkjörum eða svona opinni formannskosningu sem hefur beinlínis hafnað öllum styrkjum frá fyrirtækjum.
Jóhanna Sigurðardóttir lagði fram reglulega frumvarp um fjármál flokkanna í 14 ár og flokkar hennar hafa alltaf stutt hana um það, en það var ekki fyrr en nefnd á vegum Evrópuráðsins um pólitíska spillingu krafðist þess með tilvísun í sáttmála sem við gerðumst aðilar að 1999 sem Sjálfstæðisflokkurinn og Geir Haarde fékkst loks til þess að setja slík lög, - og nú hefur nefndin bent á að þau lög séu of laus í reipum og taki ekki skýrt til stjórnmálamanna sjálfra og prófkjara og að mútur sé ekki sök hjá þingmanni. T.d. hafi Árni Johnsen verið dæmdur sem opinber starfsmaður en ekki fengið dóm sem þingmaður.
Helgi Jóhann Hauksson, 17.4.2009 kl. 03:21
Eina leiðin til þess að sjá kreppuna í réttu samkvæmi er að sleppa allri meðvirkni og sjá hlutina algjörlega í bláköldu ljósi. Eftir að hafa kynnt mér það sem bloggsíðan þín Baugsmálið.is stóð fyrir komst ég að því að það væri víða pottur brotin í þessu samfélagi og það var hárrrétt hjá þér að Baugur t.d reyndi að stjórna umræðum í samfélaginu.Styrkirnir sem þeir veittu samfylkingunni voru þónokkuð háir að mér finnst innan veruleikratengda marka og því máli til rökstiðnings voru þessir styrkir svipaðir og Sjálfstæðisflokkurnn fékk frá þessum fyrirtækjum ef OFURSTYRKJUM er sleppt. Sjálfstæðisflokkurinn skilaði ekki 5 milljónkróna styrki því Bjarni Benediktsson taldi þann styrk innan eðlilegra marka.
Ef talað er um Samfylkinguna sem baugsflokk tala staðreyndir samt sem áður öðru máli. Jóhannes í bónus hefur gefið sig út fyrir að vera Sjálfstæðismaðu og ef við erum sannleikanum samkvæmir þá eru menn eins og Jón Ásgeir og Bjarni Ármannsson ekkert annað en harðvíraðir, öfga hægrisinnaðir kapitalistar sem svífast einskyns í viðskiptum og því erfitt að sjá hvernig lífviðhorf slíkra einstaklinga púslist jafnaðarflokk. Samfylking er sprottin upp úr - Alþýðuflokknum-Alþýðubandalaginu og Kvennalistanum og ... finnst mér mjög erfitt að sjá tenglsin þarna á milli því flest fólk sem fylgir þessum flokki er félagshyggjufólk sem hefur megnustu andúð á nýfrjálshyggju.
Samt fagna ég þessari gagnríni því ég vil ekki að það gerist aftur þau afdrífaríku mistök að pólitík fái grossera hérlendis án þess að aðhald og sanngjörn gagnríni sé veitt. Þessir styrkir eru háir en það er stór munur á fimm milljónum og fimmtíu milljónum... það segir sig sjálft.
Brynjar Jóhannsson, 17.4.2009 kl. 06:55
Hvernig er hægt að lesa úr skrifum mínum að ég sé sammála styrkveitingu FL Group og LAIS til Sjálfstæðisflokksins það kemur hvergi fram og ef bæði Gunnlaugur og Helgi myndu lesa blogg færslu mín 12 apríl þá kemur það skýrt fram að sjálfsögðu er það fyrir neðan allar hellur að taka á móti þessum aurum frá siðlausum mönnum. Hitt er annað BAUGUR styrkti ekki Sjálfstæðisflokkinn eins og nú er komið fram en það gerði BAUGUR fyrir SAMFYLKINGUNA og gott betur. Það sem ég er að segja hér er að það virðist ekki jafnt ganga yfir alla í þeim fréttaflutning sem búinn er að vera út af þessu máli í fjölmiðlum og þó sérstaklega fjölmiðlum Bónusar 365 og ætli það sé enhver tilviljun eða hvað.
Jón Gerald Sullenberger, 17.4.2009 kl. 11:13
Þótt sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið háa styrki frá fyrirtækjum og útrásarvíkingum, þýðir það ekki að það sé í lagi að samfylkingingin hafi fengið sína styrki ... þótt þeir séu nokkrum millum minni.
Tek undir með þér Jón, að í þessu styrkjamáli öllu .. að það hefur verið einblínt á Sjálfstæðisflokkinn ... en samfylkingin virðist.. vera nánast stikkfrí ...
Furðulegt mál.
Best að taka fram að ég er hvorki í samfylkingunni né sjálfstæðisflokk.
Ráðlegg fólki að kjosa frjálslyndaflokkinn eða borgarahreifinguna.
Eigið góðan dag.
ThoR-E, 17.4.2009 kl. 15:12
Já það var afskaplega sorglegt að fylgjast með því hvað sumt Samfylkingarfólk tók virkan þátt í þessu útrásarviðundri.
Mjög sorglegt!
Ásgeir Rúnar Helgason, 17.4.2009 kl. 16:21
Jón Gerald, hvað sem þú íjar að um Bónus þá er ekkert af því sem þeir voru ákærðir fyrir en sýknaðir af neitt í líkingu við það sem sá hafði verið dæmdur fyrir og settur í langt fangelsi sem Sjálfstæðisflokkur fól þjóðarbankann okkar Landsbankann í hendur vegna Hafskipsmálsins, og svo tengdur með öðrum hætti milljóna króna peningaráns úr Landsbankanum og í fjölmiðlum tengdur gróða sem varð til í Pétursborg í Rússlandi þegar helstu samkeppnisaðilar voru beinlínis myrtir.
- Hafi það einhverntíman verið álitamál fyrir Samfylkinguna árið 2006 að taka við 3 milljónum frá hlutafélaginu Baugi þá hlýtur það að orka mjög tvímælis að taka ekki aðeins við tugum milljóna frá Björgólfum heldur áður að fela BG Landsbankann í þeirra hendur fyrir fé sem orðað var við stórglæpsamlega verknaði þó órannsakaðir væru og íhendur manns sem sat lengi í fangelsi fyrir fjársvik.Gunnar G (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 17:44
Samfylkingin talar um styrkinna frá LÍ og FL-Group til þess að fela skítastyrkina sem sá flokkur fékk.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 19.4.2009 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.